Áreynslulaus nafnaleikur 29. júní 2011 19:30 Fyrsta plata Péturs Ben og Ebergs nefnist Numbers Game þar sem blandað er saman poppi, rokki og elektróník. Fréttablaðið/HAG Fyrsta plata Péturs Ben og Ebergs nefnist Numbers Game. Þar blanda þeir félagar saman poppi, rokki og elektróník á aðgengilegan og fagmannlegan hátt. Pétur Ben og Einar Tönsberg, öðru nafni Eberg, hafa sent frá sér plötuna Numbers Game. Tónlistin er einhvers konar blanda af poppi, rokki og elektróník. „Þessi plata kom mjög áreynslulaust. Það var mjög auðvelt að semja hana," segir Pétur, sem er hæstánægður með samstarfið við Eberg. Þeir hafa hvor um sig verið áberandi í íslensku tónlistarlífi og hugsuðu margir sér gott til glóðarinnar þegar fregnir bárust af samstarfinu. Pétur gaf út sólóplötuna Wine For My Weakness árið 2006. Síðan þá hefur hann haft í nógu að snúast, unnið með Mugison, samið kvikmyndatónlist við Bjarnfreðarson og Foreldra og tekið upp plötur fyrir Bubba og Ellen Kristjánsdóttur. Eberg hefur gefið út þrjár sólóplötur, átt lög í erlendum auglýsingum og er annar hluti dúettsins vinsæla Feldbergs. Þeir félagar kynntust árið 2005 eftir að Einar flutti heim frá Bretlandi. „Við kynntumst í lengsta „sándtékki" sögunnar á Iceland Airwaves," segir Pétur og hlær. „Við vorum að spila á sama tíma og José Gonzáles. Hann var þarna einn með gítar og tók sér góðan tíma í að fá hljóð á hann." Þeir ákváðu að einn góðan veðurdag skyldu þeir vinna saman og það tækifæri kom þegar Pétur var beðinn um að velja með sér listamann fyrir ótilgreint verkefni. „Ég valdi að tala við hann og það gekk rosalega vel. Við ákváðum að þetta skyldi ekki vera endirinn á okkar samstarfi og vildum reyna að gera EP-plötu eða stóra plötu. Svo varð ekkert úr þessu verkefni en platan er til," segir hann og segist vel geta hugsað sér að vinna aftur með Eberg. Ýmsir góðkunnir gestir skjóta upp kollinum á Numbers Game og má þar nefna Mugison, Sigtrygg Baldursson, Nóa úr Leaves, Gísla Galdur og þær Maríu og Hildi úr Amiinu. Á plötunni er meðal annars hið vinsæla lag Come On Come Over sem flestir ættu að þekkja úr Nova-auglýsingum. Fram undan hjá Pétri og Eberg eru tónleikar í Tjarnarbíói 21. júlí og á Græna hattinum á Akureyri kvöldið eftir. Sjálfur er Pétur einnig að undirbúa næstu sólóplötu sína sem kemur líklega út fyrir jól. freyr@frettabladid.is Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Fyrsta plata Péturs Ben og Ebergs nefnist Numbers Game. Þar blanda þeir félagar saman poppi, rokki og elektróník á aðgengilegan og fagmannlegan hátt. Pétur Ben og Einar Tönsberg, öðru nafni Eberg, hafa sent frá sér plötuna Numbers Game. Tónlistin er einhvers konar blanda af poppi, rokki og elektróník. „Þessi plata kom mjög áreynslulaust. Það var mjög auðvelt að semja hana," segir Pétur, sem er hæstánægður með samstarfið við Eberg. Þeir hafa hvor um sig verið áberandi í íslensku tónlistarlífi og hugsuðu margir sér gott til glóðarinnar þegar fregnir bárust af samstarfinu. Pétur gaf út sólóplötuna Wine For My Weakness árið 2006. Síðan þá hefur hann haft í nógu að snúast, unnið með Mugison, samið kvikmyndatónlist við Bjarnfreðarson og Foreldra og tekið upp plötur fyrir Bubba og Ellen Kristjánsdóttur. Eberg hefur gefið út þrjár sólóplötur, átt lög í erlendum auglýsingum og er annar hluti dúettsins vinsæla Feldbergs. Þeir félagar kynntust árið 2005 eftir að Einar flutti heim frá Bretlandi. „Við kynntumst í lengsta „sándtékki" sögunnar á Iceland Airwaves," segir Pétur og hlær. „Við vorum að spila á sama tíma og José Gonzáles. Hann var þarna einn með gítar og tók sér góðan tíma í að fá hljóð á hann." Þeir ákváðu að einn góðan veðurdag skyldu þeir vinna saman og það tækifæri kom þegar Pétur var beðinn um að velja með sér listamann fyrir ótilgreint verkefni. „Ég valdi að tala við hann og það gekk rosalega vel. Við ákváðum að þetta skyldi ekki vera endirinn á okkar samstarfi og vildum reyna að gera EP-plötu eða stóra plötu. Svo varð ekkert úr þessu verkefni en platan er til," segir hann og segist vel geta hugsað sér að vinna aftur með Eberg. Ýmsir góðkunnir gestir skjóta upp kollinum á Numbers Game og má þar nefna Mugison, Sigtrygg Baldursson, Nóa úr Leaves, Gísla Galdur og þær Maríu og Hildi úr Amiinu. Á plötunni er meðal annars hið vinsæla lag Come On Come Over sem flestir ættu að þekkja úr Nova-auglýsingum. Fram undan hjá Pétri og Eberg eru tónleikar í Tjarnarbíói 21. júlí og á Græna hattinum á Akureyri kvöldið eftir. Sjálfur er Pétur einnig að undirbúa næstu sólóplötu sína sem kemur líklega út fyrir jól. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira