Á hverju ætlið þið þá að lifa? Háskólagráðum? Eyþór Jóvinsson skrifar 11. október 2011 06:00 Pawel Bartoszek skrifar pistil í Fréttablaðið 7. október af svo mikilli fáfræði að það er leitun að öðru eins. Pistillinn ber nafnið „Óbyggðastefna“ sem er sannkallað réttnefni, því þar boðar hann mikla óbyggðastefnu. Hann furðar sig á því af hverju landsmenn vilji alltaf vera að komast frá landsbyggðinni. Hann telur skynsamlegra að nota peninginn í skólamál, frekar en vegaframkvæmdir á landsbyggðinni. Í pistli sínum segir hann meðal annars orðrétt: „En þegar góðar samgöngur eru orðnar sterkasti kostur staðar er í raun verið að segja: „Staðurinn sjálfur er ekkert spes en það má auðveldlega komast frá honum í annan stað sem er skárri.“ Og þá fara menn að spyrja sig: „Væri þá ekki einfaldara að flytja bara á þann stað?““ Nokkuð dæmigert sjónarhorn frá borgarbúa. Heldur að samgöngur séu aðeins til þess gerðar svo landsbyggðarpakkið geti farið í ferðalög. Setjum þetta nú aðeins í stærra samhengi, samhengi sem jafnvel Pawel getur áttað sig á. Ég reikna fastlega með að hann sé búsettur í Reykjavík. Þar vill hann vera og hefur ekkert að sækja út fyrir borgina. En hvernig ætli lífið í Reykjavík væri ef flug og sjósamgöngur út í heim myndu leggjast af? Tja, já og bara ef að samgöngur út á land myndu leggjast af – er Reykjavík sjálfri sér nóg? Útfutningur myndi leggjast af og þar með stærstu atvinnugreinar Íslands, ferðamenn myndu heyra sögunni til, bensín myndi verða ófáanlegt, og já ekki veit ég til þess að það sé mikið um búfénað eða matvælaræktun í Reykjavík. Á hverju ætlið þið þá að lifa? Háskólagráðum? Ef Pawel er ósáttur við að fá hvorki vörur eða þjónustu frá öðrum löndum, já eða landsbyggðinni, þá myndi hann bara flytja á annan stað. – Svo einfalt er það! En ég spyr, hvert ætlar hann að flytja? Hvaða samfélag er ekki háð góðum samgöngum? Góðar samgöngur eru forsenda þess að samfélög lifi af, hvort sem það er Patreksfjörður, Reykjavík eða New York. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Handboltaangistin Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stóristyrkur Sigurður Árni Þórðarson Bakþankar Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Draumur Vigdísar Ragnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Pawel Bartoszek skrifar pistil í Fréttablaðið 7. október af svo mikilli fáfræði að það er leitun að öðru eins. Pistillinn ber nafnið „Óbyggðastefna“ sem er sannkallað réttnefni, því þar boðar hann mikla óbyggðastefnu. Hann furðar sig á því af hverju landsmenn vilji alltaf vera að komast frá landsbyggðinni. Hann telur skynsamlegra að nota peninginn í skólamál, frekar en vegaframkvæmdir á landsbyggðinni. Í pistli sínum segir hann meðal annars orðrétt: „En þegar góðar samgöngur eru orðnar sterkasti kostur staðar er í raun verið að segja: „Staðurinn sjálfur er ekkert spes en það má auðveldlega komast frá honum í annan stað sem er skárri.“ Og þá fara menn að spyrja sig: „Væri þá ekki einfaldara að flytja bara á þann stað?““ Nokkuð dæmigert sjónarhorn frá borgarbúa. Heldur að samgöngur séu aðeins til þess gerðar svo landsbyggðarpakkið geti farið í ferðalög. Setjum þetta nú aðeins í stærra samhengi, samhengi sem jafnvel Pawel getur áttað sig á. Ég reikna fastlega með að hann sé búsettur í Reykjavík. Þar vill hann vera og hefur ekkert að sækja út fyrir borgina. En hvernig ætli lífið í Reykjavík væri ef flug og sjósamgöngur út í heim myndu leggjast af? Tja, já og bara ef að samgöngur út á land myndu leggjast af – er Reykjavík sjálfri sér nóg? Útfutningur myndi leggjast af og þar með stærstu atvinnugreinar Íslands, ferðamenn myndu heyra sögunni til, bensín myndi verða ófáanlegt, og já ekki veit ég til þess að það sé mikið um búfénað eða matvælaræktun í Reykjavík. Á hverju ætlið þið þá að lifa? Háskólagráðum? Ef Pawel er ósáttur við að fá hvorki vörur eða þjónustu frá öðrum löndum, já eða landsbyggðinni, þá myndi hann bara flytja á annan stað. – Svo einfalt er það! En ég spyr, hvert ætlar hann að flytja? Hvaða samfélag er ekki háð góðum samgöngum? Góðar samgöngur eru forsenda þess að samfélög lifi af, hvort sem það er Patreksfjörður, Reykjavík eða New York.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar