Viðskipti innlent

Hagnaður Össurar hf. nam 4 miljörðum í fyrra

Hagnaður Össurar hf. á síðasta ári nam 35 milljónum dollara, eða rúmum 4 milljörðum kr. sem er 10% af sölu. Til samanburðar var hagnaðurinn 23 milljónir dollara árið 2009 sem var 7% af sölu. Góður vöxtur í sölu er megin ástæða aukins hagnaðar.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að söluvöxtur var mjög góður eða 9% mælt í staðbundinni mynt. Góður vöxtur í bæði spelkum og stuðningsvörum og stoðtækjum hefur jákvæð áhrif á söluna. Salan nam alls 359 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári samanborið við 331 milljón dala árið 2009.

Sala á spelkum og stuðningsvörum var góð og jókst jafnt og þétt yfir árið og var söluvöxturinn 12%, mælt í staðbundinni mynt. Sala á stoðtækjum var einnig góð og jókst um 8%, mælt í staðbundinni mynt.

Össur sýnir áfram stöðuga arðsemi. EBITDA framlegð nam 74 milljónum Bandaríkjadala eða 21% af sölu. Framlegð var 223 milljónir Bandaríkjadala eða 62% af sölu.

"Heilt yfir eru niðurstöður ársins mjög ánægjulegar. Margar nýjar vörur vorusettar á markað sem voru mikilvægar fyrir árangur okkar á liðnu ári. Við kynntum spennandi nýjungar í hefðbundnum vöruflokkum, bionic vörur eins og PROPRIO FOOT sem og nýjar spelkur og stuðningsvörur," segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar í tilkynningunni.

„Góður árangur í stoðtækjum, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum styður góðan söluvöxt í stoðtækjunum á árinu. Árangur í sölu á spelkum og stuðningsvörum í Bandaríkjunum er sérstaklega ánægjulegur og staðfestir styrkleika okkar á þessum markaði."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×