Segir alla græða á sölu Landsvirkjunar 23. desember 2011 12:06 Arnar Sigurmundsson. Lífeyrissjóðirnir lýstu yfir áhuga á Landsvirkjun á fundi með fjármálaráðherra í nóvember. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir fjárfestingu í Landsvirkjun afar góðan fjárfestingarkost. Nú sé boltinn hjá ríkisstjórninni að taka pólitíska ákvörðun um hlutafjáraukning í fyrirtækinu. Allir landsmenn græði á því. Lífeyrissjóðirnir hafa haft takmarkaða valkosti að velja úr til að ávaxta fé sjóðfélaga sinna eftir hrunið í íslensku efnahagslífi í viðjum gjaldeyrishafta. Það er staðreynd að gjaldeyrishöftin hindra að lífeyrissjóðirnir nái æskilegri dreifingu í áhættu og góðri ávöxtun fjármuna sinna með fjárfestingum erlendis. Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið í mýflugumynd, þótt skráning Haga marki ákveðin tímamót enda tóku allir stóru lífeyrissjóðirnir þátt í frumskráningu félagsins á markað. Fram að skráningu Haga hafa það helst verið opinberar skuldir sem hafa staðið lífeyrissjóðunum til boða. Fréttastofa hefur að undanförnu fjallað ítrekað um hlutafjáraukningu í Landsvirkjun og sölu á minnihluta í fyrirtækinu til lífeyrissjóða. Fyrir 25 prósenta hlut gætu fengist allt að 100 milljarðar króna miðað við verðmæti fyrirtækisins. Eins og fréttastofan hefur greint frá hafa nokkrir stóru lífeyrissjóðir sýnt þessu áhuga og Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sagði í fréttum okkar í gær að sjóðurinn hefði áhuga og allir myndu græða á því. Lífeyrissjóðirnir komi peningum í vinnu, ríkissjóður fái peninga í kassann og fjármögnun Landsvirkjunar verði tryggari. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða tekur undir þetta. Eftir að ríkisstjórnin lagði fram áform um skattlagningu lífeyrissjóðanna síðasta vor óskuðu þeir eftir fundi í fjármálaráðuneytinu þar sem þeir buðust til að kaupa eignir af ríkinu ef fallið yrði frá skattlagningu. Þær viðræður stóðu allar götur fram í nóvember. Arnar segir að strax hafi verið rætt um Landsvirkjun í því sambandi en að þeim hafi verið sagt að fyrirtækið væri ekki til sölu. Arnar segir hinsvegar aðspurður að áhugi sé á því innan Lífeyrissjóðanna að þeir komi inn í Landsvirkjun í gegnum hlutafjáraukningu. Fyrst verði ríkið þó að taka ákvörðun um slíkt. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir lýstu yfir áhuga á Landsvirkjun á fundi með fjármálaráðherra í nóvember. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir fjárfestingu í Landsvirkjun afar góðan fjárfestingarkost. Nú sé boltinn hjá ríkisstjórninni að taka pólitíska ákvörðun um hlutafjáraukning í fyrirtækinu. Allir landsmenn græði á því. Lífeyrissjóðirnir hafa haft takmarkaða valkosti að velja úr til að ávaxta fé sjóðfélaga sinna eftir hrunið í íslensku efnahagslífi í viðjum gjaldeyrishafta. Það er staðreynd að gjaldeyrishöftin hindra að lífeyrissjóðirnir nái æskilegri dreifingu í áhættu og góðri ávöxtun fjármuna sinna með fjárfestingum erlendis. Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið í mýflugumynd, þótt skráning Haga marki ákveðin tímamót enda tóku allir stóru lífeyrissjóðirnir þátt í frumskráningu félagsins á markað. Fram að skráningu Haga hafa það helst verið opinberar skuldir sem hafa staðið lífeyrissjóðunum til boða. Fréttastofa hefur að undanförnu fjallað ítrekað um hlutafjáraukningu í Landsvirkjun og sölu á minnihluta í fyrirtækinu til lífeyrissjóða. Fyrir 25 prósenta hlut gætu fengist allt að 100 milljarðar króna miðað við verðmæti fyrirtækisins. Eins og fréttastofan hefur greint frá hafa nokkrir stóru lífeyrissjóðir sýnt þessu áhuga og Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sagði í fréttum okkar í gær að sjóðurinn hefði áhuga og allir myndu græða á því. Lífeyrissjóðirnir komi peningum í vinnu, ríkissjóður fái peninga í kassann og fjármögnun Landsvirkjunar verði tryggari. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða tekur undir þetta. Eftir að ríkisstjórnin lagði fram áform um skattlagningu lífeyrissjóðanna síðasta vor óskuðu þeir eftir fundi í fjármálaráðuneytinu þar sem þeir buðust til að kaupa eignir af ríkinu ef fallið yrði frá skattlagningu. Þær viðræður stóðu allar götur fram í nóvember. Arnar segir að strax hafi verið rætt um Landsvirkjun í því sambandi en að þeim hafi verið sagt að fyrirtækið væri ekki til sölu. Arnar segir hinsvegar aðspurður að áhugi sé á því innan Lífeyrissjóðanna að þeir komi inn í Landsvirkjun í gegnum hlutafjáraukningu. Fyrst verði ríkið þó að taka ákvörðun um slíkt.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira