Viðskipti innlent

Reikna með 72 milljóna afgangi á Dalvík í ár

Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið mun A hluti bæjarsjóðs skila tæplega 60 milljónum kr. í afgang. A og B hlutar samanlagt skila um 72 milljónum kr. í afgang.

Í tilkynningu segir að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2011, var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar 28. des. sl. Áætlunin sýnir traustan rekstur sveitarfélagsins. Miðað við fyrirliggjandi áætlun verður handbært fé í upphafi árs um 155 milljónir kr. og í árslok 168 milljónir kr.

Helstu niðurstöður eru þessar: Reglulegar tekjur samstæðunnar, A og B hluta, eru rúmlega 1,4 milljarður kr. en rekstrarkostnaður er tæplega 1,3 milljarður kr.

Áætlað er að útsvarstekjur sveitarfélagsins verði 616 milljónir kr. og hækki um 5% frá áætlun ársins 2010.

Miklar framkvæmdir hafa verið á undanförnum árum í Dalvíkurbyggð, nú síðast bygging íþróttamiðstöðvar sem tekin var í notkun sl. haust. Nú hægir á framkvæmdum og eru framkvæmdir og nýfjárfestingar áætlaðar fyrir um 82 milljónir kr.

Íbúum fjölgar lítillega milli ára og eru nú 1958.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×