Innanlandsflugvöllur í Reykjavík Ögmundur Jónasson skrifar 13. júlí 2011 06:00 Nokkrar umræður hafa spunnist í fjölmiðlum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Tilefnið er að í burðarliðnum er samkomulag innanríkisráðuneytis og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ráðist yrði í löngu tímabærar endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og starfsfólk innanlandsflugsins á Reykjavíkurflugvelli. Um þetta eru ríki og borg sammála. Komast þurfi út úr því öngstræti aðgerðarleysis sem þessi mál hafa verið í. Kyrrstaða ekki boðlegÁ þenslutímanum var hafist handa með metnaðarfull áform um hönnun og byggingu samgöngumiðstöðvar á norðausturhluta flugvallarsvæðisins. Forsvarsfólk Reykjavíkurborgar var hins vegar aldrei sátt við þessi áform og heyrðust þau sjónarmið að þar með yrði framtíð flugvallarins niðurnjörvuð um ókominn tíma. Á undanförnum árum hafa hvorki ríki né borg viljað hnika til í afstöðu til samgöngumiðstöðvarinnar og við það hefur setið. Á meðan hefur aðstaðan drabbast niður og er engan veginn sæmandi. Þau áform sem nú eru uppi byggjast á því að báðir aðilar taka tillit til sjónarmiða hins. Þannig segjast talsmenn borgarinnar enn stefna á flutning flugvallarins í framtíðinni en ég sem ráðherra samgöngumála hef marglýst því yfir að ég vilji hafa flugvöllinn þar sem hann nú er og að ég muni beita mér fyrir því að svo verði. Ríkið á flugvallarlandið að mestuEnda þótt Reykjavíkurborg hafi skipulagsvald innan borgarmarkanna verður ekki fram hjá því horft að landið undir flugvellinum er að mestu leyti í eign ríkisins. Allt eru þetta staðreyndir máls og þóttu fleirum en mér undarlegar yfirlýsingar Páls Hjaltasonar, formanns skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, að hugmyndir um að flugvöllurinn yrði áfram í borginni væru byggðar á misskilningi. Svo er ekki. Um framtíðina í þessu efni er hins vegar ekki samkomulag. Þess vegna er niðurstaðan nú vonandi sú að reist verði ný flugstöð Skerjafjarðarmegin flugvallar sem yrði hönnuð með þeim hætti að hún gæti átt eftir að víkja. Þetta er leiðin út úr öngstræti kyrrstöðunnar. Þótt sjálfur hafi ég á sínum tíma verið hlynntur samgöngumiðstöð í norðausturgeira flugvallarins horfist ég í augu við þá staðreynd að fyrir henni er ekki vilji hjá borginni. Annað hefur breyst frá því þessi áform voru uppi: Peningaleysi. Það eitt að byggja flughlöð í norðausturgeira flugvallar myndi samkvæmt áætlunum kosta tæpan milljarð. Flughlöð er hins vegar fyrir hendi vestan megin á vellinum að mestu leyti og sparar það stórfé að nýta það. Jafnvægi í flutningumFram kemur í Fréttablaðinu 8. júlí að Páli Hjaltasyni þykir ágæt hugmynd að flytja flugvöllinn til Keflavíkur eða með öðrum orðum leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ekki þætti mér ótrúlegt að einmitt þetta gerðist ef vellinum yrði lokað í Reykjavík. Þætti mér það afleitt. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að dreifa flutningum um landið betur en nú er gert á milli sjávar, lofts og láðs. Til að þetta takist þarf að koma á strandflutningum og efla flugsamgöngur. Annar veruleiki í dag en í gærStaðsetning Reykjavíkurflugvallar er umdeild og ekki síður í mínum flokki. Oddvitar VG í borgarstjórn hafa teflt fram umhverfisrökum fyrir flutningi flugvallarins og nefndu á sínum tíma Hólmsheiði sem valkost til að skoða sem raunhæft flugvallarsvæði. Önnur rök hafa verið sett fram sem snúa að skipulagi og vexti borgarinnar. Þarna hafa staðið framarlega samtökin Betri byggð og einnig stjórnmálamenn úr öllum flokkum. Allt eru þetta virðingarverð viðhorf. Öðru máli gegnir um þrýsting ágengra fjárfesta sem var mjög áberandi á þenslutímanum, en þeir vildu ólmir komast í þetta verðmæta svæði og fara þar líkt að og þeir gerðu af miklum ákafa en lítilli fyrirhyggju annars staðar þar sem mannlausar blokkir segja nú allt sem segja þarf. Annað er að hugmyndir um flutning flugvallar sem þóttu raunhæfar þegar fjárráðin voru rýmri eru nánast galnar í dag. Hvað með lýðræðið?En hvað með lýðræðið? Flugvallarmálið fór vissulega í almenna atkvæðagreiðslu. Þar fékkst niðurstaða þótt þátttaka væri mjög dræm. Ég er hins vegar sammála þeim sem halda því fram að þetta mál komi landsmönnum öllum við, ekki Reykvíkingum einum og eigi þess vegna að bera það upp við þjóðina alla. Afstaðan í flugvallarmálinu gengur þvert á alla flokka. Það höfum við rækilega verið minnt á í viðbrögðum við þessari umræðu nú síðustu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nokkrar umræður hafa spunnist í fjölmiðlum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Tilefnið er að í burðarliðnum er samkomulag innanríkisráðuneytis og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ráðist yrði í löngu tímabærar endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og starfsfólk innanlandsflugsins á Reykjavíkurflugvelli. Um þetta eru ríki og borg sammála. Komast þurfi út úr því öngstræti aðgerðarleysis sem þessi mál hafa verið í. Kyrrstaða ekki boðlegÁ þenslutímanum var hafist handa með metnaðarfull áform um hönnun og byggingu samgöngumiðstöðvar á norðausturhluta flugvallarsvæðisins. Forsvarsfólk Reykjavíkurborgar var hins vegar aldrei sátt við þessi áform og heyrðust þau sjónarmið að þar með yrði framtíð flugvallarins niðurnjörvuð um ókominn tíma. Á undanförnum árum hafa hvorki ríki né borg viljað hnika til í afstöðu til samgöngumiðstöðvarinnar og við það hefur setið. Á meðan hefur aðstaðan drabbast niður og er engan veginn sæmandi. Þau áform sem nú eru uppi byggjast á því að báðir aðilar taka tillit til sjónarmiða hins. Þannig segjast talsmenn borgarinnar enn stefna á flutning flugvallarins í framtíðinni en ég sem ráðherra samgöngumála hef marglýst því yfir að ég vilji hafa flugvöllinn þar sem hann nú er og að ég muni beita mér fyrir því að svo verði. Ríkið á flugvallarlandið að mestuEnda þótt Reykjavíkurborg hafi skipulagsvald innan borgarmarkanna verður ekki fram hjá því horft að landið undir flugvellinum er að mestu leyti í eign ríkisins. Allt eru þetta staðreyndir máls og þóttu fleirum en mér undarlegar yfirlýsingar Páls Hjaltasonar, formanns skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, að hugmyndir um að flugvöllurinn yrði áfram í borginni væru byggðar á misskilningi. Svo er ekki. Um framtíðina í þessu efni er hins vegar ekki samkomulag. Þess vegna er niðurstaðan nú vonandi sú að reist verði ný flugstöð Skerjafjarðarmegin flugvallar sem yrði hönnuð með þeim hætti að hún gæti átt eftir að víkja. Þetta er leiðin út úr öngstræti kyrrstöðunnar. Þótt sjálfur hafi ég á sínum tíma verið hlynntur samgöngumiðstöð í norðausturgeira flugvallarins horfist ég í augu við þá staðreynd að fyrir henni er ekki vilji hjá borginni. Annað hefur breyst frá því þessi áform voru uppi: Peningaleysi. Það eitt að byggja flughlöð í norðausturgeira flugvallar myndi samkvæmt áætlunum kosta tæpan milljarð. Flughlöð er hins vegar fyrir hendi vestan megin á vellinum að mestu leyti og sparar það stórfé að nýta það. Jafnvægi í flutningumFram kemur í Fréttablaðinu 8. júlí að Páli Hjaltasyni þykir ágæt hugmynd að flytja flugvöllinn til Keflavíkur eða með öðrum orðum leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ekki þætti mér ótrúlegt að einmitt þetta gerðist ef vellinum yrði lokað í Reykjavík. Þætti mér það afleitt. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að dreifa flutningum um landið betur en nú er gert á milli sjávar, lofts og láðs. Til að þetta takist þarf að koma á strandflutningum og efla flugsamgöngur. Annar veruleiki í dag en í gærStaðsetning Reykjavíkurflugvallar er umdeild og ekki síður í mínum flokki. Oddvitar VG í borgarstjórn hafa teflt fram umhverfisrökum fyrir flutningi flugvallarins og nefndu á sínum tíma Hólmsheiði sem valkost til að skoða sem raunhæft flugvallarsvæði. Önnur rök hafa verið sett fram sem snúa að skipulagi og vexti borgarinnar. Þarna hafa staðið framarlega samtökin Betri byggð og einnig stjórnmálamenn úr öllum flokkum. Allt eru þetta virðingarverð viðhorf. Öðru máli gegnir um þrýsting ágengra fjárfesta sem var mjög áberandi á þenslutímanum, en þeir vildu ólmir komast í þetta verðmæta svæði og fara þar líkt að og þeir gerðu af miklum ákafa en lítilli fyrirhyggju annars staðar þar sem mannlausar blokkir segja nú allt sem segja þarf. Annað er að hugmyndir um flutning flugvallar sem þóttu raunhæfar þegar fjárráðin voru rýmri eru nánast galnar í dag. Hvað með lýðræðið?En hvað með lýðræðið? Flugvallarmálið fór vissulega í almenna atkvæðagreiðslu. Þar fékkst niðurstaða þótt þátttaka væri mjög dræm. Ég er hins vegar sammála þeim sem halda því fram að þetta mál komi landsmönnum öllum við, ekki Reykvíkingum einum og eigi þess vegna að bera það upp við þjóðina alla. Afstaðan í flugvallarmálinu gengur þvert á alla flokka. Það höfum við rækilega verið minnt á í viðbrögðum við þessari umræðu nú síðustu daga.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar