Guðjón Valur: Ég held mínum möguleikum opnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2011 07:30 Guðjón Valur er lykilmaður í íslenska landsliðinu og í sigtinu hjá einu allra sterkasta félagsliði heims. Mynd/Pjetur Nú um helgina birtust fregnir þess efnis að forráðamenn þýska stórliðsins Kiel hafi átt viðræður við Guðjón Val Sigurðsson, hornamann íslenska landsliðsins og AG Kaupmannahafnar. Dagblaðið Kieler Nachrichten hefur eftir Klaus Elwardt, framkvæmdastjóra Kiel, að félagið hafi mikinn áhuga á Guðjóni. „Það væri algjört kæruleysi að bregðast ekki við því þegar heimsklassaleikmaður á borð við Guðjón Val Sigurðsson er á markaðnum,“ sagði Elwardt. „Við áttum gott samtal og ef þetta heldur áfram á þessari braut er ég vongóður um að Guðjón Valur verði leikmaður Kiel á næsta tímabili,“ bætti hann við. Ekki í neinni tímaþröngSjálfur vildi Guðjón Valur ekki staðfesta að hann ætti í samningaviðræðum við Kiel. „Það eru engar samningaviðræður í gangi og ég hef ekki fengið neitt tilboð frá Kiel,“ segir Guðjón Valur. „Ég var líka búinn að lofa þeim hjá AG að láta þá vita ef mér myndi berast tilboð – svo að við gætum rætt málin hér.“ Guðjón Valur er því spar á allar yfirlýsingar um sín mál. „Ég vil ekki hella olíu á eldinn. En ef það kemur tilboð þá þyrfti maður að velja og hafna en það kemur alls ekki til greina að semja við þá [án vitundar AG, innsk. blm.] og skíta svo út klúbbinn hér í leiðinni.“ Það er algengt hjá handboltamönnum að ræða við og semja við félög langt fram í tímann en í tilfelli Guðjóns Vals er hann samningsbundinn AG til loka núverandi leiktíðar. Hann vill ekki útiloka neitt um hvar hann muni spila á næstu leiktíð. „Eins og með flest annað eru kostir og gallar við hvern kost. Kiel er ekki eini klúbburinn sem er að leita að vinstri hornamanni og ég vil ekki loka á neina möguleika. Ég vil einfaldlega halda áfram að spila handbolta og þetta mun svo eflaust ráðast á næstu mánuðum. Ég er ekki í neinni tímaþröng.“ Efnilegir stríðsmenn í vörn AGAG Kaupmannahöfn hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að félagið hafi verið stofnað áríð 2010 og telst í dag meðal sterkustu liða Evrópu. Liðið varð tvöfaldur meistari í Danmörku í vor og hefur gert það gott á sínu fyrsta tímabili í Meistaradeild Evrópu. Auk Guðjóns Vals eru landsliðsmennirnir Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson á mála hjá AG og segir Guðjón Valur að það sé mjög gaman að vera leikmaður AG. „Það er mikið af ofboðslega sterkum leikmönnum hjá félaginu og margir reynsluboltar sem hafa spilað með mörgum af bestu félagsliðum heims. Það er ávallt létt yfir æfingunum og gaman að koma í vinnuna. Við Íslendingarnir erum svo duglegir að skjóta á Danina og öfugt,“ segir Guðjón Valur, sem hrósaði dönsku varnarmönnunum sérstaklega. „Við getum stillt ótrúlegri vörn hjá liðinu. Rene Toft Hansen er eins og fjall á miðjunni og svo eru Joachim Boldsen og Lars Jörgensen þarna líka. Þetta eru fyrstu mennirnir sem maður myndi taka með sér í stríð enda miklir naglar.“ Guðjón Valur missti af stórum hluta ársins 2010 vegna meiðsla en hefur spilað mikið í ár. „Ég er að vísu að drepast í hælnum þessa dagana eftir að hafa lent illa á fætinum fyrir þremur vikum. Það er verið að reyna að laga það og lítur það ágætlega út.“ Handbolti Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Nú um helgina birtust fregnir þess efnis að forráðamenn þýska stórliðsins Kiel hafi átt viðræður við Guðjón Val Sigurðsson, hornamann íslenska landsliðsins og AG Kaupmannahafnar. Dagblaðið Kieler Nachrichten hefur eftir Klaus Elwardt, framkvæmdastjóra Kiel, að félagið hafi mikinn áhuga á Guðjóni. „Það væri algjört kæruleysi að bregðast ekki við því þegar heimsklassaleikmaður á borð við Guðjón Val Sigurðsson er á markaðnum,“ sagði Elwardt. „Við áttum gott samtal og ef þetta heldur áfram á þessari braut er ég vongóður um að Guðjón Valur verði leikmaður Kiel á næsta tímabili,“ bætti hann við. Ekki í neinni tímaþröngSjálfur vildi Guðjón Valur ekki staðfesta að hann ætti í samningaviðræðum við Kiel. „Það eru engar samningaviðræður í gangi og ég hef ekki fengið neitt tilboð frá Kiel,“ segir Guðjón Valur. „Ég var líka búinn að lofa þeim hjá AG að láta þá vita ef mér myndi berast tilboð – svo að við gætum rætt málin hér.“ Guðjón Valur er því spar á allar yfirlýsingar um sín mál. „Ég vil ekki hella olíu á eldinn. En ef það kemur tilboð þá þyrfti maður að velja og hafna en það kemur alls ekki til greina að semja við þá [án vitundar AG, innsk. blm.] og skíta svo út klúbbinn hér í leiðinni.“ Það er algengt hjá handboltamönnum að ræða við og semja við félög langt fram í tímann en í tilfelli Guðjóns Vals er hann samningsbundinn AG til loka núverandi leiktíðar. Hann vill ekki útiloka neitt um hvar hann muni spila á næstu leiktíð. „Eins og með flest annað eru kostir og gallar við hvern kost. Kiel er ekki eini klúbburinn sem er að leita að vinstri hornamanni og ég vil ekki loka á neina möguleika. Ég vil einfaldlega halda áfram að spila handbolta og þetta mun svo eflaust ráðast á næstu mánuðum. Ég er ekki í neinni tímaþröng.“ Efnilegir stríðsmenn í vörn AGAG Kaupmannahöfn hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að félagið hafi verið stofnað áríð 2010 og telst í dag meðal sterkustu liða Evrópu. Liðið varð tvöfaldur meistari í Danmörku í vor og hefur gert það gott á sínu fyrsta tímabili í Meistaradeild Evrópu. Auk Guðjóns Vals eru landsliðsmennirnir Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson á mála hjá AG og segir Guðjón Valur að það sé mjög gaman að vera leikmaður AG. „Það er mikið af ofboðslega sterkum leikmönnum hjá félaginu og margir reynsluboltar sem hafa spilað með mörgum af bestu félagsliðum heims. Það er ávallt létt yfir æfingunum og gaman að koma í vinnuna. Við Íslendingarnir erum svo duglegir að skjóta á Danina og öfugt,“ segir Guðjón Valur, sem hrósaði dönsku varnarmönnunum sérstaklega. „Við getum stillt ótrúlegri vörn hjá liðinu. Rene Toft Hansen er eins og fjall á miðjunni og svo eru Joachim Boldsen og Lars Jörgensen þarna líka. Þetta eru fyrstu mennirnir sem maður myndi taka með sér í stríð enda miklir naglar.“ Guðjón Valur missti af stórum hluta ársins 2010 vegna meiðsla en hefur spilað mikið í ár. „Ég er að vísu að drepast í hælnum þessa dagana eftir að hafa lent illa á fætinum fyrir þremur vikum. Það er verið að reyna að laga það og lítur það ágætlega út.“
Handbolti Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira