Stefna á skráningu á hlutabréfamarkað Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 16. febrúar 2011 18:00 Gestur G. Gestsson forstjóri Skýrr er ánægður með uppstokkun á fyrirtækinu og samþættingu fyrirtækja. Það skili sér í öflugri heild. Fréttablaðið/Pjetur „Við stefnum að því að fyrirtækið verði skráningarhæft í lok árs 2012 og horfum til tvíhliða skráningar á hlutabréfamarkað árið 2013, hér og annaðhvort í Ósló í Noregi eða í Stokkhólmi í Svíþjóð," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins Skýrr. Hann segir nóg að gera í upplýsingatækni, uppsveifla sé á hinum Norðurlöndunum, ekki síst í Svíþjóð og Noregi þar sem staða dótturfélaga Skýrr sé sterk á sama tíma og varnarbarátta sé háð hér. Skýrr hefur síðastliðin ár heyrt undir Teymi-samstæðuna með Vodafone. Samstæðan var með fyrstu fyrirtækjunum sem lenti í vandræðum í kreppunni 2008 og fór í nauðasamninga um mitt ár 2009. Gestur segir það hafa verið hárrétt skref og uppstokkun gengið fumlaust fyrir sig. „Teymi var nánast með allar sínar tekjur í íslenskum krónum en lán í erlendri mynt. Þegar best lét var Teymi metið á 43 milljarða króna og skuldaði 21 milljarð á móti. Þegar félagið var sett í nauðasamninga hafði dæmið snúist við, skuldir orðnar tvöfalt hærri en virði eigna rúmlega helmingi lægri. Á sama tíma voru félögin í fínu lagi með gott sjóðsstreymi," segir hann og bendir á að hluthafar Teymis hafi skilið hvert stefndi og því gengið til samninga við kröfuhafa, banka og lífeyrissjóði, sem tóku við félaginu. Þeir afskrifuðu ekkert, stilltu hluta skulda af svo félagið bæti borið þær og breyttu afganginum í hlutafé. Í kjölfar nauðasamninga var fyrirtækjasamstæða Teymis stokkuð upp og einblínt á samlegðaráhrif fyrirtækja sem þar voru. Byrjað var á að sameina Skýrr, Landsteina-Streng, Eskil og Kögun í nóvember 2009 og Þórólfi Árnasyni, þáverandi forstjóra Skýrr sagt upp. Í kjölfarið tók Gestur við forstjórastólnum. Sameiningar héldu áfram í fyrrahaust með samruna við EJS. Um áramótin var skrefið stigið til fulls þegar Vodafone og Skýrr voru skilin að og Teymis-nafninu kastað fyrir róða. Við upphaf árs voru starfsmenn 1.070, áætluð velta á árinu er 24 milljarðar króna og búist við að að rekstrarhagnaður eftir skatta og gjöld (EBIDTA) verði 1,4 milljarðar. Gestur segir um sóknaraðgerð að ræða sem muni skila því að Skýrr er áttunda stærsta upplýsingafyrirtækjum Norðurlanda. „Við vildum búa til félag með dýpri og breiðari þekkingu sem gæti þjónustað viðskiptavininn betur og skapað sér samkeppnisforskot," segir hann. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
„Við stefnum að því að fyrirtækið verði skráningarhæft í lok árs 2012 og horfum til tvíhliða skráningar á hlutabréfamarkað árið 2013, hér og annaðhvort í Ósló í Noregi eða í Stokkhólmi í Svíþjóð," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins Skýrr. Hann segir nóg að gera í upplýsingatækni, uppsveifla sé á hinum Norðurlöndunum, ekki síst í Svíþjóð og Noregi þar sem staða dótturfélaga Skýrr sé sterk á sama tíma og varnarbarátta sé háð hér. Skýrr hefur síðastliðin ár heyrt undir Teymi-samstæðuna með Vodafone. Samstæðan var með fyrstu fyrirtækjunum sem lenti í vandræðum í kreppunni 2008 og fór í nauðasamninga um mitt ár 2009. Gestur segir það hafa verið hárrétt skref og uppstokkun gengið fumlaust fyrir sig. „Teymi var nánast með allar sínar tekjur í íslenskum krónum en lán í erlendri mynt. Þegar best lét var Teymi metið á 43 milljarða króna og skuldaði 21 milljarð á móti. Þegar félagið var sett í nauðasamninga hafði dæmið snúist við, skuldir orðnar tvöfalt hærri en virði eigna rúmlega helmingi lægri. Á sama tíma voru félögin í fínu lagi með gott sjóðsstreymi," segir hann og bendir á að hluthafar Teymis hafi skilið hvert stefndi og því gengið til samninga við kröfuhafa, banka og lífeyrissjóði, sem tóku við félaginu. Þeir afskrifuðu ekkert, stilltu hluta skulda af svo félagið bæti borið þær og breyttu afganginum í hlutafé. Í kjölfar nauðasamninga var fyrirtækjasamstæða Teymis stokkuð upp og einblínt á samlegðaráhrif fyrirtækja sem þar voru. Byrjað var á að sameina Skýrr, Landsteina-Streng, Eskil og Kögun í nóvember 2009 og Þórólfi Árnasyni, þáverandi forstjóra Skýrr sagt upp. Í kjölfarið tók Gestur við forstjórastólnum. Sameiningar héldu áfram í fyrrahaust með samruna við EJS. Um áramótin var skrefið stigið til fulls þegar Vodafone og Skýrr voru skilin að og Teymis-nafninu kastað fyrir róða. Við upphaf árs voru starfsmenn 1.070, áætluð velta á árinu er 24 milljarðar króna og búist við að að rekstrarhagnaður eftir skatta og gjöld (EBIDTA) verði 1,4 milljarðar. Gestur segir um sóknaraðgerð að ræða sem muni skila því að Skýrr er áttunda stærsta upplýsingafyrirtækjum Norðurlanda. „Við vildum búa til félag með dýpri og breiðari þekkingu sem gæti þjónustað viðskiptavininn betur og skapað sér samkeppnisforskot," segir hann.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur