Segist hafa aflétt leynd en Már neitar að veita svör Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. febrúar 2011 12:13 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Seðlabankinn vill fá skriflega staðfestingu frá Heiðari Má Guðjónssyni um að trúnaði á gögnum um söluferlið á Sjóvá hafi verið aflétt. Heiðar Már Guðjónsson sem fór fyrir hópi fjárfesta sem vildi kaupa Sjóvá segir að lögmenn sínir hafi aflétt leynd af öllum gögnum sem snerti hann og félög í hans eigu og tilkynnt það viðskiptanefnd Alþingis, en seðlabankastjóri hefur neitað að veita nefndinni upplýsingar um söluferlið. Embættisfærsla Más Guðmundssonar í kringum söluferlið á Sjóvá hefur verið dregin í efa og skýringar hafa ekki fengist á því hvers vegna eignaumsýsla Seðlabankans neitaði að selja tryggingafélagið þeim hópi fjárfesta sem átti hæsta boðið í söluferlinu fyrr í haust. Heiðar Már Guðjónsson, sem fór fyrir fjárfestahópnum, hefur sakað bankann um valdníðslu og brot á stjórnsýslulögum og að inn í söluferlið hafi blandast persónuleg sjónarmið. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, hefur sagt í þinginu að vafi leika á því hvort Már Guðmundsson, seðlabankastjóri sé starfi sínu vaxinn og vísar þar til þeirra upplýsinga sem bankastjórinn neitaði að láta uppi um söluferlið á Sjóvá, en Már kom fyrir viðskiptanefnd Alþingis fyrir viku og bar fyrir sig trúnaði við mörgum þeim spurningum sem þar voru lagðar fram. „Afléttum öllum trúnaði" Gunnar Bragi kallaði eftir því á Alþingi í fyrradag að Már yrði settur af og ítrekaði þá kröfu sína í gær. Heiðar Már Guðjónsson, sem fór fyrir fjárfestahópnum, segir að lögmaður sinn hafi komið á fund viðskiptanefndar Alþingis og aflétt trúnaði og gefið leyfi fyrir því að upplýsingar sem snerta hann og félög í hans í eigu verði veittar nefndinni. „Gagnvart þingmannanefndinni þá afléttum við öllum trúnaði sem við kemur þessum málum því við vildum alls ekki að Seðlabankinn væri að bera fyrir sig einhvers konar þagnarskyldu gagnvart okkur því gagnvart þessari nefnd þá er hún ekki til staðar," segir Heiðar Már. Hann segir að formlega hafi verið farið yfir þetta á fundi nefndarinnar áður en fulltrúar Seðlabankans komu á fund hennar og nefndin hafi samþykkt þessa tilhögun. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum vegna málsins en í svari frá bankanum segir að Seðlabankinn hafi ekki fengið þær upplýsingar áður að lögmaður Heiðars Más hafi aflétt leynd. Þá hafi engin formleg staðfesting, þ.e skrifleg, borist bankanum um þetta. Berist slík staðfesting verði málið skoðað. Þá vill Seðlabankinn koma því á framfæri að Ríkisendurskoðun hafi fengið upplýsingar um söluferlið á Sjóvá eins og það stóð um áramót og ekki gert athugasemdir. Þá segir bankinn að það sé bankaráð Seðlabankans sem Alþingi kýs sem hafi eftirlit með starfsemi bankans. Í ljósi þess síðastgreinda spurði fréttastofa hvort Seðlabankinn væri með þessu að segja að hann dragi í efa heimildir viðskiptanefndar Alþingis til að kalla eftir upplýsingum, en þau svör fengust að bankinn vildi á þessu stigi ekki tjá sig um hlutverk viðskiptanefndar Alþingis en ljóst væri að bankinn teldi sér ekki heimilt að afhenda viðskiptanefnd ákveðnar upplýsingar sem hún óskaði eftir. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Heiðar Már Guðjónsson sem fór fyrir hópi fjárfesta sem vildi kaupa Sjóvá segir að lögmenn sínir hafi aflétt leynd af öllum gögnum sem snerti hann og félög í hans eigu og tilkynnt það viðskiptanefnd Alþingis, en seðlabankastjóri hefur neitað að veita nefndinni upplýsingar um söluferlið. Embættisfærsla Más Guðmundssonar í kringum söluferlið á Sjóvá hefur verið dregin í efa og skýringar hafa ekki fengist á því hvers vegna eignaumsýsla Seðlabankans neitaði að selja tryggingafélagið þeim hópi fjárfesta sem átti hæsta boðið í söluferlinu fyrr í haust. Heiðar Már Guðjónsson, sem fór fyrir fjárfestahópnum, hefur sakað bankann um valdníðslu og brot á stjórnsýslulögum og að inn í söluferlið hafi blandast persónuleg sjónarmið. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, hefur sagt í þinginu að vafi leika á því hvort Már Guðmundsson, seðlabankastjóri sé starfi sínu vaxinn og vísar þar til þeirra upplýsinga sem bankastjórinn neitaði að láta uppi um söluferlið á Sjóvá, en Már kom fyrir viðskiptanefnd Alþingis fyrir viku og bar fyrir sig trúnaði við mörgum þeim spurningum sem þar voru lagðar fram. „Afléttum öllum trúnaði" Gunnar Bragi kallaði eftir því á Alþingi í fyrradag að Már yrði settur af og ítrekaði þá kröfu sína í gær. Heiðar Már Guðjónsson, sem fór fyrir fjárfestahópnum, segir að lögmaður sinn hafi komið á fund viðskiptanefndar Alþingis og aflétt trúnaði og gefið leyfi fyrir því að upplýsingar sem snerta hann og félög í hans í eigu verði veittar nefndinni. „Gagnvart þingmannanefndinni þá afléttum við öllum trúnaði sem við kemur þessum málum því við vildum alls ekki að Seðlabankinn væri að bera fyrir sig einhvers konar þagnarskyldu gagnvart okkur því gagnvart þessari nefnd þá er hún ekki til staðar," segir Heiðar Már. Hann segir að formlega hafi verið farið yfir þetta á fundi nefndarinnar áður en fulltrúar Seðlabankans komu á fund hennar og nefndin hafi samþykkt þessa tilhögun. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum vegna málsins en í svari frá bankanum segir að Seðlabankinn hafi ekki fengið þær upplýsingar áður að lögmaður Heiðars Más hafi aflétt leynd. Þá hafi engin formleg staðfesting, þ.e skrifleg, borist bankanum um þetta. Berist slík staðfesting verði málið skoðað. Þá vill Seðlabankinn koma því á framfæri að Ríkisendurskoðun hafi fengið upplýsingar um söluferlið á Sjóvá eins og það stóð um áramót og ekki gert athugasemdir. Þá segir bankinn að það sé bankaráð Seðlabankans sem Alþingi kýs sem hafi eftirlit með starfsemi bankans. Í ljósi þess síðastgreinda spurði fréttastofa hvort Seðlabankinn væri með þessu að segja að hann dragi í efa heimildir viðskiptanefndar Alþingis til að kalla eftir upplýsingum, en þau svör fengust að bankinn vildi á þessu stigi ekki tjá sig um hlutverk viðskiptanefndar Alþingis en ljóst væri að bankinn teldi sér ekki heimilt að afhenda viðskiptanefnd ákveðnar upplýsingar sem hún óskaði eftir. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira