Skoðun

Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju

Á undanförnum áratug eða svo hefur raforkuverð til stóriðju hækkað um liðlega 120% í bandaríkjadölum. Á sama tíma hefur raforkuverð til almennings lækkað um 10% í bandaríkjadölum.

Hækkun raforkuverðs til stóriðju skýrist að umtalsverðu leyti af álverðstengingu raforkuverðs til áliðnaðar. Álverð hefur hækkað umtalsvert á þessu tímabili, m.a. vegna hækkandi orkuverðs í heiminum, en afar sterk tengsl eru á milli þessara tveggja þátta.

Á sama tíma hefur arðsemi Landsvirkjunar aukist jafnt og þétt. Eigið fé fyrirtækisins hefur liðlega fjórfaldast í bandaríkjadölum og nam nærri 1,7 milljörðum dala í lok júní sl. Árleg ávöxtun eigin fjár Landsvirkjunar er að jafnaði liðlega 18% á þessu tímabili, að teknu tilliti til arðgreiðslna. Er þar horft til þróunar eigin fjár í bandaríkjadölum en ekki krónum. Raforkusala Landsvirkjunar til stóriðju hefur tvöfaldast á þessu tímabili.

Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar er því haldið fram að arðsemi raforkusölu til stóriðju hafi verið umtalsvert lakari en almenn arðsemi íslensks atvinnulífs. Sennilega er þó leitun að fyrirtækjum af sambærilegri stærð og Landsvirkjun sem sýnt hafa hliðstæða arðsemi.

Í skýrslu Sjónarrandar kemur fram að arðsemi Landsvirkjunar af raforkusölu til stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt hærri en arðsemi af raforkusölu til almennings.




Skoðun

Sjá meira


×