Ingimundur: Þarf bara að smyrja ryðgaða sleggjuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2011 06:00 Ingimundur handsalar samninginn við Ólaf I. Arnarsson, formann handknattleiksdeildar Fram. Fréttablaðið/Stefán Íslenski landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson gekk í gær til liðs við Fram. Ingimundur skrifaði undir eins árs samning en hann mun einnig koma að þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. „Framararnir höfðu samband við mig og ég ákvað að setjast niður með þeim um helgina. Síðan gerðist þetta fljótt og ég er mjög ánægður með þetta," sagði Breiðhyltingurinn. Ingimundur hefur leikið erlendis frá árinu 2005 og komið víða við. Hann hefur leikið í Sviss, Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Hann var síðast á mála hjá AaB í Álaborg. „Í byrjun var stefnan að vera áfram úti. Ég gerði ákveðnar kröfur þarna úti en var ekki að detta í neitt nógu spennandi. Mér fannst fín tímasetning að koma heim. Ég er mjög ánægður með að vera búinn að ljúka þessu." Ingimundur hefur verið sterklega orðaður við lið Akureyrar í sumar og gerðu norðanmenn sér góðar vonir um að fá Ingimund. „Ég sé enga ástæðu til þess að ræða það eitthvað. Ég var vissulega búinn að ræða við þá en er búinn að ganga frá eins árs samningi við Fram núna. Hef ekkert meira um það að segja," sagði Ingimundur. Ásamt því að spila fyrir meistaraflokk félagsins mun Ingimundur þjálfa 3. flokk karla. Þá verður hann öðrum þjálfurum félagsins innan handar varðandi varnarleik. Ingimundur hefur leikið 94 landsleiki fyrir Ísland og verið lykilmaður í varnarleik liðsins undanfarin ár. Landslið Íslands hefur nær eingöngu verið byggt upp af atvinnumönnum erlendis undanfarin ár. Ingimundur hefur ekki áhyggjur af sæti sínu í landsliðinu. „Í rauninni ekki. Það er undir sjálfum mér komið að halda mér í góðu formi. Æfingakúltúrinn á Íslandi er mjög góður og betri en á mörgum stöðum erlendis. Það verður að koma í ljós hvort ég verð áfram í landsliðinu eða ekki. Stefnan er að sjálfsögðu að halda mér þar inni," segir Ingimundur, sem var í silfurliðinu í Peking 2008. Hann segir eina af ástæðunum fyrir því að hann valdi Fram að þar fái hann tækifæri til þess að æfa og halda sér í toppstandi. Ingimundur spilaði vinstri skyttu á sínum tíma en hefur undanfarin ár fyrst og fremst getið sér gott orð fyrir góðan varnarleik. Hann segist ekki vita hvaða hlutverk hann muni spila í sóknarleiknum með Fram. „Það verður að koma í ljós. Ég er búinn að standa á teig í þrjú ár og spila vörn og hef þannig séð varla fengið að kasta bolta á æfingu. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta kemur með tímanum," sagði Ingimundur, sem segir sleggjuna enn vera til staðar. „Já, já, hún er kannski smá ryðguð en það þarf bara að smyrja hana." Olís-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson gekk í gær til liðs við Fram. Ingimundur skrifaði undir eins árs samning en hann mun einnig koma að þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. „Framararnir höfðu samband við mig og ég ákvað að setjast niður með þeim um helgina. Síðan gerðist þetta fljótt og ég er mjög ánægður með þetta," sagði Breiðhyltingurinn. Ingimundur hefur leikið erlendis frá árinu 2005 og komið víða við. Hann hefur leikið í Sviss, Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Hann var síðast á mála hjá AaB í Álaborg. „Í byrjun var stefnan að vera áfram úti. Ég gerði ákveðnar kröfur þarna úti en var ekki að detta í neitt nógu spennandi. Mér fannst fín tímasetning að koma heim. Ég er mjög ánægður með að vera búinn að ljúka þessu." Ingimundur hefur verið sterklega orðaður við lið Akureyrar í sumar og gerðu norðanmenn sér góðar vonir um að fá Ingimund. „Ég sé enga ástæðu til þess að ræða það eitthvað. Ég var vissulega búinn að ræða við þá en er búinn að ganga frá eins árs samningi við Fram núna. Hef ekkert meira um það að segja," sagði Ingimundur. Ásamt því að spila fyrir meistaraflokk félagsins mun Ingimundur þjálfa 3. flokk karla. Þá verður hann öðrum þjálfurum félagsins innan handar varðandi varnarleik. Ingimundur hefur leikið 94 landsleiki fyrir Ísland og verið lykilmaður í varnarleik liðsins undanfarin ár. Landslið Íslands hefur nær eingöngu verið byggt upp af atvinnumönnum erlendis undanfarin ár. Ingimundur hefur ekki áhyggjur af sæti sínu í landsliðinu. „Í rauninni ekki. Það er undir sjálfum mér komið að halda mér í góðu formi. Æfingakúltúrinn á Íslandi er mjög góður og betri en á mörgum stöðum erlendis. Það verður að koma í ljós hvort ég verð áfram í landsliðinu eða ekki. Stefnan er að sjálfsögðu að halda mér þar inni," segir Ingimundur, sem var í silfurliðinu í Peking 2008. Hann segir eina af ástæðunum fyrir því að hann valdi Fram að þar fái hann tækifæri til þess að æfa og halda sér í toppstandi. Ingimundur spilaði vinstri skyttu á sínum tíma en hefur undanfarin ár fyrst og fremst getið sér gott orð fyrir góðan varnarleik. Hann segist ekki vita hvaða hlutverk hann muni spila í sóknarleiknum með Fram. „Það verður að koma í ljós. Ég er búinn að standa á teig í þrjú ár og spila vörn og hef þannig séð varla fengið að kasta bolta á æfingu. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta kemur með tímanum," sagði Ingimundur, sem segir sleggjuna enn vera til staðar. „Já, já, hún er kannski smá ryðguð en það þarf bara að smyrja hana."
Olís-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira