Viðskipti innlent

Eignir tryggingarfélaga jukst lítilsháttar í nóvember

Heildareignir tryggingarfélaga námu 135,6 milljörðum kr. í lok nóvember og hækkuðu um 99 milljónir kr. á milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að handbært fé nam 10,9 milljörðum kr. og lækkaði um 627 milljónir kr.

Útlán og markaðsskuldabréf hækkuðu um 512 milljónir kr á milli mánaða og námu 87,1 milljarði kr. sem skýrist aðallega af 1,8 milljarða kr. hækkun á verðtryggðum markaðsskuldabréfum sem námu 49,2 milljörðum kr og 1,4 milljarða kr. lækkun á útlánum sem námu 13,3 milljarða kr. í lok nóvember.

Skuldir tryggingarfélaga námu 78,6 milljörðum kr. og eigið fé 56,9 milljörðum kr. í lok mánaðarins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×