Viðskipti innlent

Gæti komið niður á fjárfestingum sjóða

Viðskiptaráð vill ekki sjá nýjan skatt á lífeyrissjóði. Fréttablaðið/gva
Viðskiptaráð vill ekki sjá nýjan skatt á lífeyrissjóði. Fréttablaðið/gva
Áætlað er að nýr eignaskattur á lífeyrissjóði sem ríkisstjórnin boðar í svokölluðum skattabandormi í tengslum við nýgerða kjarasamninga skili tæpum tveimur milljörðum króna. Skatturinn nemur 0,0972 prósentum.

Viðskiptaráð Íslands lýsir í umsögn sinni til Efnahags- og skattanefndar um skattabandorminn almennt yfir ánægju með að með honum sé undið ofan af mistökum sem gerð voru við breytingar á skattkerfinu eftir bankahrunið.

Í umsögn Viðskiptaráðs er hins vegar bent á að í 9. grein skattabandormsins sem fjallar um skattlagningu lífeyrisssjóða sé um grófa tvísköttun að ræða. Þetta sé nýr skattur sem ekki sé hægt að finna rökstuðning fyrir né sé hann í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga. Þar er meðal annars kveðið á um að greiða eigi götu lífeyrissjóða til frekari fjárfestinga. Þá sé skatturinn í mótsögn við þau markmið að standa vörð um getu sjóðanna til útgreiðslu úr þeim.

Viðskiptaráð leggur því til í umsögn sinni að skatturinn verði felldur út úr frumvarpinu. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×