Viðskipti innlent

Gistinóttum Íslendinga í Kaupmannahöfn fjölgaði um 25%

Í fyrra voru gistinætur Íslendinga í Kaupmannahöfn tæplega tuttugu og sjö þúsund talsins. Fjölgaði þeim um fjórðung frá árinu áður. Gistinæturnar voru þó mun færri en árið 2007.

Fjallað er um málið á vefsíðunni turisti.is. Þar segir að á árunum 2005 til 2008 náði ferðagleði landans hámarki. Þá gistu Íslendingar alla jafna á tveimur af hverjum hundrað hótelherbergjum Kaupmannahafnar og gistinæturnar urðu 84 þúsund talsins metárið 2007.

Núna er vægi íslenskra ferðamanna í borginni miklu minna því í fyrra voru gistinæturnar um 27 þúsund. Það er þó fjórðungi meira en í hittifyrra, samkvæmt tölum frá Dönsku tölfræðistofnunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×