Hvert stefnir VG ? Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 29. október 2011 06:00 Það er vægt til orða tekið að forysta VG hafi valdið mörgum flokksfélögum og fleirum miklum vonbrigðum undanfarin ár og ekki síst eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn. Í upphafi stefnuyfirlýsingar flokksins segir að hann vilji beita sér fyrir róttækum þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta. Síðar segir: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag grundvallað á virkri þátttöku almennings. Hreyfingin hafnar alræði markaðshyggjunnar og vill varðveita sjálfstæði þjóðarinnar og forræði yfir eigin auðlindum. Síðan flokkurinn settist í ríkisstjórn fyrir rúmum tveimur árum hefur forysta hans gengið í berhögg við þessa yfirlýstu stefnu í öllum aðalatriðum. Með aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Með því að láta það viðgangast að nýtingarréttur á íslenskum auðlindum sé seldur á alþjóðlegum markaði. Með því að bjarga bönkunum og stórfyrirtækjum og færa þeim hundruð milljarða á silfurfati meðan velferðarkerfið er stórfellt skorið niður. Með því að láta markaðshyggjuna ráða ferðinni í efnahagsmálum með hagvöxt einan að leiðarljósi en ekki jöfnuð sem alltaf fer halloka á markaðstorgi auðvaldsins. Með því að taka ákvarðanir um grundvallarstefnu, stefnubreytingar og málamiðlanir í þröngum lokuðum hópi án lýðræðislegs samráðs við flokksfélaga eða almenning. Þessu þarf að snúa við og berjast fyrir algerri stefnubreytingu. Stefna þarf að því að auka vægi hins félagslega í íslensku hagkerfi á kostnað markaðsvæðingar. Þar ber að leggja áherslu á fjármálakerfið, velferðina og aðra innviði samfélagsins. Til að almenningur á Íslandi fái notið gæða samfélagsins þarf að koma í veg fyrir að örfámennur hópur sogi til sín öll verðmæti í samfélaginu gegnum bankana og nokkur einokunarfyrirtæki. Til að þessi stefnubreyting geti gengið fram er einnig nauðsynlegt að hindra að þjóðinni verði þröngvað inn í Evrópusambandið þar sem markaðshyggjan er meginlögmál. Og tryggja þarf félagsleg yfirráð þjóðarinnar yfir öllum náttúruauðlindum landsins. Landsfundur VG í lok október verður að leggja drög að stefnubreytingu af þessum toga til að flokkurinn eigi sér framtíð í íslenskri pólitík. Til að stuðla að því og fylgja eftir slíkri breytingu hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á landsfundinum í lok október. Ég vona að samstaða náist í þessum anda á landsfundinum um endurreisn flokksins eftir nokkurt upplausnarskeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Það er vægt til orða tekið að forysta VG hafi valdið mörgum flokksfélögum og fleirum miklum vonbrigðum undanfarin ár og ekki síst eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn. Í upphafi stefnuyfirlýsingar flokksins segir að hann vilji beita sér fyrir róttækum þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta. Síðar segir: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag grundvallað á virkri þátttöku almennings. Hreyfingin hafnar alræði markaðshyggjunnar og vill varðveita sjálfstæði þjóðarinnar og forræði yfir eigin auðlindum. Síðan flokkurinn settist í ríkisstjórn fyrir rúmum tveimur árum hefur forysta hans gengið í berhögg við þessa yfirlýstu stefnu í öllum aðalatriðum. Með aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Með því að láta það viðgangast að nýtingarréttur á íslenskum auðlindum sé seldur á alþjóðlegum markaði. Með því að bjarga bönkunum og stórfyrirtækjum og færa þeim hundruð milljarða á silfurfati meðan velferðarkerfið er stórfellt skorið niður. Með því að láta markaðshyggjuna ráða ferðinni í efnahagsmálum með hagvöxt einan að leiðarljósi en ekki jöfnuð sem alltaf fer halloka á markaðstorgi auðvaldsins. Með því að taka ákvarðanir um grundvallarstefnu, stefnubreytingar og málamiðlanir í þröngum lokuðum hópi án lýðræðislegs samráðs við flokksfélaga eða almenning. Þessu þarf að snúa við og berjast fyrir algerri stefnubreytingu. Stefna þarf að því að auka vægi hins félagslega í íslensku hagkerfi á kostnað markaðsvæðingar. Þar ber að leggja áherslu á fjármálakerfið, velferðina og aðra innviði samfélagsins. Til að almenningur á Íslandi fái notið gæða samfélagsins þarf að koma í veg fyrir að örfámennur hópur sogi til sín öll verðmæti í samfélaginu gegnum bankana og nokkur einokunarfyrirtæki. Til að þessi stefnubreyting geti gengið fram er einnig nauðsynlegt að hindra að þjóðinni verði þröngvað inn í Evrópusambandið þar sem markaðshyggjan er meginlögmál. Og tryggja þarf félagsleg yfirráð þjóðarinnar yfir öllum náttúruauðlindum landsins. Landsfundur VG í lok október verður að leggja drög að stefnubreytingu af þessum toga til að flokkurinn eigi sér framtíð í íslenskri pólitík. Til að stuðla að því og fylgja eftir slíkri breytingu hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á landsfundinum í lok október. Ég vona að samstaða náist í þessum anda á landsfundinum um endurreisn flokksins eftir nokkurt upplausnarskeið.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar