Hærri vextir magna kreppuna 5. júlí 2011 07:30 Már Guðmundsson Hækkun vaxta myndi magna skuldakreppu fyrirtækja og heimila, valda auknum fjölda gjaldþrota og meiri óróa á vinnumarkaði. Þetta segir í grein sem Gylfi Zoëga, prófessor við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, ritar í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans við vaxtaákvörðun um miðjan mánuðinn, þegar vöxtum var haldið óbreyttum, kom hins vegar fram að vegna aukins verðbólguþrýstings væri hækkun vaxta líklegri en lækkun á næstunni. Þetta var ítrekað í greinargerð Seðlabankans til ríkisstjórnarinnar í byrjun mánaðarins. Í grein sinni bendir Gylfi hins vegar á að kreppan hér stafi ekki af of lítilli eftirspurn og verðbólga ekki af of mikilli eftirspurn. „Verðbólgan er að miklu leyti innflutt, stafar af hækkun á hrávöru á heimsmarkaði,“ segir hann og kveður við að eiga skuldakreppu sem lami fjárfestingar og mannaráðningar fyrirtækja og rýri lífskjör heimila. Við þær aðstæður geti vaxtahækkun aukið skuldabyrði og haft svipuð áhrif og hækkað verð hrávöru, fyrirtæki beini kostnaði út í verðlag og verkalýðshreyfingin verjist af enn meiri hörku. „Friður á vinnumarkaði við hærri vexti krefst meira atvinnuleysis,“ segir Gylfi. - óká Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira
Hækkun vaxta myndi magna skuldakreppu fyrirtækja og heimila, valda auknum fjölda gjaldþrota og meiri óróa á vinnumarkaði. Þetta segir í grein sem Gylfi Zoëga, prófessor við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, ritar í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans við vaxtaákvörðun um miðjan mánuðinn, þegar vöxtum var haldið óbreyttum, kom hins vegar fram að vegna aukins verðbólguþrýstings væri hækkun vaxta líklegri en lækkun á næstunni. Þetta var ítrekað í greinargerð Seðlabankans til ríkisstjórnarinnar í byrjun mánaðarins. Í grein sinni bendir Gylfi hins vegar á að kreppan hér stafi ekki af of lítilli eftirspurn og verðbólga ekki af of mikilli eftirspurn. „Verðbólgan er að miklu leyti innflutt, stafar af hækkun á hrávöru á heimsmarkaði,“ segir hann og kveður við að eiga skuldakreppu sem lami fjárfestingar og mannaráðningar fyrirtækja og rýri lífskjör heimila. Við þær aðstæður geti vaxtahækkun aukið skuldabyrði og haft svipuð áhrif og hækkað verð hrávöru, fyrirtæki beini kostnaði út í verðlag og verkalýðshreyfingin verjist af enn meiri hörku. „Friður á vinnumarkaði við hærri vexti krefst meira atvinnuleysis,“ segir Gylfi. - óká
Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira