Úthlutun ríkisstyrkja og hlutverk fjárlaganefndar Oddný G. Harðardóttir skrifar 28. júní 2011 06:30 Úthlutun óskiptra liða fjárlagafrumvarpsins, svokallaðra safnliða, hefur verið gagnrýnd harkalega mörg undanfarin ár. Þessir liðir eru alls um 0,3% af útgjöldum ríkisins í ár. Fjárlaganefnd hefur tekið við hundruðum umsókna á hverju hausti, tekið viðtöl og varið löngum tíma í að ákveða úthlutun fjármuna til einstaklinga, félaga og samtaka. Á sama tíma á nefndin að fara yfir alla aðra liði fjárlagafrumvarpsins. Gagnrýnisraddir hafa komið úr öllum stjórnmálaflokkum og Hreyfingunni og úr öllum kjördæmum vegna þessa. Við síðustu fjárlagagerð lýstu margir þingmenn óánægju sinni með fyrirkomulagið og þótti fjárlaganefnd brýnt að endurskoða vinnubrögðin sem tíðkast hafa. Ákveðið var að skoða vandlega úthlutun Alþingis og ráðuneyta á safnliðunum, samtals um 1.500 milljónir króna. Þar af úthlutaði Alþingi um 800 milljónum fyrir árið 2011. Vinnuhópur innan fjárlaganefndar setti saman tillögur um vinnulag sem nýtast á vegna úthlutunar fyrir árið 2012 út frá eftirfarandi markmiðum: 1. Að úthlutun verði gegnsærri og til þess fallin að auka traust á því hvernig fjármunum ríkisins er skipt. 2. Að efla þarfagreiningu og eftirlit. 3. Að bæta stjórnsýslu og yfirsýn yfir einstaka málaflokka. 4. Að sjá til þess að ákvörðunartaka um umsýslu málaflokka sé fagleg og afgreiðsla mála samræmd. 5. Að fjárlaganefnd og fagnefndir geri tillögur um umfang einstakra fjárlagaliða en sjóðir, félagasamtök, menningarráð landshluta, vaxtarsamningar sveitarfélaga og ráðuneyti sjái um það sértæka, þ.e. dreifingu til einstakra verkefna. Það að alþingismenn skuli velja og hafna umsóknum um styrki til einstaklinga, félaga og samtaka er vel til þess fallið að vekja tortryggni og hefur orðrómur um að þingmenn hygli sínu fólki verið hávær. Með þessu fyrirkomulagi er lögð gildra fyrir alþingismenn sem ætti ekki að vera til staðar. Auka þarf traust á því hvernig fjármunum ríkisins er úthlutað og hvernig þeim er varið. Til staðar eru ágætir verkferlar og farvegir fyrir safnliðina hvað þetta varðar, t.d. lögbundnir sjóðir, menningarsamningar sveitarfélaga og vaxtarsamningar sem hafa einnig úthlutað ríkisstyrkjum og ætlunin er að efla þá farvegi. Stjórnsýslulög gilda um þá en ekki um Alþingi og því felst í breytingunni aukin neytendavernd og möguleikar styrkþega til að krefjast jafnræðis og röksemda fyrir úthlutun styrkjanna. Einnig skapast góð tækifæri landshlutasamtaka til að tengja menningarmál við almenna stefnumótun svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að auknu fé verði veitt til menningarsamninga við sveitarfélög og hlutverk þeirra útvíkkað. Alþingi hafi hins vegar það hlutverk að ákveða fjármuni til hvers málaflokks fyrir sig og hafi virkt eftirlit með því að fjármununum sé varið eins og ætlast er til. Heildarútgjöld ríkisins eru um 500 milljarðar króna og með því að gera þær breytingar á vinnulagi og verkaskiptingu sem til standa fær fjárlaganefnd betri tíma til að fara vandlega yfir þær víðtæku heimildir sem færðar eru framkvæmdarvaldinu með fjárlögum ár hvert. Þar vaka þingmenn yfir hagsmunum kjördæma sinna líkt og landsins í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Sjá meira
Úthlutun óskiptra liða fjárlagafrumvarpsins, svokallaðra safnliða, hefur verið gagnrýnd harkalega mörg undanfarin ár. Þessir liðir eru alls um 0,3% af útgjöldum ríkisins í ár. Fjárlaganefnd hefur tekið við hundruðum umsókna á hverju hausti, tekið viðtöl og varið löngum tíma í að ákveða úthlutun fjármuna til einstaklinga, félaga og samtaka. Á sama tíma á nefndin að fara yfir alla aðra liði fjárlagafrumvarpsins. Gagnrýnisraddir hafa komið úr öllum stjórnmálaflokkum og Hreyfingunni og úr öllum kjördæmum vegna þessa. Við síðustu fjárlagagerð lýstu margir þingmenn óánægju sinni með fyrirkomulagið og þótti fjárlaganefnd brýnt að endurskoða vinnubrögðin sem tíðkast hafa. Ákveðið var að skoða vandlega úthlutun Alþingis og ráðuneyta á safnliðunum, samtals um 1.500 milljónir króna. Þar af úthlutaði Alþingi um 800 milljónum fyrir árið 2011. Vinnuhópur innan fjárlaganefndar setti saman tillögur um vinnulag sem nýtast á vegna úthlutunar fyrir árið 2012 út frá eftirfarandi markmiðum: 1. Að úthlutun verði gegnsærri og til þess fallin að auka traust á því hvernig fjármunum ríkisins er skipt. 2. Að efla þarfagreiningu og eftirlit. 3. Að bæta stjórnsýslu og yfirsýn yfir einstaka málaflokka. 4. Að sjá til þess að ákvörðunartaka um umsýslu málaflokka sé fagleg og afgreiðsla mála samræmd. 5. Að fjárlaganefnd og fagnefndir geri tillögur um umfang einstakra fjárlagaliða en sjóðir, félagasamtök, menningarráð landshluta, vaxtarsamningar sveitarfélaga og ráðuneyti sjái um það sértæka, þ.e. dreifingu til einstakra verkefna. Það að alþingismenn skuli velja og hafna umsóknum um styrki til einstaklinga, félaga og samtaka er vel til þess fallið að vekja tortryggni og hefur orðrómur um að þingmenn hygli sínu fólki verið hávær. Með þessu fyrirkomulagi er lögð gildra fyrir alþingismenn sem ætti ekki að vera til staðar. Auka þarf traust á því hvernig fjármunum ríkisins er úthlutað og hvernig þeim er varið. Til staðar eru ágætir verkferlar og farvegir fyrir safnliðina hvað þetta varðar, t.d. lögbundnir sjóðir, menningarsamningar sveitarfélaga og vaxtarsamningar sem hafa einnig úthlutað ríkisstyrkjum og ætlunin er að efla þá farvegi. Stjórnsýslulög gilda um þá en ekki um Alþingi og því felst í breytingunni aukin neytendavernd og möguleikar styrkþega til að krefjast jafnræðis og röksemda fyrir úthlutun styrkjanna. Einnig skapast góð tækifæri landshlutasamtaka til að tengja menningarmál við almenna stefnumótun svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að auknu fé verði veitt til menningarsamninga við sveitarfélög og hlutverk þeirra útvíkkað. Alþingi hafi hins vegar það hlutverk að ákveða fjármuni til hvers málaflokks fyrir sig og hafi virkt eftirlit með því að fjármununum sé varið eins og ætlast er til. Heildarútgjöld ríkisins eru um 500 milljarðar króna og með því að gera þær breytingar á vinnulagi og verkaskiptingu sem til standa fær fjárlaganefnd betri tíma til að fara vandlega yfir þær víðtæku heimildir sem færðar eru framkvæmdarvaldinu með fjárlögum ár hvert. Þar vaka þingmenn yfir hagsmunum kjördæma sinna líkt og landsins í heild.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun