Skuldastaða Reykjanesbæjar Guðbrandur Einarsson skrifar 12. nóvember 2011 06:00 Að undanförnu hafa verið að birtast greinar um slæma skuldastöðu Reykjanesbæjar. Ný sveitarstjórnarlög sem samþykkt voru á síðasta þingi heimila ekki skuldsetningu sveitarfélaga umfram 150% af tekjum þeirra. Verður sveitarfélögum veittur frestur til þess að laga sig að þessum veruleika. Þetta mun gera nokkrum sveitarfélögum erfitt fyrir, þar sem skuldsetning þeirra er langt umfram þessi mörk og því mun vafalaust þurfa að grípa til sársaukafulls niðurskurðar til þess að laga sig að þessum skilyrðum.Staða ReykjanesbæjarReykjanesbær hefur oft verið nefndur í fyrirsögnum sem eitt þessara sveitarfélaga sem hvað verst eru stödd og hefur oft verið verið flokkaður með Álftanesi þegar kemur að umræðu um stöðu sveitarfélaga. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hefur brugðist við þessu og haldið á lofti annarri hlið á málinu sem illa hefur komist til skila. Bæjarstjórinn hefur m.a bent á að til séu eignir sem munu innan ekki mjög langs tíma laga þessa skuldastöðu til muna.Raunveruleg staðaSkv. síðasta ársreikningi skuldar Reykjanesbær 395% af tekjum sínum þ.e 28.561.984.000.- (skuldir og skuldbindingar) / 7.229.424.000.- (tekjur A hluta) = 395%. Ef eignarhluti efnahagsreiknings er skoðaður koma í ljós eignir sem mun vera hægt að koma í verð á skömmum tíma. Helst ber að nefna skuldabréf vegna sölunnar á HS Orku sem bókað er á 5.891.000.000.- í ársreikningi. Það skuldabréf er væntanlega á gjalddaga 2013. Að auki má nefna inneign í Landsbanka (gamla Sparisjóðnum) kr. 2.489.000.000.- sem stofnuð var með útgáfu skuldabréfs á sínum tíma þegar reynt var að koma Sparisjóðnum til bjargar. Samtals eru þessar eignir að upphæð krónur 8.380.000.000.- og ef þessi upphæð verður öll nýtt til uppgreiðslu skulda verður staðan önnur, eða 28.561.984.000.- – 8.380.000.000.- eða rúmir tuttugu milljarðar sem væri þá u.þ.b 285% af tekjum. Sala á landi til ríkisins getur síðan lagað þessa stöðu enn frekar en slíkt mun vera á döfinni.Er þá allt í lagi?Staða Reykjanesbæjar gæti hugsanlega orðið sú að sveitarfélagið skuldaði 270% af tekjum sínum ef rétt verður að málum staðið og þeir fjármunir sem hægt verður að losa á næstu árum verða nýttir til uppgreiðslu skulda. Hvað þýðir það fyrir okkur? Raunverulegar skuldir okkar væru þá u.þ.b. tuttugu milljarðar og við þyftum þá að minnka þá skuld niður í um 11 milljarða. Það þýðir að spara þarf níu milljarða á komandi árum til þess að uppfylla skilyrði laganna. Það verður hlutverk sitjandi bæjarfulltrúa að finna leiðir til þess. Vonandi taka þeir þetta hlutverk sitt alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa verið að birtast greinar um slæma skuldastöðu Reykjanesbæjar. Ný sveitarstjórnarlög sem samþykkt voru á síðasta þingi heimila ekki skuldsetningu sveitarfélaga umfram 150% af tekjum þeirra. Verður sveitarfélögum veittur frestur til þess að laga sig að þessum veruleika. Þetta mun gera nokkrum sveitarfélögum erfitt fyrir, þar sem skuldsetning þeirra er langt umfram þessi mörk og því mun vafalaust þurfa að grípa til sársaukafulls niðurskurðar til þess að laga sig að þessum skilyrðum.Staða ReykjanesbæjarReykjanesbær hefur oft verið nefndur í fyrirsögnum sem eitt þessara sveitarfélaga sem hvað verst eru stödd og hefur oft verið verið flokkaður með Álftanesi þegar kemur að umræðu um stöðu sveitarfélaga. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hefur brugðist við þessu og haldið á lofti annarri hlið á málinu sem illa hefur komist til skila. Bæjarstjórinn hefur m.a bent á að til séu eignir sem munu innan ekki mjög langs tíma laga þessa skuldastöðu til muna.Raunveruleg staðaSkv. síðasta ársreikningi skuldar Reykjanesbær 395% af tekjum sínum þ.e 28.561.984.000.- (skuldir og skuldbindingar) / 7.229.424.000.- (tekjur A hluta) = 395%. Ef eignarhluti efnahagsreiknings er skoðaður koma í ljós eignir sem mun vera hægt að koma í verð á skömmum tíma. Helst ber að nefna skuldabréf vegna sölunnar á HS Orku sem bókað er á 5.891.000.000.- í ársreikningi. Það skuldabréf er væntanlega á gjalddaga 2013. Að auki má nefna inneign í Landsbanka (gamla Sparisjóðnum) kr. 2.489.000.000.- sem stofnuð var með útgáfu skuldabréfs á sínum tíma þegar reynt var að koma Sparisjóðnum til bjargar. Samtals eru þessar eignir að upphæð krónur 8.380.000.000.- og ef þessi upphæð verður öll nýtt til uppgreiðslu skulda verður staðan önnur, eða 28.561.984.000.- – 8.380.000.000.- eða rúmir tuttugu milljarðar sem væri þá u.þ.b 285% af tekjum. Sala á landi til ríkisins getur síðan lagað þessa stöðu enn frekar en slíkt mun vera á döfinni.Er þá allt í lagi?Staða Reykjanesbæjar gæti hugsanlega orðið sú að sveitarfélagið skuldaði 270% af tekjum sínum ef rétt verður að málum staðið og þeir fjármunir sem hægt verður að losa á næstu árum verða nýttir til uppgreiðslu skulda. Hvað þýðir það fyrir okkur? Raunverulegar skuldir okkar væru þá u.þ.b. tuttugu milljarðar og við þyftum þá að minnka þá skuld niður í um 11 milljarða. Það þýðir að spara þarf níu milljarða á komandi árum til þess að uppfylla skilyrði laganna. Það verður hlutverk sitjandi bæjarfulltrúa að finna leiðir til þess. Vonandi taka þeir þetta hlutverk sitt alvarlega.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun