Handbolti

HM 2011: Hafa orðið meistarar 20 ár í röð

Sigrður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Skyttan Bojana Popovic er ein allra besta handknattleikskona heimsins í dag.
Skyttan Bojana Popovic er ein allra besta handknattleikskona heimsins í dag. Nordic Photos / AFP
Andstæðingur Íslands á HM í Brasilíu í dag, Svartfjallaland, er eitt sterkasta landslið heimsins. Liðið var nálægt því að komast í undanúrslit EM í Danmörku í fyrra en endaði með sex stig líkt og Rúmenía sem náði öðru sætinu í milliriðlinum og komst þar með í undanúrslit.

Allir leikmenn liðsins eiga það sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti leikið með félagsliðinu Buducnost frá Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands. Og að sjálfsögðu er þetta lið meistari í heimalandinu en yfirburðir liðsins undanfarna tvo áratugi eru ótrúlegir. Liðið hefur fagnað meistaratitlinum á hverju vori frá árinu 1992 eða í tuttugu skipti í röð.

Dragan Adžic er þjálfari landsliðsins og það kemur líklega ekki á óvart að hann er einnig þjálfari meistaraliðsins Buducnost. Nánast allir leikmenn Svartfjallalands hafa leikið í einhvern tíma undir stjórn Adžic hjá Buducnost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×