Viðskipti innlent

Sektaði ekki Seðlabankann

Seðlabanki Íslands Þvingun samkeppnisyfirvalda bar tilætlaðan árangur og því var bankinn leystur undan dagsektinni.
Seðlabanki Íslands Þvingun samkeppnisyfirvalda bar tilætlaðan árangur og því var bankinn leystur undan dagsektinni.
seðlabankinn Samkeppniseftirlitið lítur svo á að dagsektirnar, sem fallið höfðu á Seðlabankann fyrir að láta ekki af hendi gögn sem eftirlitið hafði óskað eftir, væru þvingunaraðgerð. Þar sem aðgerðirnar hefðu borið tilætlaðan árangur sé óþarft að innheimta sektina. Sektin nam um fimmtíu milljónum króna. Þetta kom fram á fréttavef RÚV í gær. Bankinn bar við að hann hefði ekki heimild til að afhenda gögnin vegna trúnaðarskyldu við viðskiptabankana. Seðlabankinn lét síðan gögnin af hendi eftir að hafa fengið þeirri skyldu aflétt.- jse





Fleiri fréttir

Sjá meira


×