Greinargerð um skuldavanda til umboðsmanns skuldara Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Skuldavandi minn byrjaði 21. september 1954 eða daginn sem ég fæddist. Ég vissi það auðvitað ekki þá en átti sannarlega eftir að reka mig á það síðar. Ég fæddist inn í félagshyggjufjölskyldu þar sem hagur heildarinnar var látinn ganga fyrir sérhagsmunum einstaklinga og samfélagshugsjónin var höfð í huga við alla ákvarðanatöku. Í þeim jarðvegi ólst ég upp og mótaðist. Ég ólst upp í samfélagi en þurfti að fóta mig fjárhagslega í frjálshyggjuþjóðfélagi þar sem fáir hrifsuðu til sín peningana, skeyttu ekkert um aðra eða samfélagið í heild, skildu þjóðina eftir í sárum og finnst það sjálfsagt. Ég með mitt uppeldi og bakgrunn átti aldrei möguleika á að geta klárað mig fjárhagslega í því græðgis- og sjálftökuþjóðfélagi nýfrjálshyggju og spekúlanta sem ég bý í. Aldrei frá upphafi átti ég möguleika á að klára mig fjárhagslega í þessu þjóðfélagi. Leikreglurnar eru og voru svo andstæðar öllu sem ég stóð og stend fyrir, hugsjónum mínum og trú minni á samfélagið að ég átti um tvennt að velja. Ég gat hent fyrir róða öllu því sem ég trúði á og stóð fyrir og tekið þátt í leiknum með sérhagsmuni mína í fyrirrúmi á kostnað hinna (og ég fékk sannarlega tækifæri til þess) eða haldið í trú mína, sannfæringu, hugsjónir og lífsgildi og orðið undir í peningasamfélaginu. Ég valdi síðari kostinn þó að ég gerði mér fyllilega grein fyrir afleiðingunum. Ég er sátt við sjálfa mig en ósátt við hvernig komið er fram við þá sem ekki tóku þátt í darraðardansinum, gátu ekki eða vildu ekki taka þátt í leiknum, og eru nú SKULDARAR þeirra sem spiluðu og spila ennþá eftir peningaleikreglunum einum. Skuldavandi minn er ekki tilkominn vegna þess að ég hafi verið í spákaupmennsku eða verið að reyna að hagnast óeðlilega í 2007 mínus brjálæðinu. Ég tapaði ekki sýndarpeningum í hruninu. Skuldir mínar eru tilkomnar vegna fjárfestinga í grunnþörfum fjölskyldunnar og menntun og skuldavandinn er vegna þess að skuldirnar hækkuðu óeðlilega í svikamyllu sýndargóðærisins og helstu lánadrottnarnir hafa ekki viljað semja við mig um þessar skuldir í samræmi við greiðslugetu mína. Þeir eru að gæta hagsmuna kröfuhafa að eigin sögn svo þar á ég enga von. Ég á skuldugt heimili, gamlan bíl og aðrar nauðþurftir en ekkert umfram það. Ég á ekki lengur nóga peninga fyrir lánardrottna og kröfuhafa og fyrir það verður mér refsað. Ég ákvað nefnilega að láta hrægamma hrunsins á ofurlaunum ekki ganga fyrir grunnþörfum fjölskyldunnar eins og margir gera í dag. Líklega endar það á því að peningaöflin taka af mér heimilið, setja mig á götuna og jafnvel í skuldafangelsi, sem ég er reyndar þegar í. Þetta er ég farin að sjá í kringum mig. Þannig eru leikreglurnar og enginn vilji virðist til að breyta þeim. Ég játa mig fúslega sigraða og hef ákveðið að reyna ekki lengur að taka þátt í þessu óréttláta peningaþjóðfélagi og leikreglum þess, en er að leita leiða til að lifa það af fjárhagslega. Spila á siðlaust kerfið til að komast af fjárhagslega eins og margir eru farnir að gera. „Þetta er m.a. ástæðan fyrir aukinni svartri atvinnustarfsemi. Fólk er að leita leiða til að lifa af fjárhagslega, Steingrímur." Orð eins og mannréttindi, grunnþarfir, sanngirni, réttlæti, samábyrgð, samfélag hafa ekkert vægi lengur. Peningaleikreglurnar einar ráða för og forsendurnar eru þeirra. Meðfylgjandi er afrit af löginnheimtu sem er undanfari aðfararbeiðni sem ég fékk þrátt fyrir að ég hafi falið umboðsmanni skuldara að reyna að semja við lánardrottnana og kröfuhafana og sé í svokölluðu skuldaskjóli. Þegar ég fór í skuldaskjól var ég með um 230.000 kr. í vanskilum. Innheimtuþóknunin ein er um 300.000 kr. og dráttarvextirnir 290.000 kr. Fyrir svona vinnu er mönnum borgað allt að 5.000.000 kr., fimm milljónir, í mánaðarlaun meðan lægstu mánaðarlaun eru innan við 200.000 kr., tvö hundruð þúsund krónur. Þetta þykir sjálfsagt og eðlilegt. Þeir síðari missa heimili sín og lenda á götunni í fátækt, bótakerfi og niðurlægingu, meðan þeir fyrrnefndu fá aukin völd og virðingu og halda áfram að setja óviðunandi leikreglur sjálfum sér í hag á kostnað okkar hinna. Fyrir það er þeim umbunað ríkulega. Stjórnvöld horfa ráðþrota og aðgerðalítil á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Skuldavandi minn byrjaði 21. september 1954 eða daginn sem ég fæddist. Ég vissi það auðvitað ekki þá en átti sannarlega eftir að reka mig á það síðar. Ég fæddist inn í félagshyggjufjölskyldu þar sem hagur heildarinnar var látinn ganga fyrir sérhagsmunum einstaklinga og samfélagshugsjónin var höfð í huga við alla ákvarðanatöku. Í þeim jarðvegi ólst ég upp og mótaðist. Ég ólst upp í samfélagi en þurfti að fóta mig fjárhagslega í frjálshyggjuþjóðfélagi þar sem fáir hrifsuðu til sín peningana, skeyttu ekkert um aðra eða samfélagið í heild, skildu þjóðina eftir í sárum og finnst það sjálfsagt. Ég með mitt uppeldi og bakgrunn átti aldrei möguleika á að geta klárað mig fjárhagslega í því græðgis- og sjálftökuþjóðfélagi nýfrjálshyggju og spekúlanta sem ég bý í. Aldrei frá upphafi átti ég möguleika á að klára mig fjárhagslega í þessu þjóðfélagi. Leikreglurnar eru og voru svo andstæðar öllu sem ég stóð og stend fyrir, hugsjónum mínum og trú minni á samfélagið að ég átti um tvennt að velja. Ég gat hent fyrir róða öllu því sem ég trúði á og stóð fyrir og tekið þátt í leiknum með sérhagsmuni mína í fyrirrúmi á kostnað hinna (og ég fékk sannarlega tækifæri til þess) eða haldið í trú mína, sannfæringu, hugsjónir og lífsgildi og orðið undir í peningasamfélaginu. Ég valdi síðari kostinn þó að ég gerði mér fyllilega grein fyrir afleiðingunum. Ég er sátt við sjálfa mig en ósátt við hvernig komið er fram við þá sem ekki tóku þátt í darraðardansinum, gátu ekki eða vildu ekki taka þátt í leiknum, og eru nú SKULDARAR þeirra sem spiluðu og spila ennþá eftir peningaleikreglunum einum. Skuldavandi minn er ekki tilkominn vegna þess að ég hafi verið í spákaupmennsku eða verið að reyna að hagnast óeðlilega í 2007 mínus brjálæðinu. Ég tapaði ekki sýndarpeningum í hruninu. Skuldir mínar eru tilkomnar vegna fjárfestinga í grunnþörfum fjölskyldunnar og menntun og skuldavandinn er vegna þess að skuldirnar hækkuðu óeðlilega í svikamyllu sýndargóðærisins og helstu lánadrottnarnir hafa ekki viljað semja við mig um þessar skuldir í samræmi við greiðslugetu mína. Þeir eru að gæta hagsmuna kröfuhafa að eigin sögn svo þar á ég enga von. Ég á skuldugt heimili, gamlan bíl og aðrar nauðþurftir en ekkert umfram það. Ég á ekki lengur nóga peninga fyrir lánardrottna og kröfuhafa og fyrir það verður mér refsað. Ég ákvað nefnilega að láta hrægamma hrunsins á ofurlaunum ekki ganga fyrir grunnþörfum fjölskyldunnar eins og margir gera í dag. Líklega endar það á því að peningaöflin taka af mér heimilið, setja mig á götuna og jafnvel í skuldafangelsi, sem ég er reyndar þegar í. Þetta er ég farin að sjá í kringum mig. Þannig eru leikreglurnar og enginn vilji virðist til að breyta þeim. Ég játa mig fúslega sigraða og hef ákveðið að reyna ekki lengur að taka þátt í þessu óréttláta peningaþjóðfélagi og leikreglum þess, en er að leita leiða til að lifa það af fjárhagslega. Spila á siðlaust kerfið til að komast af fjárhagslega eins og margir eru farnir að gera. „Þetta er m.a. ástæðan fyrir aukinni svartri atvinnustarfsemi. Fólk er að leita leiða til að lifa af fjárhagslega, Steingrímur." Orð eins og mannréttindi, grunnþarfir, sanngirni, réttlæti, samábyrgð, samfélag hafa ekkert vægi lengur. Peningaleikreglurnar einar ráða för og forsendurnar eru þeirra. Meðfylgjandi er afrit af löginnheimtu sem er undanfari aðfararbeiðni sem ég fékk þrátt fyrir að ég hafi falið umboðsmanni skuldara að reyna að semja við lánardrottnana og kröfuhafana og sé í svokölluðu skuldaskjóli. Þegar ég fór í skuldaskjól var ég með um 230.000 kr. í vanskilum. Innheimtuþóknunin ein er um 300.000 kr. og dráttarvextirnir 290.000 kr. Fyrir svona vinnu er mönnum borgað allt að 5.000.000 kr., fimm milljónir, í mánaðarlaun meðan lægstu mánaðarlaun eru innan við 200.000 kr., tvö hundruð þúsund krónur. Þetta þykir sjálfsagt og eðlilegt. Þeir síðari missa heimili sín og lenda á götunni í fátækt, bótakerfi og niðurlægingu, meðan þeir fyrrnefndu fá aukin völd og virðingu og halda áfram að setja óviðunandi leikreglur sjálfum sér í hag á kostnað okkar hinna. Fyrir það er þeim umbunað ríkulega. Stjórnvöld horfa ráðþrota og aðgerðalítil á.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar