Flutningslínur í jörð – hærri raforkukostnaður Gústaf Adolf Skúlason skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Nokkur umræða hefur verið um það undanfarið að leggja beri flutningslínur raforku í jörð. Mikil þróun hefur orðið í þeim efnum undanfarna áratugi hvað dreifikerfið varðar og nú er svo komið að við sjáum hvergi loftlínur til dreifingar á raforku í þéttbýli. Öll slík dreifikerfi hérlendis hafa verið grafin í jörðu. Þá hafa loftlínur víðast hvar vikið fyrir jarðstrengjum í dreifikerfum á landsbyggðinni. Fyrir flutningsminni mannvirki er kostnaður strengja oftast nær sambærilegur við loftlínur, sé horft til síðustu tveggja áratuga eða svo. Orkufyrirtækin hafa nýtt sér þetta við uppbyggingu og endurnýjun kerfanna og valið jarðstrengi í stað loftlína. Þessi þróun mun halda áfram og hlutfall strengja enn vaxa í framtíðinni. Aukin umhverfisáhrifHins vegar er kostnaður við flutningsmeiri jarðstrengi enn mikill. Á hærri flutningsspennum (220 kV) er kostnaður við jarðstrengi 5-7 faldur kostnaður við sambærilega loftlínu. Meginskýringin felst í tæknilegum mun á jarðstrengjum og loftlínum, mun sem vex með aukinni flutningsþörf og hærri spennu. Umhverfisáhrif jarðstrengja á lægri spennustigum eru til þess að gera lítil en aukast með hækkandi spennustigi. Sjónræn áhrif loftlína eru almennt meiri, en mun auðveldara er að skila landi í sambærilegu ástandi eftir notkun þeirra en jarðstrengja. Sem dæmi má nefna hrauni þakin svæði, þar sem margra metra breiðir skurðir eru augljóslega meira og varanlegra inngrip í náttúruna en möstrin. Hvergi í heiminum hefur enda verið farið út á þá braut að leggja flutningskerfi raforku alfarið í jörð. Víða um land er hins vegar þörf á eflingu flutningskerfisins og ljóst að efling kerfisins hlýtur að vera forgangsatriði, umfram margfalt dýrari framkvæmdir við færslu á loftlínum í jörð. Hærri raforkukostnaðurAlmennt myndar flutningur raforku (sem Landsnet annast fyrir allt landið) nú rúm 10% af endanlegum raforkukostnaði neytenda. Dreifing myndar tæp 45%, en hvoru tveggja telst til sérleyfisstarfsemi sem lýtur ströngum reglum og eftirliti Orkustofnunar varðandi tekjumörk, gjaldskrár og arðsemi (framleiðsla og sala á raforku eru hins vegar samkeppnissvið og mynda hvor um sig rúm 40% og tæp 5% af endanlegum raforkukostnaði). Ljóst er að ef tekin yrði um það pólitísk ákvörðun að hefjast handa við að færa flutningslínur Landsnets í jörðu myndi það valda gríðarlegum kostnaðarauka fyrir fyrirtækið. Ef allt flutningskerfið yrði endurbyggt með jarðstrengjum yrði umframkostnaðurinn á bilinu 400-500 milljarðar króna. Afleiðingarnar af því yrðu augljóslega veruleg hækkun raforkukostnaðar um land allt og væntanlega miklar seinkanir á eflingu flutningskerfisins þar sem þess er helst þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur verið um það undanfarið að leggja beri flutningslínur raforku í jörð. Mikil þróun hefur orðið í þeim efnum undanfarna áratugi hvað dreifikerfið varðar og nú er svo komið að við sjáum hvergi loftlínur til dreifingar á raforku í þéttbýli. Öll slík dreifikerfi hérlendis hafa verið grafin í jörðu. Þá hafa loftlínur víðast hvar vikið fyrir jarðstrengjum í dreifikerfum á landsbyggðinni. Fyrir flutningsminni mannvirki er kostnaður strengja oftast nær sambærilegur við loftlínur, sé horft til síðustu tveggja áratuga eða svo. Orkufyrirtækin hafa nýtt sér þetta við uppbyggingu og endurnýjun kerfanna og valið jarðstrengi í stað loftlína. Þessi þróun mun halda áfram og hlutfall strengja enn vaxa í framtíðinni. Aukin umhverfisáhrifHins vegar er kostnaður við flutningsmeiri jarðstrengi enn mikill. Á hærri flutningsspennum (220 kV) er kostnaður við jarðstrengi 5-7 faldur kostnaður við sambærilega loftlínu. Meginskýringin felst í tæknilegum mun á jarðstrengjum og loftlínum, mun sem vex með aukinni flutningsþörf og hærri spennu. Umhverfisáhrif jarðstrengja á lægri spennustigum eru til þess að gera lítil en aukast með hækkandi spennustigi. Sjónræn áhrif loftlína eru almennt meiri, en mun auðveldara er að skila landi í sambærilegu ástandi eftir notkun þeirra en jarðstrengja. Sem dæmi má nefna hrauni þakin svæði, þar sem margra metra breiðir skurðir eru augljóslega meira og varanlegra inngrip í náttúruna en möstrin. Hvergi í heiminum hefur enda verið farið út á þá braut að leggja flutningskerfi raforku alfarið í jörð. Víða um land er hins vegar þörf á eflingu flutningskerfisins og ljóst að efling kerfisins hlýtur að vera forgangsatriði, umfram margfalt dýrari framkvæmdir við færslu á loftlínum í jörð. Hærri raforkukostnaðurAlmennt myndar flutningur raforku (sem Landsnet annast fyrir allt landið) nú rúm 10% af endanlegum raforkukostnaði neytenda. Dreifing myndar tæp 45%, en hvoru tveggja telst til sérleyfisstarfsemi sem lýtur ströngum reglum og eftirliti Orkustofnunar varðandi tekjumörk, gjaldskrár og arðsemi (framleiðsla og sala á raforku eru hins vegar samkeppnissvið og mynda hvor um sig rúm 40% og tæp 5% af endanlegum raforkukostnaði). Ljóst er að ef tekin yrði um það pólitísk ákvörðun að hefjast handa við að færa flutningslínur Landsnets í jörðu myndi það valda gríðarlegum kostnaðarauka fyrir fyrirtækið. Ef allt flutningskerfið yrði endurbyggt með jarðstrengjum yrði umframkostnaðurinn á bilinu 400-500 milljarðar króna. Afleiðingarnar af því yrðu augljóslega veruleg hækkun raforkukostnaðar um land allt og væntanlega miklar seinkanir á eflingu flutningskerfisins þar sem þess er helst þörf.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar