Handbolti

Alexander Petersson: Álagið hefur sitt að segja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Petersson var á fullu í stórleik þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn og mættur á landsliðsæfingu nokkrum dögum síðar.
Alexander Petersson var á fullu í stórleik þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn og mættur á landsliðsæfingu nokkrum dögum síðar.
Það var nánast biðröð á sjúkrabekkinn á æfingu íslenska landsliðsins á íþróttahúsinu á Seltjarnanesi í gær. Einn þeirra sem fengu meðhöndlun var Alexander Petersson, sem hefur verið tæpur í bakinu, enda álagið mikið.

„Ég hef spilað mikið í haust, bæði í þýsku deildinni sem og Meistaradeildinni,“ sagði Alexander. „Ég kom hingað á mánudaginn strax eftir leik gegn Kiel. Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari] var síðan með tvær æfingar í gær og ég er að drepast í dag,“ sagði hann og hló.

„Ég verð búinn að hrista þetta af mér eftir 2-3 daga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×