Viðskipti innlent

Spkef býður breytingar á lánum til stofnfjárkaupa

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á breytingar á skilmálum lána þeirra einstaklinga sem keyptu stofnfjárbréf í sparisjóðum með láni frá Spkef sparisjóði.

Í tilkynningu segir að stofnfjárbréfalánum í íslenskum krónum verður skilmálabreytt með þeim hætti að skuldabréfin verða færð í upphaflegan höfuðstól að viðbættum 3,75% óverðtryggðum vöxtum frá útgáfudegi skuldabréfanna.

Erlend lán verða færð á upphaflegt gengi gjaldmiðla að viðbættum 3,75% óverðtryggðum vöxtum og þau færð yfir í íslenskar krónur. Vextir reiknast frá upphaflegum útgáfudegi.

Lánin verða óverðtryggð til allt að 25 ára

Óski lántakendur eftir því að staðgreiða lánin að lokinni skilmálabreytingu verður að auki boðið upp á afslátt sem nemur 10 % af heildarstöðu.

Þessi leið verður opin öllum þeim einstaklingum sem tóku fyrrnefnd lán. Lántakendur þurfa að koma í eitthvert af útibúum sparisjóðsins til að ganga frá skilmálabreytingunni.

Spkef sparisjóður hefur kynnt breytingar á greiðsluskilmálum stofnfjárlána einstaklinga hjá sparisjóðnum. Helsta breytingin er sú að höfuðstóll mun taka mið af stöðunni eins og hún var í upphafi lánstímans. Lántakendum verður boðið að greiða skuldina með útgáfu skuldabréfs til 25 ára á lágum óverðtryggðum vöxtum (3,75%). Þeim lántakendum sem hins vegar kjósa að greiða upp lán sín nú, eftir áðurnefndar breytingar á höfuðstól og vöxtum lánsins, verður boðinn aukalegur staðgreiðsluafsláttur(10%).

Unnið hefur verið að því að finna leið til að takast á við þann vanda sem við er að eiga vegna skulda fyrrum stofnfjáraðila í sparisjóðum sem nú eru í eigu ríkisins. Ný stjórn og stjórnendur Spkef sparisjóðs hafa unnið að úrlausn málsins. Leitast hefur verið við að mæta vanda þessa hóps lántakenda með sértækum aðgerðum. Lögð hefur verið áhersla á að lántakendur njóti jafnræðis. Lántakendum er bent á að kynna sér möguleg skattaleg áhrif skilmálabreytinganna en ekki liggja fyrir nein bein fordæmi fyrir því með hvaða hætti ríkisskattstjóri muni meðhöndla aðgerðir sem þessar.

Stofnfjárbréfalánum í íslenskum krónum verður skilmálabreytt með þeim hætti að skuldabréfin verði færð í upphaflegan höfuðstól að viðbættum 3,75% óverðtryggðum vöxtum frá útgáfudegi skuldabréfanna. Erlend lán verða færð að upphaflegu gengi gjaldmiðla að viðbættum 3,75% óverðtryggðum vöxtum og þau færð yfir í íslenskar krónur. Vextir reiknast frá upphaflegum útgáfudegi. Óski lántakendur eftir því að staðgreiða lánin að lokinni skilmálabreytingu verði að auki boðið upp á afslátt sem nemur 10 % af heildarstöðu.

Lánin sem boðin verða óverðtryggð til allt að 25 ára. Tekið er tillit til allra innborgana á lánin, þ.m.t. inngreidds arðs. Innborganir bera sömu vexti og lánin, eða 3,75%. Sú reikniaðferð samræmist framkvæmd fjármálafyrirtækja innan SFF við leiðréttingu erlendra lána, þar sem höfuðstóll annars vegar ber vexti,  innborganir hins vegar og uppgjörsupphæð mynda nýjan höfuðstól.

Þessi leið með breyttum skilmálum lána nær til allra þeirra einstaklinga sem stofnuðu til skuldar við Sparisjóðinn í Keflavík vegna stofnfjárkaupa, og heyra nú undir Spkef sparisjóð.

Stefnt er að því að búið verði að ganga frá skilmálabreytingunum að fullu fyrir febrúarlok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×