Innlent

Minnihlutinn vill dómsmál

Ágreiningur um vatnsgjald veldur áhyggjum í Hafnarfirði.
Ágreiningur um vatnsgjald veldur áhyggjum í Hafnarfirði.
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði eiga nú í viðræðum við Rio Tinto Alcan vegna vatnsgjalds. Með vísan í lög frá 2007 lagði Vatnsveita Hafnarfjarðar 66,7 milljóna króna aukagjald á álverið í Straumsvík vegna áranna 2005 til 2009.

Alcan greiddi upphæðina en innanríkisráðuneytið hefur síðar tekið undir með fyrirtækinu og úrskurðað að því beri ekki að greiða vatnsgjald til Vatnsveitu Hafnarfjarðar. Á síðasta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs bæjarins bókaði fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokks að nauðsynlegt væri að fá skorið úr málinu fyrir dómstólum.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×