Viðskipti innlent

Guðlaugur Pálsson stóð vaktina í Guðlaugsbúð í 76 ár: Notaði hestvagna fyrstu árin

Guðlaugur sést hér árið 1992 við afgreiðsluborðið í búðinni þar sem hann stóð vaktina í 76 ár.
Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Guðlaugur sést hér árið 1992 við afgreiðsluborðið í búðinni þar sem hann stóð vaktina í 76 ár. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Guðlaugur opnaði verslun sína á Eyrarbakka undir lok árs 1917. Fyrstu árin voru vörur fluttar til og frá Reykjavík á hestvögnum. Þá skrifaði hann allar færslur inn í verslunarbækur, en þegar átti að skikka hann til að nota sjóðvél, þegar fram liðu stundir, svaraði hann því til að hann myndi ef til vill kaupa vélina, en gæti engu lofað um það hvort hann gæti lært á hana.

Starfsþrek Guðlaugs var með eindæmum enda stóð hann vaktina í versluninni á hverjum degi allt fram undir það síðasta, en hann lést árið 1993.- þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×