Alexander Petersson: Veit ekki hvort ég vil fara til Löwen Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2011 10:00 Alexander Petersson hefur haft lykilhlutverki að gegna í liði Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin. Mynd/Nordic Photos/Bongarts Fyrir tæpu ári gekk Rhein-Neckar Löwen frá samningum við Alexander Petersson um að ganga til liðs við félagið þegar núverandi samningur hans við Füchse Berlin rennur út sumarið 2012. Samningurinn stendur vissulega enn en sjálfur er Alexander orðinn tvístíga og segir að það verði mjög erfitt að yfirgefa Berlín þegar þar að kemur. „Ég bara veit ekki lengur hvort ég vil fara eða ekki,“ sagði hann og brosti. „Það er auðvitað of seint að hætta við en þetta er eitthvað sem ég hef verið að hugsa um.“ Þjálfari Löwen er landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson og segir Alexander að hann hafi vitanlega ekkert á móti honum. „Alls ekki. Guðmundur er frábær þjálfari en okkur í fjölskyldunni líður bara mjög vel í Berlín. Þetta er frábær borg þar sem mikið er um að vera. Ég held að það sé ekki hægt að spila handbolta í betri borg en Berlín.“ Mikið breyst og meira í vændumÍ ofanálag hefur mikið breyst hjá Löwen síðan Alexander samdi við félagið. „Kasi-Jesper“ Nielsen er hættur afskiptum af félaginu en hann var aðalstyrktaraðili liðsins. „Það er ýmislegt búið að breytast hjá Löwen og ég held að það eigi meira eftir að breytast eftir tímabilið,“ segir Alexander. „En Löwen er með frábært lið og er eitt það sterkasta í Þýskalandi. Ég gerði auðvitað mjög góðan samning við félagið, miklu betri en þann sem ég er með nú, en peningarnir skipta ekki öllu. Ég ætla þó alls ekki að kvarta – þetta er bara lúxusvandamál,“ segir Alexander og segist ekki ætla að taka málið lengra og ræða til að mynda við Guðmund eða forráðamenn Löwen. „Nei, nei. Nú byrjum við bara að undirbúa okkur fyrir flutninga. Ég er búinn að segja strákunum mínum að Löwen sé gott félag og rétt hjá Hoffenheim [úrvalsdeildarfélagi í knattspyrnu] og að við getum farið á fullt af fótboltaleikjum,“ segir hann í léttum dúr. Frábært gengi Füchse BerlinEin af helstu ástæðunum fyrir því að Alexander kvíðir því að fara frá Berlín er gott gengi liðsins að undanförnu. Liðið hafnaði í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í vor og komst þannig í Meistaradeild Evrópu. Þar hefur liðinu vegnað vel í haust og að auki haldið dampi og vel það í þýsku úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins er Dagur Sigurðsson sem hefur náð ótrúlega miklu úr fámennum leikmannahópi. „Það gekk frábærlega hjá okkur síðasta tímabil og kannski áttu einhverjir von á því að við myndum hrynja í ár. En þetta hefur gengið gríðarlega vel,“ segir hann. „Nú fer kannski að koma einhver þreyta í mannskapinn enda höfum við ekki jafn breiðan hóp og önnur topplið, eins og til dæmis Kiel. Dagur hefur þó haldið mjög vel utan um hlutina og það er mikil og góð stemning fyrir liðinu í Berlín.“ Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Fyrir tæpu ári gekk Rhein-Neckar Löwen frá samningum við Alexander Petersson um að ganga til liðs við félagið þegar núverandi samningur hans við Füchse Berlin rennur út sumarið 2012. Samningurinn stendur vissulega enn en sjálfur er Alexander orðinn tvístíga og segir að það verði mjög erfitt að yfirgefa Berlín þegar þar að kemur. „Ég bara veit ekki lengur hvort ég vil fara eða ekki,“ sagði hann og brosti. „Það er auðvitað of seint að hætta við en þetta er eitthvað sem ég hef verið að hugsa um.“ Þjálfari Löwen er landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson og segir Alexander að hann hafi vitanlega ekkert á móti honum. „Alls ekki. Guðmundur er frábær þjálfari en okkur í fjölskyldunni líður bara mjög vel í Berlín. Þetta er frábær borg þar sem mikið er um að vera. Ég held að það sé ekki hægt að spila handbolta í betri borg en Berlín.“ Mikið breyst og meira í vændumÍ ofanálag hefur mikið breyst hjá Löwen síðan Alexander samdi við félagið. „Kasi-Jesper“ Nielsen er hættur afskiptum af félaginu en hann var aðalstyrktaraðili liðsins. „Það er ýmislegt búið að breytast hjá Löwen og ég held að það eigi meira eftir að breytast eftir tímabilið,“ segir Alexander. „En Löwen er með frábært lið og er eitt það sterkasta í Þýskalandi. Ég gerði auðvitað mjög góðan samning við félagið, miklu betri en þann sem ég er með nú, en peningarnir skipta ekki öllu. Ég ætla þó alls ekki að kvarta – þetta er bara lúxusvandamál,“ segir Alexander og segist ekki ætla að taka málið lengra og ræða til að mynda við Guðmund eða forráðamenn Löwen. „Nei, nei. Nú byrjum við bara að undirbúa okkur fyrir flutninga. Ég er búinn að segja strákunum mínum að Löwen sé gott félag og rétt hjá Hoffenheim [úrvalsdeildarfélagi í knattspyrnu] og að við getum farið á fullt af fótboltaleikjum,“ segir hann í léttum dúr. Frábært gengi Füchse BerlinEin af helstu ástæðunum fyrir því að Alexander kvíðir því að fara frá Berlín er gott gengi liðsins að undanförnu. Liðið hafnaði í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í vor og komst þannig í Meistaradeild Evrópu. Þar hefur liðinu vegnað vel í haust og að auki haldið dampi og vel það í þýsku úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins er Dagur Sigurðsson sem hefur náð ótrúlega miklu úr fámennum leikmannahópi. „Það gekk frábærlega hjá okkur síðasta tímabil og kannski áttu einhverjir von á því að við myndum hrynja í ár. En þetta hefur gengið gríðarlega vel,“ segir hann. „Nú fer kannski að koma einhver þreyta í mannskapinn enda höfum við ekki jafn breiðan hóp og önnur topplið, eins og til dæmis Kiel. Dagur hefur þó haldið mjög vel utan um hlutina og það er mikil og góð stemning fyrir liðinu í Berlín.“
Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira