Telja aukna skatta á stóriðju brot á samkomulagi 10. ágúst 2011 06:00 Unnið er að tillögum um aukna skatta á stóriðju og banka og að auka tekjur af veiðileyfagjaldi. Samtök iðnaðarins segja það brot á samkomulagi um skattaumhverfi sem gert var árið 2009. Úr álverinu í Straumsvík. fréttablaðið/valli Forsvarsmönnum iðnaðarins, stóriðjufyrirtækja og samtaka fjármálastofnana hugnast illa hugmyndir ríkisstjórnarinnar um aukinn skatt á greinarnar. Þeir benda á að álögur hafi nýlega verið hækkaðar og telja hugmyndirnar brot á samkomulagi. „Ég bendi á að það er þegar kominn á sérstakur skattur á bankakerfið sem er orðinn töluvert hár," segir Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálastofnana. Hann vill þó ekki tjá sig frekar um tillögurnar fyrr en þær liggi skýrar fyrir. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir ríkisstjórnina hafa gert fjárfestingarsamninga við stóriðjuna og frekari álögur væru brot á þeim samningum. Stjórnin hafi þegar farið út fyrir þá samninga með orkuskatti og kröfu um sérstaka eingreiðslu. „Samningurinn er staðfestur af Alþingi og mér finnst það mjög merkilegt fyrir ríkisstjórn ef hún vill láta það spyrjast um sig að hún brjóti samninginn aftur." Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, segist vilja sjá hugmyndirnar útfærðar áður en hann tjáir sig um þær efnislega. Hann bendir þó einnig á orkuskattinn sem sé íþyngjandi. „Álverið í Straumsvík, sem er minnsta álverið hér á landi, er að borga eina milljón á dag í nýjan orkuskatt. Okkur finnst við því hafa lagt okkar til samfélagsins eftir hrun." Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, bendir á að gert hafi verið sérstakt samkomulag sem gerði ráð fyrir óbreyttu skattaumhverfi í stóriðjunni næstu árin. „Það var gert sérstakt samkomulag í árslok 2009 þegar settur var á sérstakur orkuskattur, að orkutengdur iðnaður fyrirframgreiddi talsvert mikinn skatt gegn því að hann héldist með ákveðnum hætti. Þetta var aftur staðfest í árslok 2010 þegar orkutengdu fyrirtækin voru að gera fjárfestingaráætlanir. Þá viðurkenndi fjármálaráðherra að þetta samkomulag væri í fullu gildi. Ef að á svo núna að fara að falla frá þessu samkomulagi þá eru það mjög vondar fréttir." Ríkisstjórnin hyggst minnka fjárlagahallann um 14 milljarða með sköttum á fjármálafyrirtæki og stóriðju, auk þess sem veiðigjald á að skila auknum tekjum í ríkissjóð. Að auki verður skorið niður um aðra 14 milljarða í ríkisrekstrinum. Þá boðuðu forystumenn ríkisstjórnarinnar í gær að eignir yrðu seldar, þar á meðal hlutir í Arion banka og Íslandsbanka og hugsanlega lítill hlutur í Landsbankanum. kolbeinn@frettabladid.isguðjón rúnarssonTÓMAS MÁR SIGURÐSSON Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Forsvarsmönnum iðnaðarins, stóriðjufyrirtækja og samtaka fjármálastofnana hugnast illa hugmyndir ríkisstjórnarinnar um aukinn skatt á greinarnar. Þeir benda á að álögur hafi nýlega verið hækkaðar og telja hugmyndirnar brot á samkomulagi. „Ég bendi á að það er þegar kominn á sérstakur skattur á bankakerfið sem er orðinn töluvert hár," segir Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálastofnana. Hann vill þó ekki tjá sig frekar um tillögurnar fyrr en þær liggi skýrar fyrir. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir ríkisstjórnina hafa gert fjárfestingarsamninga við stóriðjuna og frekari álögur væru brot á þeim samningum. Stjórnin hafi þegar farið út fyrir þá samninga með orkuskatti og kröfu um sérstaka eingreiðslu. „Samningurinn er staðfestur af Alþingi og mér finnst það mjög merkilegt fyrir ríkisstjórn ef hún vill láta það spyrjast um sig að hún brjóti samninginn aftur." Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, segist vilja sjá hugmyndirnar útfærðar áður en hann tjáir sig um þær efnislega. Hann bendir þó einnig á orkuskattinn sem sé íþyngjandi. „Álverið í Straumsvík, sem er minnsta álverið hér á landi, er að borga eina milljón á dag í nýjan orkuskatt. Okkur finnst við því hafa lagt okkar til samfélagsins eftir hrun." Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, bendir á að gert hafi verið sérstakt samkomulag sem gerði ráð fyrir óbreyttu skattaumhverfi í stóriðjunni næstu árin. „Það var gert sérstakt samkomulag í árslok 2009 þegar settur var á sérstakur orkuskattur, að orkutengdur iðnaður fyrirframgreiddi talsvert mikinn skatt gegn því að hann héldist með ákveðnum hætti. Þetta var aftur staðfest í árslok 2010 þegar orkutengdu fyrirtækin voru að gera fjárfestingaráætlanir. Þá viðurkenndi fjármálaráðherra að þetta samkomulag væri í fullu gildi. Ef að á svo núna að fara að falla frá þessu samkomulagi þá eru það mjög vondar fréttir." Ríkisstjórnin hyggst minnka fjárlagahallann um 14 milljarða með sköttum á fjármálafyrirtæki og stóriðju, auk þess sem veiðigjald á að skila auknum tekjum í ríkissjóð. Að auki verður skorið niður um aðra 14 milljarða í ríkisrekstrinum. Þá boðuðu forystumenn ríkisstjórnarinnar í gær að eignir yrðu seldar, þar á meðal hlutir í Arion banka og Íslandsbanka og hugsanlega lítill hlutur í Landsbankanum. kolbeinn@frettabladid.isguðjón rúnarssonTÓMAS MÁR SIGURÐSSON
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur