Viðskipti innlent

Margir spenntir fyrir Perlunni

Perlan Kennileiti sem vekur áhuga fjárfesta innanlands sem utan.
Perlan Kennileiti sem vekur áhuga fjárfesta innanlands sem utan.
Reiknað er með að nokkur tilboð berist í Perluna áður en tilboðsfrestur rennur út klukkan sex á morgun.

Óskar R. Harðarson hjá Fasteignasölunni Mikluborg, sem annast söluna fyrir Orkuveituna, segir bæði innlenda og erlenda aðila hafa sýnt eigninni áhuga. Reikna megi með að þeir sem kaupi Perluna muni nýta hana fyrir einhverja starfsemi sem tengist ferðamennsku. Að sögn Óskars mun stjórn Orkuveitunnar fara yfir tilboð sem kunna að berast og taka ákvörðun um hvort einhverju þeirra verður tekið. - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×