Umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum 20. september 2011 06:00 Í þessari viku munu Palestínumenn leggja fram umsókn sína um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Með umsókninni eru Palestínumenn að óska eftir því að alþjóðasamfélagið viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan hinna svokölluðu 1967 landamæra. Síðast þegar spurningin um sjálfstætt ríki Palestínu var tekin fyrir á Allsherjarþingi SÞ var spurningin sú hvort skipta ætti Palestínu í tvö ríki, ríki araba og ríki gyðinga. Það var í nóvember 1947. Niðurstaða þeirrar umræðu var ályktun 181, sem er ein fyrsta og umdeildasta ákvörðun SÞ fyrr og síðar. Sú ályktun skipti Palestínu upp á þann veg að Palestínumenn og gyðingar fengu hvor um sig helming landsins. Á sama tíma höfðu gyðingar byrjað að hrekja palestínsku íbúa landsins burt frá heimalöndum sínum og með því hófust hinar stórfelldu þjóðernishreinsanir gyðinga á aröbum í Palestínu. Skilyrði fyrir inngöngu í SÞ eru skv. 4. gr. stofnsáttmálans þau að umsækjandi þarf að vera friðelskandi ríki og tilbúið að samþykkja og fara eftir skilyrðum þeim er birtast í stofnsáttmálanum. Þeir sem eru andsnúnir aðild Palestínu að SÞ hafa nefnt að Palestína uppfylli ekki það grundvallarskilyrði að vera skilgreint sem ríki og sé því ekki gjaldgengt í SÞ. Vegna skorts á samþykktri alþjóðlegri skilgreiningu á hugtakinu ríki er oftast notast við skilgreiningu sem er að finna í hinum svokallaða Montevideo-sáttmála frá 1933. Samkvæmt honum þarf ríki að búa yfir varanlegum íbúafjölda, skilgreindu landsvæði, stjórnvöldum og getu til þess að stundað samskipti við önnur ríki. Palestína hefur varanlegan íbúafjölda og skilgreind landamæri, þ.e. landamærin fyrir Sex daga stríðið. Eftir að listi Hamas-samtakanna sigraði í alþingiskosningum árið 2006 hafa stjórnvöld í Palestínu verið sundruð, en Fatah hefur farið með stjórn á Vesturbakkanum og Hamas á Gaza. Auðvitað væri sameinuð Palestína ákjósanlegri en þótt stjórnvöld ríkis séu sundruð hefur það ekki áhrif á lögmæti þess. Þess má geta að samningaviðræður milli Fatah og Hamas eru í gangi þessa dagana eftir undirritun sáttasamkomulags fyrr á árinu. Palestína á í samskiptum við yfir 100 ríki í heiminum þannig að enginn vafi leikur því á að Palestína uppfyllir síðasta skilyrðið. Aukinheldur hafa í kringum 130 ríki nú þegar viðurkennt sjálfstætt ríki Palestínu, sem styrkir lögmæti Palestínu sem ríkis svo um munar. Endanleg ákvörðun um hvort Palestína fær aðild að SÞ er í höndum Allsherjarþings SÞ, en til þess að umsóknin teljist samþykkt þarf 2/3 meirihluta kosningu á þinginu. Áður en málið fær afgreiðslu á Allsherjarþinginu þarf umsóknin hins vegar að fá meðmæli frá Öryggisráðinu. Þar liggur vandinn. Obama Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gefið til kynna að Bandaríkin muni nota neitunarvald sitt í Öryggisráðinu til þess að koma í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ. Þess má geta að Bandaríkin hafa notað neitunarvald sitt oftar en 40 sinnum til þess að koma í veg fyrir ályktanir sem gagnrýna Ísrael á einhvern hátt. Nú síðast í febrúar beittu Bandaríkjamenn neitunarvaldi sínu gegn ályktun sem fordæmdi áætlun Ísraels á byggingum landtökubyggða, en rétt er að taka fram að landtökubyggðirnar eru ólögmætar samkvæmt alþjóðalögum. Ef Öryggisráðið kemur í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ mun engu að síður víðtæk samstaða þjóða á Allsherjarþinginu um viðurkenningu Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis hafa mjög jákvæð áhrif. Það myndi sem dæmi aðstoða Palestínumenn með núverandi mál sitt fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum sem legið hefur hjá saksóknara síðan árið 2009 vegna árása Ísraelshers á Gaza 2008/2009 en með viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á Palestínu sem ríki (einvörðungu ríki geta farið fram á rannsókn) getur saksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins samþykkt að hefja rannsókn á framferði Ísraela á Gaza 2008/2009. Mörg ríki hafa notað viðurkenninguna sem einhvers konar verðlaun sem Palestínumenn fái, takist þeim að semja um lausn í deilunni við Ísrael. Vandinn er hins vegar sá að eftir að samningaviðræður hafa staðið yfir í áratugi virðist lausnin samt vera víðs fjarri. Þegar hin svokölluðu „Palestine Papers" voru birt á Al-Jazeera í byrjun árs var augljóst hversu einhliða og ósanngjarnar samningaviðræðurnar hafa verið. Á meðan Palestínumenn samþykktu hverja kröfu Ísraelsmanna á fætur annarri virtust Ísraelar vera gjörsamlega áhugalausir um að vinna að lausn. Í raun voru þessar samningaviðræður algjör niðurlæging fyrir Palestínumenn. Í þessari viku gefst alþjóðasamfélaginu einstakt tækifæri til þess að standa við það loforð sem það gaf Palestínumönnum fyrir meira en sextíu árum. Vandamál Palestínumanna eru að stórum hluta heimatilbúin í SÞ eftir hina örlagaríku ákvörðun Allsherjarþingsins að samþykkja ályktun 181 árið 1947. Þess vegna ættu aðildarríki SÞ að sjá sóma sinn í því að gefa Palestínumönnum sama tækifæri og traust og þau gáfu gyðingum á sínum tíma til þess að byggja upp sitt eigið lýðræðisríki. Það er kominn tími til að alþjóðasamfélagið leiði til lykta deiluna sem hefur leitt af sér svo hræðilegt ofbeldi, sársauka og þjáningar. Ísland ætti því að styðja þessa sanngjörnu beiðni Palestínumanna um viðurkenningu á tilverurétti þjóðar sinnar í sjálfstæðu og fullvalda ríki. Og Ísland ætti að gera það strax! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Í þessari viku munu Palestínumenn leggja fram umsókn sína um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Með umsókninni eru Palestínumenn að óska eftir því að alþjóðasamfélagið viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan hinna svokölluðu 1967 landamæra. Síðast þegar spurningin um sjálfstætt ríki Palestínu var tekin fyrir á Allsherjarþingi SÞ var spurningin sú hvort skipta ætti Palestínu í tvö ríki, ríki araba og ríki gyðinga. Það var í nóvember 1947. Niðurstaða þeirrar umræðu var ályktun 181, sem er ein fyrsta og umdeildasta ákvörðun SÞ fyrr og síðar. Sú ályktun skipti Palestínu upp á þann veg að Palestínumenn og gyðingar fengu hvor um sig helming landsins. Á sama tíma höfðu gyðingar byrjað að hrekja palestínsku íbúa landsins burt frá heimalöndum sínum og með því hófust hinar stórfelldu þjóðernishreinsanir gyðinga á aröbum í Palestínu. Skilyrði fyrir inngöngu í SÞ eru skv. 4. gr. stofnsáttmálans þau að umsækjandi þarf að vera friðelskandi ríki og tilbúið að samþykkja og fara eftir skilyrðum þeim er birtast í stofnsáttmálanum. Þeir sem eru andsnúnir aðild Palestínu að SÞ hafa nefnt að Palestína uppfylli ekki það grundvallarskilyrði að vera skilgreint sem ríki og sé því ekki gjaldgengt í SÞ. Vegna skorts á samþykktri alþjóðlegri skilgreiningu á hugtakinu ríki er oftast notast við skilgreiningu sem er að finna í hinum svokallaða Montevideo-sáttmála frá 1933. Samkvæmt honum þarf ríki að búa yfir varanlegum íbúafjölda, skilgreindu landsvæði, stjórnvöldum og getu til þess að stundað samskipti við önnur ríki. Palestína hefur varanlegan íbúafjölda og skilgreind landamæri, þ.e. landamærin fyrir Sex daga stríðið. Eftir að listi Hamas-samtakanna sigraði í alþingiskosningum árið 2006 hafa stjórnvöld í Palestínu verið sundruð, en Fatah hefur farið með stjórn á Vesturbakkanum og Hamas á Gaza. Auðvitað væri sameinuð Palestína ákjósanlegri en þótt stjórnvöld ríkis séu sundruð hefur það ekki áhrif á lögmæti þess. Þess má geta að samningaviðræður milli Fatah og Hamas eru í gangi þessa dagana eftir undirritun sáttasamkomulags fyrr á árinu. Palestína á í samskiptum við yfir 100 ríki í heiminum þannig að enginn vafi leikur því á að Palestína uppfyllir síðasta skilyrðið. Aukinheldur hafa í kringum 130 ríki nú þegar viðurkennt sjálfstætt ríki Palestínu, sem styrkir lögmæti Palestínu sem ríkis svo um munar. Endanleg ákvörðun um hvort Palestína fær aðild að SÞ er í höndum Allsherjarþings SÞ, en til þess að umsóknin teljist samþykkt þarf 2/3 meirihluta kosningu á þinginu. Áður en málið fær afgreiðslu á Allsherjarþinginu þarf umsóknin hins vegar að fá meðmæli frá Öryggisráðinu. Þar liggur vandinn. Obama Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gefið til kynna að Bandaríkin muni nota neitunarvald sitt í Öryggisráðinu til þess að koma í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ. Þess má geta að Bandaríkin hafa notað neitunarvald sitt oftar en 40 sinnum til þess að koma í veg fyrir ályktanir sem gagnrýna Ísrael á einhvern hátt. Nú síðast í febrúar beittu Bandaríkjamenn neitunarvaldi sínu gegn ályktun sem fordæmdi áætlun Ísraels á byggingum landtökubyggða, en rétt er að taka fram að landtökubyggðirnar eru ólögmætar samkvæmt alþjóðalögum. Ef Öryggisráðið kemur í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ mun engu að síður víðtæk samstaða þjóða á Allsherjarþinginu um viðurkenningu Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis hafa mjög jákvæð áhrif. Það myndi sem dæmi aðstoða Palestínumenn með núverandi mál sitt fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum sem legið hefur hjá saksóknara síðan árið 2009 vegna árása Ísraelshers á Gaza 2008/2009 en með viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á Palestínu sem ríki (einvörðungu ríki geta farið fram á rannsókn) getur saksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins samþykkt að hefja rannsókn á framferði Ísraela á Gaza 2008/2009. Mörg ríki hafa notað viðurkenninguna sem einhvers konar verðlaun sem Palestínumenn fái, takist þeim að semja um lausn í deilunni við Ísrael. Vandinn er hins vegar sá að eftir að samningaviðræður hafa staðið yfir í áratugi virðist lausnin samt vera víðs fjarri. Þegar hin svokölluðu „Palestine Papers" voru birt á Al-Jazeera í byrjun árs var augljóst hversu einhliða og ósanngjarnar samningaviðræðurnar hafa verið. Á meðan Palestínumenn samþykktu hverja kröfu Ísraelsmanna á fætur annarri virtust Ísraelar vera gjörsamlega áhugalausir um að vinna að lausn. Í raun voru þessar samningaviðræður algjör niðurlæging fyrir Palestínumenn. Í þessari viku gefst alþjóðasamfélaginu einstakt tækifæri til þess að standa við það loforð sem það gaf Palestínumönnum fyrir meira en sextíu árum. Vandamál Palestínumanna eru að stórum hluta heimatilbúin í SÞ eftir hina örlagaríku ákvörðun Allsherjarþingsins að samþykkja ályktun 181 árið 1947. Þess vegna ættu aðildarríki SÞ að sjá sóma sinn í því að gefa Palestínumönnum sama tækifæri og traust og þau gáfu gyðingum á sínum tíma til þess að byggja upp sitt eigið lýðræðisríki. Það er kominn tími til að alþjóðasamfélagið leiði til lykta deiluna sem hefur leitt af sér svo hræðilegt ofbeldi, sársauka og þjáningar. Ísland ætti því að styðja þessa sanngjörnu beiðni Palestínumanna um viðurkenningu á tilverurétti þjóðar sinnar í sjálfstæðu og fullvalda ríki. Og Ísland ætti að gera það strax!
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar