
Eldfjall
Kvikmyndir miðla glímunni við lífið. Áhorfandinn speglar sig í sögunum á hvíta tjaldinu og þær verða vettvangur fyrir eigin vangaveltur um lífsreynsluna. Góð kvikmynd býður til þannig samtals, án þess að dæma eða þvinga.
Góð kvikmynd hvílir á sterkri sögu, trúverðugum leik og góðu handverki. Þetta þrennt kemur saman í kvikmyndinni Eldfjalli undir styrkri stjórn Rúnars Rúnarssonar. Hún fjallar um efni sem er honum hugleikið, eins og sjá má í fyrri verkum Rúnars – hvernig manneskjan bregst við breytingum sem aldurinn færir óhjákvæmilega með sér.
Aðstæður aldraðra, umönnun sjúkra og staða manneskjunnar þegar heilsan bregst er áleitið efni í samtímanum og snerta marga á Íslandi í dag. Aðalpersóna Eldfjalls stendur í þessum sporum og er knúin til að ganga í sig og axla ábyrgð. Hann þarf að horfast í augu við lífshlaupið sitt, það sem gekk vel og hitt sem fór aflaga.
Eldfjall fékk kvikmyndaverðlaun kirkjunnar á nýafstaðinni Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Þjóðkirkjan hefur í sex ár verðlaunað myndir á RIFF í flokki nýrra leikstjóra, sem eru ekki bara vel gerðar kvikmyndir heldur eiga sérstakt erindi í glímuna við trúar- og tilvistarspurningar samtímans.
Eldfjall sýnir ástina á sterkan og ágengan hátt. Hún miðlar fegurð og styrkleika í aðstæðum sem eru kreppandi og vonlausar. Hún minnir á mikilvægi nærverunnar í nekt og bjargarleysi manneskjunnar.
Eldfjall knýr til umhugsunar og samtals um mikilvæg mál. Eldfjall á erindi við okkur vegna þess að hún er listaverk sem miðlar von og mannvirðingu.
Skoðun

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2
Viðar Hreinsson skrifar

Okkur blæðir hjúkrunarfræðingum
Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir skrifar

Ljósið og myrkrið
Árni Már Jensson skrifar

Hvers vegna erum við ófær um að læra af sögunni?
Bergljót Davíðsdóttir skrifar

Alþjóðasamtök ljúga að Palestínumönnum
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hnefarétturinn
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Fullveldið og undirgefnin
Jakob Frímann Magnússon skrifar

Strætó þarf að taka handbremsubeygju
Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir skrifar

„Konan mín þarf ekki að vinna“
Karen Birna V. Ómarsdóttir skrifar

Rás 2 fyrst og fremst í 40 ár
Matthías Már Magnússon skrifar

Gjaldskrárhækkanir í óþökk allra
Orri Páll Jóhannsson skrifar

ESB styður við íslenska háskóla
Lucie Samcová-Hall Allen skrifar

Hallamál til aðstoðar ríkisstjórninni
Gabríel Ingimarsson skrifar

Verður Ísland útibúaland eða land höfuðstöðva blárrar nýsköpunar?
Þór Sigfússon,Heiða Kristín Helgadóttir skrifar

Fossvogsbrú á minn hátt
Ellert Már Jónsson skrifar

Creditinfo
Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifar

Ofbeldi á aldrei rétt á sér
Kristín Snorradóttir skrifar

Hált á svellinu
Guðmundur J. Guðmundsson skrifar

Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því
Gunnar Dan Wiium skrifar

Á fráveituvatnið heima í sjónum?
Ottó Elíasson skrifar

Stefnumörkun frá 1850, frjálsar listir og Háskóli Íslands
Atli Harðarson skrifar

Mannúð fyrir jólin
Inga Sæland skrifar

Íbúð eða vosbúð?
Arna Mathiesen skrifar

Strækum á ofbeldi!
Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar

Ný og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar
Einar Bárðarson skrifar

Hvert renna þín sóknargjöld?
Siggeir F. Ævarsson skrifar

Menga á daginn og grilla á kvöldin
Sigurpáll Ingibergsson skrifar

Skattur á rafbíla fer í að bjarga íslenskunni
Tómas Kristjánsson skrifar

Palestína er prófsteinninn!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Útskúfunarsinfónían
Nökkvi Dan Elliðason skrifar