Lífið

Doherty á leið í steininn

Doherty gæti verið á leiðinni í svartholið.
Doherty gæti verið á leiðinni í svartholið.
Breski ólátabelgurinn Pete Doherty á yfir höfði sér fangelsisvist eftir réttarhöld yfir honum í gær. Doherty viðurkenndi fyrir dómara að hafa verið með kókaín í sínum fórum á sama tíma og kvikmyndagerðarkonan Robin Whitehead lést en grunur leikur á að hún hafi dáið úr ofneyslu. Pete hefur verið grunaður síðan í janúar á síðasta ári um að hafa verið viðriðinn andlátið en hefur alltaf neitað sök. Hann breytti hins vegar framburði sínum í gær og saksóknari í málinu spurði lögfræðing rokkarans hvort skjólstæðingur hans vissi að með þessu gæti hann lent í fangelsi.

 

Doherty hefur margoft komist í kast við lögin vegna eiturlyfjaneyslu sinnar en hann er hvað þekktastur fyrir að vera söngvari The Libertines og Babyshambles auk þess að hafa verið unnusti Kate Moss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.