Leikmenn með slæmt hugarfar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2011 09:00 "Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af,“ segir Reynir. Fréttablaðiið/Anton Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman," segir Reynir í samtali við Fréttablaðið. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári og kom liðinu í úrslitakeppnina, þar sem það tapaði fyrir FH í undanúrslitum. Miðað við hans orð voru það samskiptin við leikmenn liðsins sem mestu réðu en honum fannst hugarfar leikmannanna slæmt. „Ég fór í Safamýrina til að vinna titla. Ég var ekki sáttur við hvernig þankagangurinn innan hópsins var. Ég var ekki sáttur við þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Ég er sjálfur mjög kröfuharður, bæði gagnvart sjálfum mér og leikmönnum." Reynir gefur í skyn að þetta sé vandamál sem hafi verið viðloðandi liðið undanfarin ár. „Mér sýnist að Fram sé að leita að sjöunda þjálfaranum frá 2007 fyrir þennan hóp. Ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér hópur leikmanna búinn að koma sér vel fyrir og þannig hafi það verið í einhvern tíma. Það er erfitt að hreyfa við honum," segir Reynir og bætir við: „Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinnan herbúða. Gildi sem eru vænlegri til árangurs en þau sem eru til staðar nú." Hann ber þó stjórnarmönnum Fram góða söguna. „Samstarf við stjórnina var til fyrirmyndar og með þá innanborðs er ég bjartsýnn fyrir hönd Fram. En það er erfitt verkefni sem bíður þeirra næstu daga. Það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa út í leikmannahópnum. Fá inn leikmenn með meiri karakter og sigurvilja. Ég ætla rétt að vona að þeir hafi kjark og þor til að taka réttar ákvarðanir." Hann veit ekki hvað tekur við hjá sér. „Ég ætla að hlaða batteríin. Þetta hefur verið erfiður vetur og mér hefur stundum liðið eins og forstöðumanni á unglingaheimili. Það hefur tekið á. Ég mun sjá til hvað kemur upp á borðið til mín en ef það verður ekkert spennandi er mér það sársaukalaust að taka frí frá þjálfun. Ég viðurkenni auðvitað fúslega að það er heilmikið sem ég gat gert betur og ýmislegt sem ég tek til mín. Ég hef lært mikið á þessu ári." Olís-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira
Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman," segir Reynir í samtali við Fréttablaðið. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári og kom liðinu í úrslitakeppnina, þar sem það tapaði fyrir FH í undanúrslitum. Miðað við hans orð voru það samskiptin við leikmenn liðsins sem mestu réðu en honum fannst hugarfar leikmannanna slæmt. „Ég fór í Safamýrina til að vinna titla. Ég var ekki sáttur við hvernig þankagangurinn innan hópsins var. Ég var ekki sáttur við þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Ég er sjálfur mjög kröfuharður, bæði gagnvart sjálfum mér og leikmönnum." Reynir gefur í skyn að þetta sé vandamál sem hafi verið viðloðandi liðið undanfarin ár. „Mér sýnist að Fram sé að leita að sjöunda þjálfaranum frá 2007 fyrir þennan hóp. Ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér hópur leikmanna búinn að koma sér vel fyrir og þannig hafi það verið í einhvern tíma. Það er erfitt að hreyfa við honum," segir Reynir og bætir við: „Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinnan herbúða. Gildi sem eru vænlegri til árangurs en þau sem eru til staðar nú." Hann ber þó stjórnarmönnum Fram góða söguna. „Samstarf við stjórnina var til fyrirmyndar og með þá innanborðs er ég bjartsýnn fyrir hönd Fram. En það er erfitt verkefni sem bíður þeirra næstu daga. Það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa út í leikmannahópnum. Fá inn leikmenn með meiri karakter og sigurvilja. Ég ætla rétt að vona að þeir hafi kjark og þor til að taka réttar ákvarðanir." Hann veit ekki hvað tekur við hjá sér. „Ég ætla að hlaða batteríin. Þetta hefur verið erfiður vetur og mér hefur stundum liðið eins og forstöðumanni á unglingaheimili. Það hefur tekið á. Ég mun sjá til hvað kemur upp á borðið til mín en ef það verður ekkert spennandi er mér það sársaukalaust að taka frí frá þjálfun. Ég viðurkenni auðvitað fúslega að það er heilmikið sem ég gat gert betur og ýmislegt sem ég tek til mín. Ég hef lært mikið á þessu ári."
Olís-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira