Íslenska leiðin? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 15. október 2011 06:15 Sumir hafa reynt að stæra sig af því, að Íslendingar hafi fundið séríslenska leið út úr hruninu. Þeir hafi einfaldlega neitað í þjóðaratkvæðagreiðslu að greiða skuldir einkabanka – óreiðumanna. Svo höfum við – ólíkt evruþjóðunum – getað gengisfellt okkur út úr vandanum og þar með komið útflutningsgreinum á skrið. Þetta tvennt er sagt skýra það, að við höfum náð betri árangri en aðrar þjóðir í að vinna bug á afleiðingum kreppunnar. Þegar betur er að gáð, reynast allar þessar fullyrðingar vera innistæðulitlar – satt að segja lítið annað en skrum og sjálfsblekking. Fyrsta fullyrðingin er endurómur af lýðskrumi forseta Íslands um, að með þjóðaratkvæði um Icesave hafi hann forðað þjóðinni frá því að borga skuldir eigenda Landsbankans. Nú er upplýst, að þrotabú LB eigi að öllum líkindum fyrir forgangskröfum. Þjóðaratkvæðagreiðslan snerist því um það eitt að endurreisa laskaðan orðstír forsetans, sem undirbýr sig nú undir fimmta kjörtímabilið á Bessastöðum. Dýr herkostnaður það. Icesave-deilan er enn óleyst, þrátt fyrir þessa sýndarmennsku. SkuldahalinnÍslendingar eru á fullu í – og verða um ókomin ár – að greiða skuldir óreiðumanna, eigenda og stjórnenda bankanna. Hæsti reikningurinn er reyndar fyrir gjaldþrot Seðlabankans. Sá næsti er kostnaður skattgreiðenda af því að „kaupa“ innlendar eignir þrotabúa bankanna (innistæður og útlánasöfn). Enn einn reikningurinn er fyrir gjaldþrot sparisjóðanna, annar fyrir Sjóvár-stuldinn, sá þriðji fyrir sveitarfélög á vonarvöl – og þannig mætti lengi telja út í það endalausa. Ríkið, sveitarfélögin, heimilin og fyrirtækin eru öll að sligast undan skuldabyrði, sem í mörgum tilvikum er þyngri en við verður ráðið. Og það var einmitt GENGISHRUNIÐ – svo fjarri því að vera lausn vandans – sem gerir skuldabyrðina óviðráðanlega. Gengisfelling er pólitísk ofbeldisaðgerð, sem þjónar þeim tilgangi að skera niður lífskjör almennings með verðhækkunum á lífsnauðsynjum. Í tilviki þeirra sem skulda framkallar gengisfelling stökkbreytingu á höfuðstól skuldar og greiðslubyrði. Þess vegna er fjórðungur heimila undir hamrinum. Þess vegna er meirihluti fyrirtækja „tæknilega gjaldþrota“ enn í dag. Þess vegna tórir hagvöxturinn á veiku skari. Þetta er sjálfur efnahagsvandi Íslendinga í hnotskurn. Að kalla þetta hina „séríslensku lausn“ flokkast annað hvort undir efnahagslegt ólæsi – eða bara illgirni af verstu sort. GetuleysiðÞað eina sem má heita séríslenskt við hrun Íslands árið 2008 er, að bankakerfið hrundi í rúst og gjaldmiðillinn fór sömu leið. Bankahrunið þýddi, að hinir erlendu lánardrottnar – þýsku bankarnir og allir hinir – sem höfðu grætt á tá og fingri í góðærinu af því að lána fjárglæframönnum – sátu uppi með stórtöp. Skuldir bankanna námu um nífaldri landsframleiðslu Íslands, þegar upp var staðið. Hin hliðin á þessari sömu mynt er, að ríkisstjórn Íslands og Seðlabanki gátu einfaldlega ekki – þótt það væri þeirra yfirlýsta stefna – komið bönkunum til bjargar. Það er meginmunurinn á írsku og íslensku leiðinni. Írska ríkisstjórnin álpaðist til að ábyrgjast skuldir bankanna. Íslensk stjórnvöld reyndu fram á seinustu stund að gera slíkt hið sama en gátu það ekki, því að Ísland var þegar komið í greiðsluþrot. Þess vegna urðu hinir erlendu lánardrottnar að taka sinn (verðskuldaða) skell af Íslandi. Ísland var einfaldlega greiðsluþrota: Erlendur gjaldeyrir var uppurinn; lánstraustið var þrotið; lánamarkaðir voru lokaðir; skuldatryggingarálag Íslands var stigið til himna. Ísland var komið í ruslflokk (e. junk). Ríkisstjórn og Seðlabanki höfðu fyrirgert öllu trausti. Okkur var kurteislega bent á að segja okkur til sveitar – fara