Staðreyndir um staðgöngumæðrun af velgjörð Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 5. mars 2011 11:12 Þingsályktunartillaga mín og sautján annarra þingmanna úr fjórum flokkum um staðgöngumæðrun er nú til meðferðar á Alþingi. Ég hef unnið að undirbúningi þessa máls í vel á þriðja ár og tengist tillagan því ekki á nokkurn hátt máli Jóels litla, íslenska drengsins sem fæddist á Indlandi eins og haldið hefur verið fram. Ég vil beina umræðunni aftur að því sem þingsályktunartillaga okkar fjallar um, þ.e. að heimila staðgöngumæðrun af velgjörð á Íslandi, með öllum þeim skilyrðum sem íslenskar aðstæður krefjast.Mikill almennur stuðningurYfir 80% aðspurðra í nýlegum könnunum eru hlynnt staðgöngumæðrun. Ýmsir sem tjáð sig hafa um þetta mál, siðfræðingar og fleiri, hafa dregið þennan stuðning í efa og hafa gefið í skyn að almenningur hafi ekki forsendur til þess að mynda sér skoðun á þessu máli. Ég er þessu allsendis ósammála og treysti Íslendingum vel til þess að taka afstöðu til þessa málefnis sem annarra.Staðgöngumæðrun hefur verið heimiluð víða um heim síðan á níunda áratugnum. Því er haldið fram að ekki sé hægt að heimila staðgöngumæðrun sökum þess að hún sé ekki leyfð á Norðurlöndunum. Það er rétt að staðgöngumæðrun er ekki heimiluð enn sem komið er á Norðurlöndunum. En við höfum ófeimin tekið framúr öðrum Norðurlandaþjóðum við að tryggja jafnræði milli kvenna þegar kemur að frjósemisaðstoð. Við heimilum eggjagjöf af velgjörð sem ekki er leyfð alls staðar á Norðurlöndunum. Við höfum einnig verið í fararbroddi við lagasetningu um önnur mikilvæg réttindamál, eins og réttindi samkynhneigðra. Ég tel okkur því eiga að vera óhrædd við að taka af skarið í þessu máli og vanda okkur við lagasetningu sem gæti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd.Álitamálin eiga einnig við önnur leyfileg úrræðiHelstu álitamálin sem gagnrýnendur staðgöngumæðrunar hafa nefnt einskorðast í flestum tilfellum ekki við það úrræði. Við Íslendingar höfum þegar tekið afstöðu til margra þeirra álitamála með því að heimila önnur úrræði, svo sem eins og tæknifrjóvgun einhleypra, giftra og samkynhneigðra með gjafaeggi og gjafasæði, þekktu og óþekktu, jafnt sem ættleiðingar giftra, einhleypra og samkynhneigðra.Álitamálin sem nefnd eru snúast m.a. um rétt barna til þess að þekkja uppruna sinn - þau eiga sérstaklega við þegar um er að ræða tæknifrjóvgun með gjafaeggi og gjafasæði þar sem gefendurnir eru óþekktir. Samt sem áður var slík frjóvgun heimiluð með lögum í fyrrasumar, nánast án umræðu í þinginu. Og merkilegt nokk - hvorki Femínistafélagið eða Alþýðusambandið sáu ástæðu til að gera athugasemdir við það. Í umsögnum til þingsins fögnuðu Kvenfélagasambandið, Kvenréttindafélag Íslands og Mannréttindaskrifstofan frumvarpinu sérstaklega og töldu það mikilvægt skref til þess að tryggja réttindi allra kvenna til þess að gangast undir tæknifrjóvgun og eignast barn. Ég er sammála því sjónarmiði að þarna beri okkur að tryggja jöfn réttindi allra kvenna, líka þeirra sem geta ekki gengið með barn sitt sjálfar.Félagslegar aðstæður staðgöngumæðra verði tryggðar Félagslegar aðstæður á Íslandi eru góðar og allt aðrar en t.d. á Indlandi. Auðvitað munum við tryggja góðar félagslegar aðstæður íslenskra staðgöngumæðra á sama hátt og við höfum verið í fararbroddi hér á landi við að tryggja jafnrétti kynjanna, jafna stöðu karla og kvenna til töku fæðingarorlofs og jafnrétti óháð kynhneigð. Það er einmitt punkturinn - við viljum heimila staðgöngumæðrun á okkar eigin forsendum þannig að réttindi staðgöngumóðurinnar, barnsins og verðandi foreldra verði tryggð í hvívetna. Við treystum því að konan geti sjálf, af fúsum og frjálsum vilja, tekið ákvörðun um að ráðstafa líkama sínum til staðgöngumæðrunar alveg eins og við treystum því að konan geti tekið aðrar ákvarðanir er varða líkama hennar, t.d. eins og um að gefa úr sér egg eða jafnvel nýra, eins og heimilt er hér á landi, og hefur á sama hátt og meðganga ákveðna áhættu í för með sér fyrir viðkomandi.Lagalega bindandi samningurStaðgöngumæðrun af velgjörð með ströngum skilyrðum þýðir að verðandi foreldrar og staðgöngumóðirin ákveða af fúsum og frjálsum vilja að gera með sér lagalega bindandi samning um að staðgöngumóðir gangi með barn fyrir foreldrana. Áður yrðu þau að hafa gengist undir mat sérfræðingateymis, lækna, félagsráðgjafa og sálfræðinga sem úrskurðuðu um hæfi þeirra til þess að fara þessa leið. Auðvitað yrði liður í því mati að útiloka að um einhvers konar nauðung eða viðskipti með barnið væri að ræða. Þetta samkomulag yrði ekki frekar viðskiptatengt en aðrir samningar sem snúast um eggjagjöf, ættleiðingar eða forsjá barna og miða að því að tryggja hag barna og foreldra sem allra best.Staðreyndin er sú að þetta er enn eitt úrræðið sem er tæknilega mögulegt til þess að aðstoða fólk með skerta frjósemi við að eignast barn. Við höfum alla möguleika til þess að tryggja vandaða lagasetningu sem tekur á þeim álitamálum sem upp geta komið. Einhendum okkur í það verk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga mín og sautján annarra þingmanna úr fjórum flokkum um staðgöngumæðrun er nú til meðferðar á Alþingi. Ég hef unnið að undirbúningi þessa máls í vel á þriðja ár og tengist tillagan því ekki á nokkurn hátt máli Jóels litla, íslenska drengsins sem fæddist á Indlandi eins og haldið hefur verið fram. Ég vil beina umræðunni aftur að því sem þingsályktunartillaga okkar fjallar um, þ.e. að heimila staðgöngumæðrun af velgjörð á Íslandi, með öllum þeim skilyrðum sem íslenskar aðstæður krefjast.Mikill almennur stuðningurYfir 80% aðspurðra í nýlegum könnunum eru hlynnt staðgöngumæðrun. Ýmsir sem tjáð sig hafa um þetta mál, siðfræðingar og fleiri, hafa dregið þennan stuðning í efa og hafa gefið í skyn að almenningur hafi ekki forsendur til þess að mynda sér skoðun á þessu máli. Ég er þessu allsendis ósammála og treysti Íslendingum vel til þess að taka afstöðu til þessa málefnis sem annarra.Staðgöngumæðrun hefur verið heimiluð víða um heim síðan á níunda áratugnum. Því er haldið fram að ekki sé hægt að heimila staðgöngumæðrun sökum þess að hún sé ekki leyfð á Norðurlöndunum. Það er rétt að staðgöngumæðrun er ekki heimiluð enn sem komið er á Norðurlöndunum. En við höfum ófeimin tekið framúr öðrum Norðurlandaþjóðum við að tryggja jafnræði milli kvenna þegar kemur að frjósemisaðstoð. Við heimilum eggjagjöf af velgjörð sem ekki er leyfð alls staðar á Norðurlöndunum. Við höfum einnig verið í fararbroddi við lagasetningu um önnur mikilvæg réttindamál, eins og réttindi samkynhneigðra. Ég tel okkur því eiga að vera óhrædd við að taka af skarið í þessu máli og vanda okkur við lagasetningu sem gæti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd.Álitamálin eiga einnig við önnur leyfileg úrræðiHelstu álitamálin sem gagnrýnendur staðgöngumæðrunar hafa nefnt einskorðast í flestum tilfellum ekki við það úrræði. Við Íslendingar höfum þegar tekið afstöðu til margra þeirra álitamála með því að heimila önnur úrræði, svo sem eins og tæknifrjóvgun einhleypra, giftra og samkynhneigðra með gjafaeggi og gjafasæði, þekktu og óþekktu, jafnt sem ættleiðingar giftra, einhleypra og samkynhneigðra.Álitamálin sem nefnd eru snúast m.a. um rétt barna til þess að þekkja uppruna sinn - þau eiga sérstaklega við þegar um er að ræða tæknifrjóvgun með gjafaeggi og gjafasæði þar sem gefendurnir eru óþekktir. Samt sem áður var slík frjóvgun heimiluð með lögum í fyrrasumar, nánast án umræðu í þinginu. Og merkilegt nokk - hvorki Femínistafélagið eða Alþýðusambandið sáu ástæðu til að gera athugasemdir við það. Í umsögnum til þingsins fögnuðu Kvenfélagasambandið, Kvenréttindafélag Íslands og Mannréttindaskrifstofan frumvarpinu sérstaklega og töldu það mikilvægt skref til þess að tryggja réttindi allra kvenna til þess að gangast undir tæknifrjóvgun og eignast barn. Ég er sammála því sjónarmiði að þarna beri okkur að tryggja jöfn réttindi allra kvenna, líka þeirra sem geta ekki gengið með barn sitt sjálfar.Félagslegar aðstæður staðgöngumæðra verði tryggðar Félagslegar aðstæður á Íslandi eru góðar og allt aðrar en t.d. á Indlandi. Auðvitað munum við tryggja góðar félagslegar aðstæður íslenskra staðgöngumæðra á sama hátt og við höfum verið í fararbroddi hér á landi við að tryggja jafnrétti kynjanna, jafna stöðu karla og kvenna til töku fæðingarorlofs og jafnrétti óháð kynhneigð. Það er einmitt punkturinn - við viljum heimila staðgöngumæðrun á okkar eigin forsendum þannig að réttindi staðgöngumóðurinnar, barnsins og verðandi foreldra verði tryggð í hvívetna. Við treystum því að konan geti sjálf, af fúsum og frjálsum vilja, tekið ákvörðun um að ráðstafa líkama sínum til staðgöngumæðrunar alveg eins og við treystum því að konan geti tekið aðrar ákvarðanir er varða líkama hennar, t.d. eins og um að gefa úr sér egg eða jafnvel nýra, eins og heimilt er hér á landi, og hefur á sama hátt og meðganga ákveðna áhættu í för með sér fyrir viðkomandi.Lagalega bindandi samningurStaðgöngumæðrun af velgjörð með ströngum skilyrðum þýðir að verðandi foreldrar og staðgöngumóðirin ákveða af fúsum og frjálsum vilja að gera með sér lagalega bindandi samning um að staðgöngumóðir gangi með barn fyrir foreldrana. Áður yrðu þau að hafa gengist undir mat sérfræðingateymis, lækna, félagsráðgjafa og sálfræðinga sem úrskurðuðu um hæfi þeirra til þess að fara þessa leið. Auðvitað yrði liður í því mati að útiloka að um einhvers konar nauðung eða viðskipti með barnið væri að ræða. Þetta samkomulag yrði ekki frekar viðskiptatengt en aðrir samningar sem snúast um eggjagjöf, ættleiðingar eða forsjá barna og miða að því að tryggja hag barna og foreldra sem allra best.Staðreyndin er sú að þetta er enn eitt úrræðið sem er tæknilega mögulegt til þess að aðstoða fólk með skerta frjósemi við að eignast barn. Við höfum alla möguleika til þess að tryggja vandaða lagasetningu sem tekur á þeim álitamálum sem upp geta komið. Einhendum okkur í það verk.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun