Vilja prófa íslenskt sjósund 27. desember 2011 12:00 Mikið er lagt upp úr glæsileika sundfatnaðarins. Hér má sjá Paul í eftirlætis sundfötunum sínum. „Við skemmtum okkur alltaf konunglega við þetta,“ segir Norðmaðurinn og ísbaðáhugamaðurinn Paul Hellenes. Paul er á leið til Íslands í byrjun næsta árs ásamt besta vini sínum, Kristian Stensrud, sem gaf honum ferðina í tilefni fimmtugsafmælis hans fyrr á árinu. Tilgangur ferðarinnar er heldur óvenjulegur, en á meðan vinirnir dvelja hér á landi í tvo sólarhringa ætla þeir einungis að stunda íslensk böð, helst sem allra köldust. Síðustu vikur hafa þeir leitað allra leiða til að koma sér í samband við íslenskt ísbaðs- og sjósundsfólk, meðal annars með því að senda skilaboð á alla helstu fjölmiðla landsins, en enn án árangurs. Áhugi Pauls á ísböðum kviknaði fyrir rúmum þremur áratugum þegar æskuvinirnir í Larvik bjuggu árlega til vök í frosnu vatninu og böðuðu sig um jólin. „Svo fluttum við allir í burtu og hefðin lagðist af í nokkur ár. Þegar við komum aftur til Larvik fyrir nokkrum árum tókum við hefðina upp aftur og stofnuðum fyrsta ísbaðsklúbbinn í Larvik,“ segir Paul, sem er varaforseti, siðameistari og heiðursfélagi klúbbsins. Hann telur ísböð alls ekki vera mjög vinsæl í Noregi, en samt sem áður eru um 30 meðlimir í Larvik, sem allir taka þátt í gríninu sem felst í félagsskapnum. Paul segir reglur félagsins margar, til að mynda keppist baðfólkið um að vera í sem frumlegustum sundfötum og nýir meðlimir séu vígðir inn með sverði að hætti riddara en þurfi fyrst að gangast undir strangt inntökupróf. „Það er algjörlega bannað að væla undan kulda. Ef fólk brosir ekki bara og þegir, þótt það sé algjörlega að drepast úr kulda, fær það ekki að vera með.“ Aðspurður segir Paul hugmyndina um að fara á sólríkan og hlýjan stað alveg hafa komið upp, en Ísland hafi heillað þá meira. „Við Norðmenn erum auðvitað þekktir fyrir að vera harðir af okkur. Það er einungis ein þjóð sem er harðari en við, og það eru Íslendingar. Við erum ekki of miklir með okkur, við getum alveg viðurkennt það að hér erum við í öðru sæti. Þess vegna langar okkur að koma í heimsókn, hitta íslenskt ísbaðfólk eða sjósundskappa og eiga skemmtilegan dag við böð,“ segir Paul, sem neitar ekki að hann renni hýru auga til hlýjunnar í Bláa lóninu að loknu íssundinu. Von er á félögunum til landsins þann 27. janúar og þeim sem hafa áhuga á að kæla sig niður með þeim er bent á að hafa samband við Paul, í netfangið paul.hellenes hjá fmve.no. bergthora@frettabladid.is Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Sjá meira
„Við skemmtum okkur alltaf konunglega við þetta,“ segir Norðmaðurinn og ísbaðáhugamaðurinn Paul Hellenes. Paul er á leið til Íslands í byrjun næsta árs ásamt besta vini sínum, Kristian Stensrud, sem gaf honum ferðina í tilefni fimmtugsafmælis hans fyrr á árinu. Tilgangur ferðarinnar er heldur óvenjulegur, en á meðan vinirnir dvelja hér á landi í tvo sólarhringa ætla þeir einungis að stunda íslensk böð, helst sem allra köldust. Síðustu vikur hafa þeir leitað allra leiða til að koma sér í samband við íslenskt ísbaðs- og sjósundsfólk, meðal annars með því að senda skilaboð á alla helstu fjölmiðla landsins, en enn án árangurs. Áhugi Pauls á ísböðum kviknaði fyrir rúmum þremur áratugum þegar æskuvinirnir í Larvik bjuggu árlega til vök í frosnu vatninu og böðuðu sig um jólin. „Svo fluttum við allir í burtu og hefðin lagðist af í nokkur ár. Þegar við komum aftur til Larvik fyrir nokkrum árum tókum við hefðina upp aftur og stofnuðum fyrsta ísbaðsklúbbinn í Larvik,“ segir Paul, sem er varaforseti, siðameistari og heiðursfélagi klúbbsins. Hann telur ísböð alls ekki vera mjög vinsæl í Noregi, en samt sem áður eru um 30 meðlimir í Larvik, sem allir taka þátt í gríninu sem felst í félagsskapnum. Paul segir reglur félagsins margar, til að mynda keppist baðfólkið um að vera í sem frumlegustum sundfötum og nýir meðlimir séu vígðir inn með sverði að hætti riddara en þurfi fyrst að gangast undir strangt inntökupróf. „Það er algjörlega bannað að væla undan kulda. Ef fólk brosir ekki bara og þegir, þótt það sé algjörlega að drepast úr kulda, fær það ekki að vera með.“ Aðspurður segir Paul hugmyndina um að fara á sólríkan og hlýjan stað alveg hafa komið upp, en Ísland hafi heillað þá meira. „Við Norðmenn erum auðvitað þekktir fyrir að vera harðir af okkur. Það er einungis ein þjóð sem er harðari en við, og það eru Íslendingar. Við erum ekki of miklir með okkur, við getum alveg viðurkennt það að hér erum við í öðru sæti. Þess vegna langar okkur að koma í heimsókn, hitta íslenskt ísbaðfólk eða sjósundskappa og eiga skemmtilegan dag við böð,“ segir Paul, sem neitar ekki að hann renni hýru auga til hlýjunnar í Bláa lóninu að loknu íssundinu. Von er á félögunum til landsins þann 27. janúar og þeim sem hafa áhuga á að kæla sig niður með þeim er bent á að hafa samband við Paul, í netfangið paul.hellenes hjá fmve.no. bergthora@frettabladid.is
Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Sjá meira