í gjörgæslu hjá IMF. Fyrr yrði ekki við okkur talað. Þjóð sem svona var fyrir komið hefur ekki efni á að stæra sig af „íslensku leiðinni“. Gengishrunið lokaði svo dyrum skuldafangelsisins utan um einsemdina. Stökkbreyttar skuldir heimila og fyrirtækja, óðaverðbólga, ofurvextir og verðtrygging í þágu fjármagnseigenda, hafa hingað til séð um restina. Lausnir?Fyrir skömmu spurði þýskur blaðamaður Toomas Ilves, forseta Eistlands, hvers vegna Eistar sættu sig möglunarlaust við efnahagslegan megrunarkúr (launalækkun og niðurskurð félagslegra útgjalda), sem sendi Grikki trítilóða út í götuvirkin. „Í samanburði við nauðungarflutninga Stalíns kippum við okkur ekki upp við hversdaglega erfiðleika. Það er kannski erfiðara ef þú hefur vanist hinu ljúfa lífi of lengi,“ sagði hann og bætti við: „Við þraukuðum til þess að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Með gengisfellingu hefðum við leitt allsherjar greiðsluþrot yfir millistéttina, sem er með húsnæðislánin sín í evrum. Við hefðum lagt vaxtarbrodd þjóðfélagsins í rúst“. Er þetta kannski það, sem menn meina með þessu tali um „íslensku leiðina“: Að leiða allsherjar gjaldþrot yfir millistéttina og að leggja vaxtarbrodd þjóðfélagsins í rúst? Kreppan í Eistlandi var hörð (meiri samdráttur VLF og hærra atvinnuleysi en á Íslandi), svo lengi sem hún varði. En hún var skammvinn. Innviðir þjóðfélagsins stóðust álagið, þ.m.t. gjaldmiðillinn. Hagvöxtur var 8,4% á fyrri helmingi þessa árs. „Erlend fjárfesting lætur ekki á sér standa, því að fjárfestar vita, að eignir þeirra verða ekki gengisfelldar,“ segir Ilves. En íslenska leiðin? Skuldavandinn er óleystur. Gjaldmiðilsvandinn er óleystur. Gjaldeyrishöftin eru framlengd og erlendar fjárfestingar þar með í biðstöðu. Hagvöxturinn tórir á veiku skari. Eistar leystu sinn vanda. Við frestum okkar. Er það íslenska leiðin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Sumir hafa reynt að stæra sig af því, að Íslendingar hafi fundið séríslenska leið út úr hruninu. Þeir hafi einfaldlega neitað í þjóðaratkvæðagreiðslu að greiða skuldir einkabanka – óreiðumanna. Svo höfum við – ólíkt evruþjóðunum – getað gengisfellt okkur út úr vandanum og þar með komið útflutningsgreinum á skrið. Þetta tvennt er sagt skýra það, að við höfum náð betri árangri en aðrar þjóðir í að vinna bug á afleiðingum kreppunnar. Þegar betur er að gáð, reynast allar þessar fullyrðingar vera innistæðulitlar – satt að segja lítið annað en skrum og sjálfsblekking. Fyrsta fullyrðingin er endurómur af lýðskrumi forseta Íslands um, að með þjóðaratkvæði um Icesave hafi hann forðað þjóðinni frá því að borga skuldir eigenda Landsbankans. Nú er upplýst, að þrotabú LB eigi að öllum líkindum fyrir forgangskröfum. Þjóðaratkvæðagreiðslan snerist því um það eitt að endurreisa laskaðan orðstír forsetans, sem undirbýr sig nú undir fimmta kjörtímabilið á Bessastöðum. Dýr herkostnaður það. Icesave-deilan er enn óleyst, þrátt fyrir þessa sýndarmennsku. SkuldahalinnÍslendingar eru á fullu í – og verða um ókomin ár – að greiða skuldir óreiðumanna, eigenda og stjórnenda bankanna. Hæsti reikningurinn er reyndar fyrir gjaldþrot Seðlabankans. Sá næsti er kostnaður skattgreiðenda af því að „kaupa“ innlendar eignir þrotabúa bankanna (innistæður og útlánasöfn). Enn einn reikningurinn er fyrir gjaldþrot sparisjóðanna, annar fyrir Sjóvár-stuldinn, sá þriðji fyrir sveitarfélög á vonarvöl – og þannig mætti lengi telja út í það endalausa. Ríkið, sveitarfélögin, heimilin og fyrirtækin eru öll að sligast undan skuldabyrði, sem í mörgum tilvikum er þyngri en við verður ráðið. Og það var einmitt GENGISHRUNIÐ – svo fjarri því að vera lausn vandans – sem gerir skuldabyrðina óviðráðanlega. Gengisfelling er pólitísk ofbeldisaðgerð, sem þjónar þeim tilgangi að skera niður lífskjör almennings með verðhækkunum á lífsnauðsynjum. Í tilviki þeirra sem skulda framkallar gengisfelling stökkbreytingu á höfuðstól skuldar og greiðslubyrði. Þess vegna er fjórðungur heimila undir hamrinum. Þess vegna er meirihluti fyrirtækja „tæknilega gjaldþrota“ enn í dag. Þess vegna tórir hagvöxturinn á veiku skari. Þetta er sjálfur efnahagsvandi Íslendinga í hnotskurn. Að kalla þetta hina „séríslensku lausn“ flokkast annað hvort undir efnahagslegt ólæsi – eða bara illgirni af verstu sort. GetuleysiðÞað eina sem má heita séríslenskt við hrun Íslands árið 2008 er, að bankakerfið hrundi í rúst og gjaldmiðillinn fór sömu leið. Bankahrunið þýddi, að hinir erlendu lánardrottnar – þýsku bankarnir og allir hinir – sem höfðu grætt á tá og fingri í góðærinu af því að lána fjárglæframönnum – sátu uppi með stórtöp. Skuldir bankanna námu um nífaldri landsframleiðslu Íslands, þegar upp var staðið. Hin hliðin á þessari sömu mynt er, að ríkisstjórn Íslands og Seðlabanki gátu einfaldlega ekki – þótt það væri þeirra yfirlýsta stefna – komið bönkunum til bjargar. Það er meginmunurinn á írsku og íslensku leiðinni. Írska ríkisstjórnin álpaðist til að ábyrgjast skuldir bankanna. Íslensk stjórnvöld reyndu fram á seinustu stund að gera slíkt hið sama en gátu það ekki, því að Ísland var þegar komið í greiðsluþrot. Þess vegna urðu hinir erlendu lánardrottnar að taka sinn (verðskuldaða) skell af Íslandi. Ísland var einfaldlega greiðsluþrota: Erlendur gjaldeyrir var uppurinn; lánstraustið var þrotið; lánamarkaðir voru lokaðir; skuldatryggingarálag Íslands var stigið til himna. Ísland var komið í ruslflokk (e. junk). Ríkisstjórn og Seðlabanki höfðu fyrirgert öllu trausti. Okkur var kurteislega bent á að segja okkur til sveitar – fara í gjörgæslu hjá IMF. Fyrr yrði ekki við okkur talað. Þjóð sem svona var fyrir komið hefur ekki efni á að stæra sig af „íslensku leiðinni“. Gengishrunið lokaði svo dyrum skuldafangelsisins utan um einsemdina. Stökkbreyttar skuldir heimila og fyrirtækja, óðaverðbólga, ofurvextir og verðtrygging í þágu fjármagnseigenda, hafa hingað til séð um restina. Lausnir?Fyrir skömmu spurði þýskur blaðamaður Toomas Ilves, forseta Eistlands, hvers vegna Eistar sættu sig möglunarlaust við efnahagslegan megrunarkúr (launalækkun og niðurskurð félagslegra útgjalda), sem sendi Grikki trítilóða út í götuvirkin. „Í samanburði við nauðungarflutninga Stalíns kippum við okkur ekki upp við hversdaglega erfiðleika. Það er kannski erfiðara ef þú hefur vanist hinu ljúfa lífi of lengi,“ sagði hann og bætti við: „Við þraukuðum til þess að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Með gengisfellingu hefðum við leitt allsherjar greiðsluþrot yfir millistéttina, sem er með húsnæðislánin sín í evrum. Við hefðum lagt vaxtarbrodd þjóðfélagsins í rúst“. Er þetta kannski það, sem menn meina með þessu tali um „íslensku leiðina“: Að leiða allsherjar gjaldþrot yfir millistéttina og að leggja vaxtarbrodd þjóðfélagsins í rúst? Kreppan í Eistlandi var hörð (meiri samdráttur VLF og hærra atvinnuleysi en á Íslandi), svo lengi sem hún varði. En hún var skammvinn. Innviðir þjóðfélagsins stóðust álagið, þ.m.t. gjaldmiðillinn. Hagvöxtur var 8,4% á fyrri helmingi þessa árs. „Erlend fjárfesting lætur ekki á sér standa, því að fjárfestar vita, að eignir þeirra verða ekki gengisfelldar,“ segir Ilves. En íslenska leiðin? Skuldavandinn er óleystur. Gjaldmiðilsvandinn er óleystur. Gjaldeyrishöftin eru framlengd og erlendar fjárfestingar þar með í biðstöðu. Hagvöxturinn tórir á veiku skari. Eistar leystu sinn vanda. Við frestum okkar. Er það íslenska leiðin?
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun