Viðskipti innlent

Telur hagvöxt verða 2,2% í ár

OECD spáir því að hagvöxtur hér á landi í ár geti numið 2,2 prósentum. Það er meira en Evrópusambandið spáði fyrir skemmstu. Fréttablaðið/XXX
OECD spáir því að hagvöxtur hér á landi í ár geti numið 2,2 prósentum. Það er meira en Evrópusambandið spáði fyrir skemmstu. Fréttablaðið/XXX
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) spáir 2,2 prósenta hagvexti á Íslandi í ár í skýrslu sem stofnunin birti á miðvikudag.  OECD byggir spá sína meðal annars á auknum fjárfestingum og einkaneyslu. Þá er spáð 2,7% verðbólgu á árinu og að atvinnuleysi minnki niður í 7%.

 

Í tilkynningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins segir að OECD telji að óvissa ríki um aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum og vilja til erlendrar fjárfestingar á Íslandi í kjölfar Icesave-kosninganna. OECD hvetji stjórnvöld hins vegar til að halda sig við stefnu um hallalaus ríkisfjármál árið 2013, lækkun skulda og afnám gjaldeyrishafta. Þessi spá er nokkru hagstæðari en þær sem hafa birst að undanförnu. - þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×