Telja aukna skatta á stóriðju brot á samkomulagi 10. ágúst 2011 06:00 Unnið er að tillögum um aukna skatta á stóriðju og banka og að auka tekjur af veiðileyfagjaldi. Samtök iðnaðarins segja það brot á samkomulagi um skattaumhverfi sem gert var árið 2009. Úr álverinu í Straumsvík. fréttablaðið/valli Forsvarsmönnum iðnaðarins, stóriðjufyrirtækja og samtaka fjármálastofnana hugnast illa hugmyndir ríkisstjórnarinnar um aukinn skatt á greinarnar. Þeir benda á að álögur hafi nýlega verið hækkaðar og telja hugmyndirnar brot á samkomulagi. „Ég bendi á að það er þegar kominn á sérstakur skattur á bankakerfið sem er orðinn töluvert hár," segir Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálastofnana. Hann vill þó ekki tjá sig frekar um tillögurnar fyrr en þær liggi skýrar fyrir. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir ríkisstjórnina hafa gert fjárfestingarsamninga við stóriðjuna og frekari álögur væru brot á þeim samningum. Stjórnin hafi þegar farið út fyrir þá samninga með orkuskatti og kröfu um sérstaka eingreiðslu. „Samningurinn er staðfestur af Alþingi og mér finnst það mjög merkilegt fyrir ríkisstjórn ef hún vill láta það spyrjast um sig að hún brjóti samninginn aftur." Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, segist vilja sjá hugmyndirnar útfærðar áður en hann tjáir sig um þær efnislega. Hann bendir þó einnig á orkuskattinn sem sé íþyngjandi. „Álverið í Straumsvík, sem er minnsta álverið hér á landi, er að borga eina milljón á dag í nýjan orkuskatt. Okkur finnst við því hafa lagt okkar til samfélagsins eftir hrun." Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, bendir á að gert hafi verið sérstakt samkomulag sem gerði ráð fyrir óbreyttu skattaumhverfi í stóriðjunni næstu árin. „Það var gert sérstakt samkomulag í árslok 2009 þegar settur var á sérstakur orkuskattur, að orkutengdur iðnaður fyrirframgreiddi talsvert mikinn skatt gegn því að hann héldist með ákveðnum hætti. Þetta var aftur staðfest í árslok 2010 þegar orkutengdu fyrirtækin voru að gera fjárfestingaráætlanir. Þá viðurkenndi fjármálaráðherra að þetta samkomulag væri í fullu gildi. Ef að á svo núna að fara að falla frá þessu samkomulagi þá eru það mjög vondar fréttir." Ríkisstjórnin hyggst minnka fjárlagahallann um 14 milljarða með sköttum á fjármálafyrirtæki og stóriðju, auk þess sem veiðigjald á að skila auknum tekjum í ríkissjóð. Að auki verður skorið niður um aðra 14 milljarða í ríkisrekstrinum. Þá boðuðu forystumenn ríkisstjórnarinnar í gær að eignir yrðu seldar, þar á meðal hlutir í Arion banka og Íslandsbanka og hugsanlega lítill hlutur í Landsbankanum. kolbeinn@frettabladid.isguðjón rúnarssonTÓMAS MÁR SIGURÐSSON Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Forsvarsmönnum iðnaðarins, stóriðjufyrirtækja og samtaka fjármálastofnana hugnast illa hugmyndir ríkisstjórnarinnar um aukinn skatt á greinarnar. Þeir benda á að álögur hafi nýlega verið hækkaðar og telja hugmyndirnar brot á samkomulagi. „Ég bendi á að það er þegar kominn á sérstakur skattur á bankakerfið sem er orðinn töluvert hár," segir Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálastofnana. Hann vill þó ekki tjá sig frekar um tillögurnar fyrr en þær liggi skýrar fyrir. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir ríkisstjórnina hafa gert fjárfestingarsamninga við stóriðjuna og frekari álögur væru brot á þeim samningum. Stjórnin hafi þegar farið út fyrir þá samninga með orkuskatti og kröfu um sérstaka eingreiðslu. „Samningurinn er staðfestur af Alþingi og mér finnst það mjög merkilegt fyrir ríkisstjórn ef hún vill láta það spyrjast um sig að hún brjóti samninginn aftur." Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, segist vilja sjá hugmyndirnar útfærðar áður en hann tjáir sig um þær efnislega. Hann bendir þó einnig á orkuskattinn sem sé íþyngjandi. „Álverið í Straumsvík, sem er minnsta álverið hér á landi, er að borga eina milljón á dag í nýjan orkuskatt. Okkur finnst við því hafa lagt okkar til samfélagsins eftir hrun." Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, bendir á að gert hafi verið sérstakt samkomulag sem gerði ráð fyrir óbreyttu skattaumhverfi í stóriðjunni næstu árin. „Það var gert sérstakt samkomulag í árslok 2009 þegar settur var á sérstakur orkuskattur, að orkutengdur iðnaður fyrirframgreiddi talsvert mikinn skatt gegn því að hann héldist með ákveðnum hætti. Þetta var aftur staðfest í árslok 2010 þegar orkutengdu fyrirtækin voru að gera fjárfestingaráætlanir. Þá viðurkenndi fjármálaráðherra að þetta samkomulag væri í fullu gildi. Ef að á svo núna að fara að falla frá þessu samkomulagi þá eru það mjög vondar fréttir." Ríkisstjórnin hyggst minnka fjárlagahallann um 14 milljarða með sköttum á fjármálafyrirtæki og stóriðju, auk þess sem veiðigjald á að skila auknum tekjum í ríkissjóð. Að auki verður skorið niður um aðra 14 milljarða í ríkisrekstrinum. Þá boðuðu forystumenn ríkisstjórnarinnar í gær að eignir yrðu seldar, þar á meðal hlutir í Arion banka og Íslandsbanka og hugsanlega lítill hlutur í Landsbankanum. kolbeinn@frettabladid.isguðjón rúnarssonTÓMAS MÁR SIGURÐSSON
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira