Landsvirkjun selur Íslenska kísilfélaginu 35 MW af orku 17. febrúar 2011 13:19 Landsvirkjun og Íslenska kísilfélagið ehf., sem er í meirihlutaeigu bandaríska fyrirtækisins Globe Speciality Metals, hafa undirritað raforkusölusamning um kaup á 35 MW orku frá Landsvirkjun. Íslenska kísilfélagið hyggst reisa 40.000 tonna kísilmálmverksmiðju í Helguvík á Suðurnesjum. Í tilkynningu segir að gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði tekin í notkun um mitt ár 2013. Raforkuþörf verksmiðjunnar er 65 MW og mun Landsvirkjun fyrst um sinn útvega verksmiðjunni 35 MW og HS Orka 30 MW. Í samningnum er gert ráð fyrir að Landsvirkjun sinni allri raforkuþörf verksmiðjunnar frá 1. janúar 2016. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir samninginn marka ákveðin tímamót: „Hjá Landsvirkjun höfum við stefnt að því að auka fjölbreytileika á meðal orkukaupenda og ber samningurinn vitni um árangur þess starfs. Hér er um að ræða nýja iðngrein, magn sem hæfir orkuframboði nú um stundir og iðnað sem greiðir hærra verð en fyrir þekkist á íslenska markaðnum. Hér er um grunniðnað að ræða en að okkar mati felast áhugaverðir vaxtarmöguleikar í tengdri og afleiddri starfsemi, til dæmis hreinsun á kísilmálmi," segir Hörður í tilkynningunni. Samningur Landsvirkjunar og Íslenska kísilfélagsins er gerður í Evrum og er til átján ára með föstum raunhækkunum sem koma til framkvæmda á samningstímanum. Samkvæmt ákvæðum í samningnum er samningsaðilum ekki heimilt að gefa upp verð samningsins að svo stöddu. Samningurinn er undirritaður með hefðbundnum fyrirvörum, meðal annars samþykki stjórna beggja félaganna auk fyrirvara frá Íslenska kísilfélaginu ehf. um lúkningu á öðrum samningum til þess að hægt sé að ljúka við verkefnið. Gert er ráð fyrir að búið verði að uppfylla alla fyrirvara fyrir 15. júní næstkomandi. Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Landsvirkjun og Íslenska kísilfélagið ehf., sem er í meirihlutaeigu bandaríska fyrirtækisins Globe Speciality Metals, hafa undirritað raforkusölusamning um kaup á 35 MW orku frá Landsvirkjun. Íslenska kísilfélagið hyggst reisa 40.000 tonna kísilmálmverksmiðju í Helguvík á Suðurnesjum. Í tilkynningu segir að gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði tekin í notkun um mitt ár 2013. Raforkuþörf verksmiðjunnar er 65 MW og mun Landsvirkjun fyrst um sinn útvega verksmiðjunni 35 MW og HS Orka 30 MW. Í samningnum er gert ráð fyrir að Landsvirkjun sinni allri raforkuþörf verksmiðjunnar frá 1. janúar 2016. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir samninginn marka ákveðin tímamót: „Hjá Landsvirkjun höfum við stefnt að því að auka fjölbreytileika á meðal orkukaupenda og ber samningurinn vitni um árangur þess starfs. Hér er um að ræða nýja iðngrein, magn sem hæfir orkuframboði nú um stundir og iðnað sem greiðir hærra verð en fyrir þekkist á íslenska markaðnum. Hér er um grunniðnað að ræða en að okkar mati felast áhugaverðir vaxtarmöguleikar í tengdri og afleiddri starfsemi, til dæmis hreinsun á kísilmálmi," segir Hörður í tilkynningunni. Samningur Landsvirkjunar og Íslenska kísilfélagsins er gerður í Evrum og er til átján ára með föstum raunhækkunum sem koma til framkvæmda á samningstímanum. Samkvæmt ákvæðum í samningnum er samningsaðilum ekki heimilt að gefa upp verð samningsins að svo stöddu. Samningurinn er undirritaður með hefðbundnum fyrirvörum, meðal annars samþykki stjórna beggja félaganna auk fyrirvara frá Íslenska kísilfélaginu ehf. um lúkningu á öðrum samningum til þess að hægt sé að ljúka við verkefnið. Gert er ráð fyrir að búið verði að uppfylla alla fyrirvara fyrir 15. júní næstkomandi.
Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira