Óviðunandi vinnubrögð vegna ráðningar nýs forstjóra OR 7. febrúar 2011 00:01 Verulegar brotalamir eru á vinnubrögðum meirihluta stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur vegna ráðningar nýs forstjóra fyrirtækisins. Í síðasta mánuði felldi meirihluti stjórnarinnar tillögu undirritaðs um að óháð ráðningarstofa tæki ferlið í sínar hendur til að tryggja óháð og vönduð vinnubrögð. Hefur verið óskað eftir því að borgarlögmaður gefi álit sitt á því hvort yfirstandandi vinna vegna ráðningarinnar samræmist góðum stjórnarháttum og lagafyrirmælum um stjórn fyrirtækisins. Er tillaga þess efnis nú til meðferðar í borgarráði. Ráðning forstjóra er með mikilvægustu ákvörðunum, sem stjórnir fyrirtækja fá til úrlausnar. Þegar um opinber fyrirtæki er að ræða verður að gera ríka kröfu um að slíkt ráðningarferli sé gagnsætt, hafið yfir vafa og formreglum fylgt í hvívetna. Í tveimur greinargerðum, sem undirritaður hefur lagt fram í málinu, hefur verið sýnt fram á að alvarlegar brotalamir eru á ferlinu og mikið vantar á að það sé faglegt, gagnsætt og jafnvel löglegt. Skulu nú rakin nokkur atriði, sem undirritaður hefur gert athugasemdir við: Eftir að umsóknarfrestur rann út, hefur forstjórinn yfirfarið umsóknir ásamt aðkeyptum ráðgjafa og kallað nokkra umsækjendur í viðtöl án þess að hafa til þess umboð stjórnar. Einföldustu formreglum hefur þannig ekki verið fylgt í ráðningarferli og eru slík vinnubrögð óviðunandi með öllu. Meirihluti stjórnar Orkuveitunnar hefur virt að vettugi margítrekaðar óskir stjórnarmanns um vönduð vinnubrögð og að sjálfsögðum formreglum skuli fylgt. Fyrir starfsmenn og eigendur fyrirtækisins, þ.e. almenning í Reykjavík, Borgarbyggð og á Akranesi, skiptir miklu máli að ekki leiki vafi á um að vinnubrögð hafi verið vönduð og að hæfasti umsækjandinn sé valinn. Þá eiga umsækjendur rétt á að umsóknir þeirra fái tilhlýðilega og vandaða meðferð í hvívetna enda mjög óæskilegt að grunsemdir vakni um að óeðlilega hafi verið staðið að valinu. Núverandi forstjóri hefur unnið að því að velja úr umsækjendum ásamt aðkeyptum ráðgjafa. Að fráfarandi forstjóri sé þannig í lykilhlutverki við val á eftirmanni sínum, gengur gegn leiðbeiningum um góða starfshætti fyrirtækja. Slík vinnubrögð eru óþekkt innan stjórnsýslunnar og í rekstri opinberra fyrirtækja, a.m.k. síðustu áratugina. Núverandi forstjóri var ráðinn á pólitískum forsendum, án nokkurs hæfismats eða eðlilegrar umfjöllunar stjórnar. Forstjórinn er vinur stjórnarformannsins og viðskiptafélagi föður hans. Hann starfar því fyrst og fremst í umboði meirihluta Samfylkingarinnar og Besta flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Forstjórinn getur því hvorki talist hlutlaus né óháður og því óeðlilegt að hann taki að sér að velja úr umsækjendum fyrir hönd þeirrar fjölskipuðu stjórnar, sem stjórn Orkuveitunnar er. Samkvæmt lögum er það hlutverk stjórnar Orkuveitunnar að ráða forstjóra. Í því felst að í slíku ráðningarferli er stjórnarmönnum skylt að kynna sér gögn málsins nægilega vel til að þeir geti með fullnægjandi hætti gert upp á milli umsækjenda. Sextíu manns hafa sótt um stöðuna og er fjöldi hæfra umsækjenda þar á meðal. Hins vegar hefur aðeins fullnægjandi gögnum um þrjá umsækjendur verið dreift til stjórnarinnar. Óeðlilegt er að stjórnin kynni sér ekki gögn um alla umsækjendur, eða a.m.k. um þá sem teljast hæfir, heldur framselji það hlutverk sitt til tveggja manna utan stjórnar. Verður ekki talið að stjórnarmenn geti tekið upplýsta og vel rökstudda ákvörðun með svo litlar grundvallarupplýsingar í höndunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Verulegar brotalamir eru á vinnubrögðum meirihluta stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur vegna ráðningar nýs forstjóra fyrirtækisins. Í síðasta mánuði felldi meirihluti stjórnarinnar tillögu undirritaðs um að óháð ráðningarstofa tæki ferlið í sínar hendur til að tryggja óháð og vönduð vinnubrögð. Hefur verið óskað eftir því að borgarlögmaður gefi álit sitt á því hvort yfirstandandi vinna vegna ráðningarinnar samræmist góðum stjórnarháttum og lagafyrirmælum um stjórn fyrirtækisins. Er tillaga þess efnis nú til meðferðar í borgarráði. Ráðning forstjóra er með mikilvægustu ákvörðunum, sem stjórnir fyrirtækja fá til úrlausnar. Þegar um opinber fyrirtæki er að ræða verður að gera ríka kröfu um að slíkt ráðningarferli sé gagnsætt, hafið yfir vafa og formreglum fylgt í hvívetna. Í tveimur greinargerðum, sem undirritaður hefur lagt fram í málinu, hefur verið sýnt fram á að alvarlegar brotalamir eru á ferlinu og mikið vantar á að það sé faglegt, gagnsætt og jafnvel löglegt. Skulu nú rakin nokkur atriði, sem undirritaður hefur gert athugasemdir við: Eftir að umsóknarfrestur rann út, hefur forstjórinn yfirfarið umsóknir ásamt aðkeyptum ráðgjafa og kallað nokkra umsækjendur í viðtöl án þess að hafa til þess umboð stjórnar. Einföldustu formreglum hefur þannig ekki verið fylgt í ráðningarferli og eru slík vinnubrögð óviðunandi með öllu. Meirihluti stjórnar Orkuveitunnar hefur virt að vettugi margítrekaðar óskir stjórnarmanns um vönduð vinnubrögð og að sjálfsögðum formreglum skuli fylgt. Fyrir starfsmenn og eigendur fyrirtækisins, þ.e. almenning í Reykjavík, Borgarbyggð og á Akranesi, skiptir miklu máli að ekki leiki vafi á um að vinnubrögð hafi verið vönduð og að hæfasti umsækjandinn sé valinn. Þá eiga umsækjendur rétt á að umsóknir þeirra fái tilhlýðilega og vandaða meðferð í hvívetna enda mjög óæskilegt að grunsemdir vakni um að óeðlilega hafi verið staðið að valinu. Núverandi forstjóri hefur unnið að því að velja úr umsækjendum ásamt aðkeyptum ráðgjafa. Að fráfarandi forstjóri sé þannig í lykilhlutverki við val á eftirmanni sínum, gengur gegn leiðbeiningum um góða starfshætti fyrirtækja. Slík vinnubrögð eru óþekkt innan stjórnsýslunnar og í rekstri opinberra fyrirtækja, a.m.k. síðustu áratugina. Núverandi forstjóri var ráðinn á pólitískum forsendum, án nokkurs hæfismats eða eðlilegrar umfjöllunar stjórnar. Forstjórinn er vinur stjórnarformannsins og viðskiptafélagi föður hans. Hann starfar því fyrst og fremst í umboði meirihluta Samfylkingarinnar og Besta flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Forstjórinn getur því hvorki talist hlutlaus né óháður og því óeðlilegt að hann taki að sér að velja úr umsækjendum fyrir hönd þeirrar fjölskipuðu stjórnar, sem stjórn Orkuveitunnar er. Samkvæmt lögum er það hlutverk stjórnar Orkuveitunnar að ráða forstjóra. Í því felst að í slíku ráðningarferli er stjórnarmönnum skylt að kynna sér gögn málsins nægilega vel til að þeir geti með fullnægjandi hætti gert upp á milli umsækjenda. Sextíu manns hafa sótt um stöðuna og er fjöldi hæfra umsækjenda þar á meðal. Hins vegar hefur aðeins fullnægjandi gögnum um þrjá umsækjendur verið dreift til stjórnarinnar. Óeðlilegt er að stjórnin kynni sér ekki gögn um alla umsækjendur, eða a.m.k. um þá sem teljast hæfir, heldur framselji það hlutverk sitt til tveggja manna utan stjórnar. Verður ekki talið að stjórnarmenn geti tekið upplýsta og vel rökstudda ákvörðun með svo litlar grundvallarupplýsingar í höndunum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar