Viðskipti innlent

Fjölbreytt sam-vinna í tvö ár

Til stendur að laða fleiri gesti til landsins með víðtæku samstarfi.
Til stendur að laða fleiri gesti til landsins með víðtæku samstarfi. Mynd/Valli
Harpa og Icelandair undirrituðu í gær samstarfssamning til tveggja ára. Markmiðið er að fjölga ráðstefnu- og menningarferðamönnum sem koma til landsins og vekja athygli á Íslandi sem spennandi alþjóðlegum áfangastað.

 

Samningurinn felur það í sér að Icelandair verður aðalstyrktaraðili Hörpu næstu tvö árin og styður við tónlistarstarf og ráðstefnuhald í húsinu. Einnig verður náið samstarf með stjórnendum beggja aðila varðandi markaðssetningu og kynningarstarf erlendis. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×