Tóbakslausi dagurinn Guðbjartur Hannesson skrifar 31. maí 2011 08:00 Þriðjudagurinn 31. maí er árlegur alþjóðadagur án tóbaks. Á Íslandi var í fyrsta sinn haldinn reyklaus dagur 23. janúar árið 1979 og öðru sinni árið 1982. Árið 1987 ákvað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að 31. maí ár hvert skyldi helgaður baráttu gegn reykingum og hefur Reyklausi dagurinn verið haldinn ár hvert hér á landi síðan þá, líkt og svo víða annars staðar. Árið 2006 var heiti dagsins á Íslandi breytt og kallast nú Tóbakslausi dagurinn sem samræmist enska heitinu World no tobacco day. Neysla reyklauss tóbaks hefur vaxið undanfarin ár og því nauðsynlegt að beina spjótum að allri tóbaksnotkun. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir heims til þess að nýta þennan dag til að vekja athygli á skaðsemi tóbaksnotkunar. Að þessu sinni beinir stofnunin sjónum að rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir sem tók gildi árið 2005. Yfir 170 ríki eiga aðild að honum og er Ísland þeirra á meðal. Þetta er fyrsti alþjóðasamningurinn á sviði lýðheilsu sem veitir heildstæðan ramma um tóbaksvarnir um allan heim. Samningurinn nær til allra þátta tóbaksvarna, þ. á m. auglýsinga, viðvörunarmiða, verð- og skattamála, ólöglegra viðskipta (smygls) og verkefna sem miða að því að fólk hætti að reykja. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er áætlað að á þessu ári muni yfir fimm milljónir manna deyja af völdum reykinga; vegna hjartaáfalls, heilablóðfalls, krabbameins, lungnasjúkdóma eða annarra sjúkdóma. Að auki er ætlað að rúmlega 600.000 manns muni deyja af völdum óbeinna reykinga, um fjórðungurinn börn. Á 20. öldinni varð tóbakið 100 milljónum manna að bana, á þeirri 21. gæti það valdið dauða eins milljarðs manna takist ekki að snúa þróuninni við. Rammasamningur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fjallar um skyldur ríkjanna sem eiga aðild að samningnum sem felast meðal annars í því að: - Hindra að hagsmunir tóbaksiðnaðarins hafi áhrif á stefnumótun í lýðheilsumálum. - Haga verðlagningu og sköttum þannig að dragi úr eftirspurn eftir tóbaki. - Hlífa fólki við tóbaksreyk annarra. - Samræma reglur um leyfileg efni í tóbaksvörum. - Samræma reglur um upplýsingagjöf á tóbaksvörum. - Samræma pakkningar og merkingar á tóbaksvörum. - Vara fólk við hættum sem tóbaki fylgja. - Bjóða fólki aðstoð við að binda enda á tóbaksfíkn sína. Ísland framfylgir samningnum eins og frekast er kostur til að vernda þjóðina og komandi kynslóðir fyrir alvarlegum afleiðingum tóbaksnotkunar og óbeinum reykingum á heilsu, samfélag, umhverfi og efnahagslíf. Í þessu skyni hef ég ákveðið að ráðist verði í opinbera stefnumótun á sviði tóbaksvarna og verða fyrstu skrefin væntanlega stigin á næstu mánuðum. Á Íslandi hefur orðið mikill árangur af tóbaksvarnastarfi sem lýsir sér best í því að nú mælast daglegar reykingar fullorðinna með því lægsta sem gerist í Evrópu. Í fyrra reyktu um 14,2% Íslendinga á aldrinum 15-89 ára daglega á móti tæpum 30% árið 1991. Margt hefur stuðlað að þessum árangri, s.s. öflugt forvarnarstarf og þrengdar skorður við reykingum með lagasetningu. Viðhorf fólks til reykinga hafa breyst og eru flestir sammála um skaðsemi tóbaksnotkunar og nauðsyn þess að sporna við því að ungt fólk hefji neyslu tóbaks og verði háð neyslu þess. Það er hins vegar mikið áhyggjuefni hvað neysla munntóbaks, einkum meðal ungra karlmanna, hefur aukist mikið hér á landi síðustu ár. Kannanir sýna að um fimmti hver piltur á aldrinum 16-23 ára segist nota tóbak í vör. Þessi neysla er augljóslega mjög ávanabindandi því flestir þeirra segjast taka í vörina daglega. Það er nauðsynlegt að ráðast í aðgerðir og hvetja alla til samvinnu gegn þessari óheillaþróun. Ungt fólk byrjar neyslu tóbaks einkum fyrir tilstuðlan hópþrýstings og fyrirmynda. Landlæknisembættið ásamt fleiri hagsmunaaðilum mun í sumar efna til vitundarvakningar í baráttunni gegn munntóbaksneyslu og er sjónum einkum beint að þeirri ábyrgð sem fyrirmyndir hafa gagnvart börnum og unglingum. Í dag, í tilefni af Tóbakslausa deginum, beinum við sjónum okkar að þessari neyslu og því verkefni sem er framundan að vinna gegn tóbaksneyslu ungs fólks, hvaða nafni sem hún nefnist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Þriðjudagurinn 31. maí er árlegur alþjóðadagur án tóbaks. Á Íslandi var í fyrsta sinn haldinn reyklaus dagur 23. janúar árið 1979 og öðru sinni árið 1982. Árið 1987 ákvað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að 31. maí ár hvert skyldi helgaður baráttu gegn reykingum og hefur Reyklausi dagurinn verið haldinn ár hvert hér á landi síðan þá, líkt og svo víða annars staðar. Árið 2006 var heiti dagsins á Íslandi breytt og kallast nú Tóbakslausi dagurinn sem samræmist enska heitinu World no tobacco day. Neysla reyklauss tóbaks hefur vaxið undanfarin ár og því nauðsynlegt að beina spjótum að allri tóbaksnotkun. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir heims til þess að nýta þennan dag til að vekja athygli á skaðsemi tóbaksnotkunar. Að þessu sinni beinir stofnunin sjónum að rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir sem tók gildi árið 2005. Yfir 170 ríki eiga aðild að honum og er Ísland þeirra á meðal. Þetta er fyrsti alþjóðasamningurinn á sviði lýðheilsu sem veitir heildstæðan ramma um tóbaksvarnir um allan heim. Samningurinn nær til allra þátta tóbaksvarna, þ. á m. auglýsinga, viðvörunarmiða, verð- og skattamála, ólöglegra viðskipta (smygls) og verkefna sem miða að því að fólk hætti að reykja. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er áætlað að á þessu ári muni yfir fimm milljónir manna deyja af völdum reykinga; vegna hjartaáfalls, heilablóðfalls, krabbameins, lungnasjúkdóma eða annarra sjúkdóma. Að auki er ætlað að rúmlega 600.000 manns muni deyja af völdum óbeinna reykinga, um fjórðungurinn börn. Á 20. öldinni varð tóbakið 100 milljónum manna að bana, á þeirri 21. gæti það valdið dauða eins milljarðs manna takist ekki að snúa þróuninni við. Rammasamningur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fjallar um skyldur ríkjanna sem eiga aðild að samningnum sem felast meðal annars í því að: - Hindra að hagsmunir tóbaksiðnaðarins hafi áhrif á stefnumótun í lýðheilsumálum. - Haga verðlagningu og sköttum þannig að dragi úr eftirspurn eftir tóbaki. - Hlífa fólki við tóbaksreyk annarra. - Samræma reglur um leyfileg efni í tóbaksvörum. - Samræma reglur um upplýsingagjöf á tóbaksvörum. - Samræma pakkningar og merkingar á tóbaksvörum. - Vara fólk við hættum sem tóbaki fylgja. - Bjóða fólki aðstoð við að binda enda á tóbaksfíkn sína. Ísland framfylgir samningnum eins og frekast er kostur til að vernda þjóðina og komandi kynslóðir fyrir alvarlegum afleiðingum tóbaksnotkunar og óbeinum reykingum á heilsu, samfélag, umhverfi og efnahagslíf. Í þessu skyni hef ég ákveðið að ráðist verði í opinbera stefnumótun á sviði tóbaksvarna og verða fyrstu skrefin væntanlega stigin á næstu mánuðum. Á Íslandi hefur orðið mikill árangur af tóbaksvarnastarfi sem lýsir sér best í því að nú mælast daglegar reykingar fullorðinna með því lægsta sem gerist í Evrópu. Í fyrra reyktu um 14,2% Íslendinga á aldrinum 15-89 ára daglega á móti tæpum 30% árið 1991. Margt hefur stuðlað að þessum árangri, s.s. öflugt forvarnarstarf og þrengdar skorður við reykingum með lagasetningu. Viðhorf fólks til reykinga hafa breyst og eru flestir sammála um skaðsemi tóbaksnotkunar og nauðsyn þess að sporna við því að ungt fólk hefji neyslu tóbaks og verði háð neyslu þess. Það er hins vegar mikið áhyggjuefni hvað neysla munntóbaks, einkum meðal ungra karlmanna, hefur aukist mikið hér á landi síðustu ár. Kannanir sýna að um fimmti hver piltur á aldrinum 16-23 ára segist nota tóbak í vör. Þessi neysla er augljóslega mjög ávanabindandi því flestir þeirra segjast taka í vörina daglega. Það er nauðsynlegt að ráðast í aðgerðir og hvetja alla til samvinnu gegn þessari óheillaþróun. Ungt fólk byrjar neyslu tóbaks einkum fyrir tilstuðlan hópþrýstings og fyrirmynda. Landlæknisembættið ásamt fleiri hagsmunaaðilum mun í sumar efna til vitundarvakningar í baráttunni gegn munntóbaksneyslu og er sjónum einkum beint að þeirri ábyrgð sem fyrirmyndir hafa gagnvart börnum og unglingum. Í dag, í tilefni af Tóbakslausa deginum, beinum við sjónum okkar að þessari neyslu og því verkefni sem er framundan að vinna gegn tóbaksneyslu ungs fólks, hvaða nafni sem hún nefnist.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun