Skoðun

Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju

Á árabilinu 2001 til 2008 liðlega fjórfaldaðist eigið fé Landsvirkjunar, óx úr 37 milljörðum króna í 166 milljarða. Á sama tíma helmingaðist eigið fé íslenskra fyrirtækja, annarra en fjármálafyrirtækja, veitufyrirtækja og stóriðju. Árið 2010 nam eigið fé Landsvirkjunar liðlega 190 milljörðum króna en ekki liggja fyrir samanburðartölur fyrir annað atvinnulíf það ár.

Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, komast tveir hagfræðingar að því að arðsemi raforkusölu til stóriðju hafi reynst umtalsvert lakari en arðsemi annarra atvinnuvega en stóriðju, veitustarfsemi og fjármálafyrirtækja. Muni þar 2-3% á árlegri heildararðsemi. Höfundar kjósa hins vegar að líta framhjá arðsemi eigin fjár, þ.e. þess fjármagns sem kemur í hlut eiganda viðkomandi fyrirtækis.

Í ljósi ofangreinds samanburðar má spyrja hvers vegna sé litið framhjá þeirri augljósu staðreynd að arðsemi Landsvirkjunar hefur verið með besta móti í samanburði við almennt atvinnulíf hér á landi á undanförnum árum, á sama tíma og atvinnulífið hefur almennt glímt við einar þær mestu hremmingar sem það hefur gengið í gegnum á liðnum áratugum.

Í skýrslu Sjónarrandar kemur fram að arðsemi Landsvirkjunar af raforkusölu til stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt hærri en arðsemi af raforkusölu til almennings.




Skoðun

Sjá meira


×