Viðskipti innlent

Komust ekki í gamla heimabankann

Hluti fyrrverandi viðskiptavina SpKef lenti í vandræðum með heimabanka sína í vikunni. Fréttablaðið/Valli
Hluti fyrrverandi viðskiptavina SpKef lenti í vandræðum með heimabanka sína í vikunni. Fréttablaðið/Valli
Biðröð myndaðist í útibúi Landsbankans í Reykjanesbæ í gær í kjölfar þess að hluti fyrrverandi viðskiptavina SpKef fékk ekki aðgang að heimabönkum sínum.

Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir atvikið blöndu af tæknivandamálum og mannlegri hegðun. Landsbankinn hafi sent öllum viðskiptavinum SpKef bréf eftir yfirtöku Landsbankans á sparisjóðnum í mars síðastliðnum og tjáð þeim að þeir þyrftu að sækja sér ný aðgangsorð. Svo virðist hins vegar sem einhverjir hafi ekki lesið bréfið. Hægt var að komast í heimabankann í ákveðinn tíma eftir yfirtökuna á gamla aðgangsorðinu. „Þetta var mikil yfirfærsla á útibúunum og eðlilegt að einhverjir hnökrar komi upp,“ segir hann.

Þeir sem komu í útibú Landsbankans í Reykjanesbæ fengu ný lykilorð, samkvæmt upplýsingum úr bankanum.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×