Lífið

Þurfti að fresta för

Reese Witherspoon komst ekki á réttum tíma í brúðkaupsferðalagið sitt vegna vinnu.
Nordicphotos/getty
Reese Witherspoon komst ekki á réttum tíma í brúðkaupsferðalagið sitt vegna vinnu. Nordicphotos/getty
Leikkonan Reese Witherspoon hefur frestað brúðkaupsferðinni sökum kynningarvinnu í kringum nýjustu mynd sína Water for Elephants. Leikkonan gekk nýverið í það heilaga með umboðsmanninum Jim Toth, en þetta er í annað sinn sem hún festir ráð sitt.

 

Á blaðamannafundum í kringum myndina, sem Witherspoon leikur í ásamt Twilight-stjörnunni Robert Pattison, tók leikkonan seinkuninni með jafnaðargeði. „Bráðum held ég á vit ævintýranna með elskunni minni og ykkur er ekki boðið með í þetta skiptið," sagði Witherspoon glettin við blaðamennina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.