Léttleikandi þjóðlagapopp Trausti Júlíusson skrifar 22. september 2011 20:00 Tónlist. Sagan. 1860. Hljómsveitin 1860 náði töluverðum vinsældum í sumar með laginu Snæfellsnes, sem fékk mikla spilun í útvarpi, og það sama virðist ætla að verða uppi á teningnum með nýja lagið, Orðsending að austan. 1860 er þriggja manna sveit skipuð þeim Hlyni Hallgrímssyni, Kristjáni Hrannari Pálssyni og Óttari G. Birgissyni. Hlynur syngur en allir spila þeir á mörg hljóðfæri. Þeir félagar semja öll lög og texta, sem eru bæði á íslensku og ensku. Tónlistin er þjóðlagapopp, að mestu órafmagnað, en hljóðfæri eins og banjó, þverflauta, harmonikka og víóla setja svip á nokkur laganna, auk röddunar. Það er ekkert hér sem hefur ekki heyrst hundrað sinnum áður, en Sagan er vel skrifuð og flutt. Niðurstaða: Fleiri hress lög frá hljómsveitinni sem söng um Snæfellsnes. Mest lesið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist. Sagan. 1860. Hljómsveitin 1860 náði töluverðum vinsældum í sumar með laginu Snæfellsnes, sem fékk mikla spilun í útvarpi, og það sama virðist ætla að verða uppi á teningnum með nýja lagið, Orðsending að austan. 1860 er þriggja manna sveit skipuð þeim Hlyni Hallgrímssyni, Kristjáni Hrannari Pálssyni og Óttari G. Birgissyni. Hlynur syngur en allir spila þeir á mörg hljóðfæri. Þeir félagar semja öll lög og texta, sem eru bæði á íslensku og ensku. Tónlistin er þjóðlagapopp, að mestu órafmagnað, en hljóðfæri eins og banjó, þverflauta, harmonikka og víóla setja svip á nokkur laganna, auk röddunar. Það er ekkert hér sem hefur ekki heyrst hundrað sinnum áður, en Sagan er vel skrifuð og flutt. Niðurstaða: Fleiri hress lög frá hljómsveitinni sem söng um Snæfellsnes.
Mest lesið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira