Helgi Magnússon endurkjörinn formaður SI 10. mars 2011 13:30 Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins (SI) í dag var Helgi Magnússon endurkjörinn formaður samtakanna. Helgi Magnússon fékk 82.446 atkvæði eða 85,45% greiddra atkvæða. Helgi Magnússon verður því formaður Samtaka iðnaðarins fram til Iðnþings 2012. Í tilkynningu segir að í stjórnina voru endurkjörnir þeir Tómas Már Sigurðsson og Andri Þór Guðmundsson. Ný inn í stjórnina koma Guðrún Hafsteinsdóttir og Kolbeinn Kolbeinsson en úr stjórninni ganga Aðalheiður Héðinsdóttir og Loftur Árnason eftir sex ára starf. Fyrir í stjórn samtakanna eru Bolli Árnason, Sigsteinn P. Grétarsson og Vilborg Einarsdóttir. Ályktun aðalfundar SI hljóðar svo: „Vinnumarkaðurinn er í misvægi. Á sama tíma og djúp kreppa ríkir í tilteknum atvinnu-greinum skortir vinnuafl í öðrum, einkum tæknimenntað fólk. Um 14 þúsund manns eru án atvinnu með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði. Markvisst átak þarf til langs tíma til að rétta af þennan halla, í samstarfi atvinnulífs, menntakerfis og stjórnvalda. Niðurskurður í rekstri hins opinbera er óhjákvæmilegur. Í því felst ekki bara ógnun heldur líka tækifæri til að endurskoða og bæta vinnubrögð og fjárveitingar. Nýta á klasasamstarf fyrirtækja, stofnana og menntakerfis til að þróa nýjar lausnir og vinnubrögð hjá hinu opinbera. Það sparar fé til langs tíma án þess að koma niður á þjónustu. Beina þarf opin-beru þróunarfé sem mest úr opinberum stofnanafarvegi í samkeppnisfyrirkomulag eins og Tækniþróunarsjóður rekur. Frá árslokum 2008 hefur íslenska krónan verið bundin í víðtæk gjaldeyrishöft eftir að bankakerfið hrundi og peningastefnan beið skipbrot. Þótt erfiðar aðstæður kunna að hafa réttlætt höftin er skaðsemi þeirra slík að ekki verður til lengdar unað. Afnám hafta í áföngum er nauðsynlegt samhliða skýrri sýn til langs tíma í peningamálum atvinnulífinu til hagsbóta. Í kjaramálum er atvinnuleiðin eini raunhæfi valkosturinn sem byggist á langtímahugsun, samræmdri launastefnu, verðmætasköpun og fjárfestingu. Stórfelldar krónutöluhækkanir leiða aðeins til verðbólgu og kjararýrnunar. Sótt hefur verið um aðild að ESB. Halda þarf umsóknarferlinu áfram af fullum heilindum í náinni samvinnu við atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila þar sem litið er til víðtækra hags-muna heildarinnar en ekki bara þröngra sérhagsmuna. Óskýrar yfirlýsingar stjórnvalda um þjóðnýtingu fyrirtækja og eignaupptöku eru afar skaðlegar. Erlendir og íslenskir fjárfestar verða að geta treyst því að hér sé réttarríki, að framkvæmdavaldið fari að lögum og reglum og því sé reynandi að taka þátt í íslenskri atvinnuuppbyggingu. Festa þarf að komast á skipan stjórnkerfis og löggjafar í landinu. Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki á sama tíma og mikið fé liggur óhreyft í banka-kerfinu. Hraða þarf endurskipulagningu á fjárhag atvinnulífsins. Taka þarf ákvörðun um að hefja arðbærar framkvæmdir. Vinda þarf ofan af skattahækkunum á síðastliðnum tveimur árum og greiða úr því stórflækta skattkerfi sem nú hefur verið komið á. Það hamlar fjárfestingu, tefur fyrir endurreisn atvinnulífsins en skilar litlu í ríkissjóð.“ Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins (SI) í dag var Helgi Magnússon endurkjörinn formaður samtakanna. Helgi Magnússon fékk 82.446 atkvæði eða 85,45% greiddra atkvæða. Helgi Magnússon verður því formaður Samtaka iðnaðarins fram til Iðnþings 2012. Í tilkynningu segir að í stjórnina voru endurkjörnir þeir Tómas Már Sigurðsson og Andri Þór Guðmundsson. Ný inn í stjórnina koma Guðrún Hafsteinsdóttir og Kolbeinn Kolbeinsson en úr stjórninni ganga Aðalheiður Héðinsdóttir og Loftur Árnason eftir sex ára starf. Fyrir í stjórn samtakanna eru Bolli Árnason, Sigsteinn P. Grétarsson og Vilborg Einarsdóttir. Ályktun aðalfundar SI hljóðar svo: „Vinnumarkaðurinn er í misvægi. Á sama tíma og djúp kreppa ríkir í tilteknum atvinnu-greinum skortir vinnuafl í öðrum, einkum tæknimenntað fólk. Um 14 þúsund manns eru án atvinnu með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði. Markvisst átak þarf til langs tíma til að rétta af þennan halla, í samstarfi atvinnulífs, menntakerfis og stjórnvalda. Niðurskurður í rekstri hins opinbera er óhjákvæmilegur. Í því felst ekki bara ógnun heldur líka tækifæri til að endurskoða og bæta vinnubrögð og fjárveitingar. Nýta á klasasamstarf fyrirtækja, stofnana og menntakerfis til að þróa nýjar lausnir og vinnubrögð hjá hinu opinbera. Það sparar fé til langs tíma án þess að koma niður á þjónustu. Beina þarf opin-beru þróunarfé sem mest úr opinberum stofnanafarvegi í samkeppnisfyrirkomulag eins og Tækniþróunarsjóður rekur. Frá árslokum 2008 hefur íslenska krónan verið bundin í víðtæk gjaldeyrishöft eftir að bankakerfið hrundi og peningastefnan beið skipbrot. Þótt erfiðar aðstæður kunna að hafa réttlætt höftin er skaðsemi þeirra slík að ekki verður til lengdar unað. Afnám hafta í áföngum er nauðsynlegt samhliða skýrri sýn til langs tíma í peningamálum atvinnulífinu til hagsbóta. Í kjaramálum er atvinnuleiðin eini raunhæfi valkosturinn sem byggist á langtímahugsun, samræmdri launastefnu, verðmætasköpun og fjárfestingu. Stórfelldar krónutöluhækkanir leiða aðeins til verðbólgu og kjararýrnunar. Sótt hefur verið um aðild að ESB. Halda þarf umsóknarferlinu áfram af fullum heilindum í náinni samvinnu við atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila þar sem litið er til víðtækra hags-muna heildarinnar en ekki bara þröngra sérhagsmuna. Óskýrar yfirlýsingar stjórnvalda um þjóðnýtingu fyrirtækja og eignaupptöku eru afar skaðlegar. Erlendir og íslenskir fjárfestar verða að geta treyst því að hér sé réttarríki, að framkvæmdavaldið fari að lögum og reglum og því sé reynandi að taka þátt í íslenskri atvinnuuppbyggingu. Festa þarf að komast á skipan stjórnkerfis og löggjafar í landinu. Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki á sama tíma og mikið fé liggur óhreyft í banka-kerfinu. Hraða þarf endurskipulagningu á fjárhag atvinnulífsins. Taka þarf ákvörðun um að hefja arðbærar framkvæmdir. Vinda þarf ofan af skattahækkunum á síðastliðnum tveimur árum og greiða úr því stórflækta skattkerfi sem nú hefur verið komið á. Það hamlar fjárfestingu, tefur fyrir endurreisn atvinnulífsins en skilar litlu í ríkissjóð.“
Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira