Skuldastaða Reykjanesbæjar Guðbrandur Einarsson skrifar 12. nóvember 2011 06:00 Að undanförnu hafa verið að birtast greinar um slæma skuldastöðu Reykjanesbæjar. Ný sveitarstjórnarlög sem samþykkt voru á síðasta þingi heimila ekki skuldsetningu sveitarfélaga umfram 150% af tekjum þeirra. Verður sveitarfélögum veittur frestur til þess að laga sig að þessum veruleika. Þetta mun gera nokkrum sveitarfélögum erfitt fyrir, þar sem skuldsetning þeirra er langt umfram þessi mörk og því mun vafalaust þurfa að grípa til sársaukafulls niðurskurðar til þess að laga sig að þessum skilyrðum.Staða ReykjanesbæjarReykjanesbær hefur oft verið nefndur í fyrirsögnum sem eitt þessara sveitarfélaga sem hvað verst eru stödd og hefur oft verið verið flokkaður með Álftanesi þegar kemur að umræðu um stöðu sveitarfélaga. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hefur brugðist við þessu og haldið á lofti annarri hlið á málinu sem illa hefur komist til skila. Bæjarstjórinn hefur m.a bent á að til séu eignir sem munu innan ekki mjög langs tíma laga þessa skuldastöðu til muna.Raunveruleg staðaSkv. síðasta ársreikningi skuldar Reykjanesbær 395% af tekjum sínum þ.e 28.561.984.000.- (skuldir og skuldbindingar) / 7.229.424.000.- (tekjur A hluta) = 395%. Ef eignarhluti efnahagsreiknings er skoðaður koma í ljós eignir sem mun vera hægt að koma í verð á skömmum tíma. Helst ber að nefna skuldabréf vegna sölunnar á HS Orku sem bókað er á 5.891.000.000.- í ársreikningi. Það skuldabréf er væntanlega á gjalddaga 2013. Að auki má nefna inneign í Landsbanka (gamla Sparisjóðnum) kr. 2.489.000.000.- sem stofnuð var með útgáfu skuldabréfs á sínum tíma þegar reynt var að koma Sparisjóðnum til bjargar. Samtals eru þessar eignir að upphæð krónur 8.380.000.000.- og ef þessi upphæð verður öll nýtt til uppgreiðslu skulda verður staðan önnur, eða 28.561.984.000.- – 8.380.000.000.- eða rúmir tuttugu milljarðar sem væri þá u.þ.b 285% af tekjum. Sala á landi til ríkisins getur síðan lagað þessa stöðu enn frekar en slíkt mun vera á döfinni.Er þá allt í lagi?Staða Reykjanesbæjar gæti hugsanlega orðið sú að sveitarfélagið skuldaði 270% af tekjum sínum ef rétt verður að málum staðið og þeir fjármunir sem hægt verður að losa á næstu árum verða nýttir til uppgreiðslu skulda. Hvað þýðir það fyrir okkur? Raunverulegar skuldir okkar væru þá u.þ.b. tuttugu milljarðar og við þyftum þá að minnka þá skuld niður í um 11 milljarða. Það þýðir að spara þarf níu milljarða á komandi árum til þess að uppfylla skilyrði laganna. Það verður hlutverk sitjandi bæjarfulltrúa að finna leiðir til þess. Vonandi taka þeir þetta hlutverk sitt alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa verið að birtast greinar um slæma skuldastöðu Reykjanesbæjar. Ný sveitarstjórnarlög sem samþykkt voru á síðasta þingi heimila ekki skuldsetningu sveitarfélaga umfram 150% af tekjum þeirra. Verður sveitarfélögum veittur frestur til þess að laga sig að þessum veruleika. Þetta mun gera nokkrum sveitarfélögum erfitt fyrir, þar sem skuldsetning þeirra er langt umfram þessi mörk og því mun vafalaust þurfa að grípa til sársaukafulls niðurskurðar til þess að laga sig að þessum skilyrðum.Staða ReykjanesbæjarReykjanesbær hefur oft verið nefndur í fyrirsögnum sem eitt þessara sveitarfélaga sem hvað verst eru stödd og hefur oft verið verið flokkaður með Álftanesi þegar kemur að umræðu um stöðu sveitarfélaga. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hefur brugðist við þessu og haldið á lofti annarri hlið á málinu sem illa hefur komist til skila. Bæjarstjórinn hefur m.a bent á að til séu eignir sem munu innan ekki mjög langs tíma laga þessa skuldastöðu til muna.Raunveruleg staðaSkv. síðasta ársreikningi skuldar Reykjanesbær 395% af tekjum sínum þ.e 28.561.984.000.- (skuldir og skuldbindingar) / 7.229.424.000.- (tekjur A hluta) = 395%. Ef eignarhluti efnahagsreiknings er skoðaður koma í ljós eignir sem mun vera hægt að koma í verð á skömmum tíma. Helst ber að nefna skuldabréf vegna sölunnar á HS Orku sem bókað er á 5.891.000.000.- í ársreikningi. Það skuldabréf er væntanlega á gjalddaga 2013. Að auki má nefna inneign í Landsbanka (gamla Sparisjóðnum) kr. 2.489.000.000.- sem stofnuð var með útgáfu skuldabréfs á sínum tíma þegar reynt var að koma Sparisjóðnum til bjargar. Samtals eru þessar eignir að upphæð krónur 8.380.000.000.- og ef þessi upphæð verður öll nýtt til uppgreiðslu skulda verður staðan önnur, eða 28.561.984.000.- – 8.380.000.000.- eða rúmir tuttugu milljarðar sem væri þá u.þ.b 285% af tekjum. Sala á landi til ríkisins getur síðan lagað þessa stöðu enn frekar en slíkt mun vera á döfinni.Er þá allt í lagi?Staða Reykjanesbæjar gæti hugsanlega orðið sú að sveitarfélagið skuldaði 270% af tekjum sínum ef rétt verður að málum staðið og þeir fjármunir sem hægt verður að losa á næstu árum verða nýttir til uppgreiðslu skulda. Hvað þýðir það fyrir okkur? Raunverulegar skuldir okkar væru þá u.þ.b. tuttugu milljarðar og við þyftum þá að minnka þá skuld niður í um 11 milljarða. Það þýðir að spara þarf níu milljarða á komandi árum til þess að uppfylla skilyrði laganna. Það verður hlutverk sitjandi bæjarfulltrúa að finna leiðir til þess. Vonandi taka þeir þetta hlutverk sitt alvarlega.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar