Samherji kaupir Brim hf. á Akureyri fyrir 14,5 milljarða 2. maí 2011 05:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Um helgina var gengið frá samningi milli Brims hf. og dótturfélags Samherja um kaup á eignum Brims á Akureyri. Kaupverðið er fjórtán og hálfur milljarður króna. Félagið fær nafnið Útgerðarfélag Akureyringa en rekstur gamla útgerðarfélagsins, sem bar sama nafn, er þar með aftur kominn í eigu heimamanna. Þetta eru stærstu viðskipti innan íslensks sjávarútvegs um langt árabil, eða frá því að Brim keypti ÚA árið 2003 að því er næst verður komist. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi að viðskiptin séu vissulega tilfinningalegs eðlis enda liggja rætur Samherja á Akureyri. Um er að ræða fiskvinnslu á Akureyri og Laugum, ísfisktogarana Sólbak EA 1 og Mars RE 205, veiðiheimildir í þorski, ýsu, steinbít og skarkola, samtals 5.900 þorskígildistonn. Þorsteinn segir að samanlagðar veiðiheimildir Samherja og ÚA séu talsvert undir leyfilegu hámarki í einstökum tegundum og í heild samkvæmt núgildandi lögum um stjórn fiskveiða. Starfsmenn Brims á Akureyri og á Laugum eru um 150. Haldinn verður fundur með starfsmönnum í dag, til að kynna þeim þessar breytingar. Samherji leggur fram eigið fé til kaupanna að fjárhæð 3.600 milljónir, sem að hluta er fjármagnað með sölu erlendra eigna. Landsbankinn fjármagnar 10.900 milljónir af kaupverðinu og verður viðskiptabanki nýs félags. Þorsteinn segir í tilkynningu að þrátt fyrir óvissu um stjórn fiskveiða hafi stjórnvöld lýst því yfir að þau hyggist skapa sjávarútveginum traustan rekstrargrundvöll og öryggi til framtíðar. „Við höfum ávallt haft trú á sjávarútveginum. Þess vegna höfum við ákveðið að leggja 3.600 milljónir króna í þennan rekstur. Við gerum okkur grein fyrir því að þessi ákvörðun felur í sér nokkra áhættu en við teljum okkur ráða við hana, ekki síst vegna þess að afkoma af starfsemi okkar erlendis hefur verið ágæt að undanförnu. Í ljósi yfirlýsinga stjórnvalda gerum við ráð fyrir að geta haldið áfram þeirri starfsemi sem nú er hjá fyrirtækinu og tryggt afkomu starfsfólks okkar,“ segir Þorsteinn. Samherji rekur öfluga útgerðarstarfsemi, landvinnslu og fiskeldi á Íslandi og er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Fyrir á Samherji viðamikla landvinnslu í Dalvíkurbyggð. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. - shá Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Um helgina var gengið frá samningi milli Brims hf. og dótturfélags Samherja um kaup á eignum Brims á Akureyri. Kaupverðið er fjórtán og hálfur milljarður króna. Félagið fær nafnið Útgerðarfélag Akureyringa en rekstur gamla útgerðarfélagsins, sem bar sama nafn, er þar með aftur kominn í eigu heimamanna. Þetta eru stærstu viðskipti innan íslensks sjávarútvegs um langt árabil, eða frá því að Brim keypti ÚA árið 2003 að því er næst verður komist. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi að viðskiptin séu vissulega tilfinningalegs eðlis enda liggja rætur Samherja á Akureyri. Um er að ræða fiskvinnslu á Akureyri og Laugum, ísfisktogarana Sólbak EA 1 og Mars RE 205, veiðiheimildir í þorski, ýsu, steinbít og skarkola, samtals 5.900 þorskígildistonn. Þorsteinn segir að samanlagðar veiðiheimildir Samherja og ÚA séu talsvert undir leyfilegu hámarki í einstökum tegundum og í heild samkvæmt núgildandi lögum um stjórn fiskveiða. Starfsmenn Brims á Akureyri og á Laugum eru um 150. Haldinn verður fundur með starfsmönnum í dag, til að kynna þeim þessar breytingar. Samherji leggur fram eigið fé til kaupanna að fjárhæð 3.600 milljónir, sem að hluta er fjármagnað með sölu erlendra eigna. Landsbankinn fjármagnar 10.900 milljónir af kaupverðinu og verður viðskiptabanki nýs félags. Þorsteinn segir í tilkynningu að þrátt fyrir óvissu um stjórn fiskveiða hafi stjórnvöld lýst því yfir að þau hyggist skapa sjávarútveginum traustan rekstrargrundvöll og öryggi til framtíðar. „Við höfum ávallt haft trú á sjávarútveginum. Þess vegna höfum við ákveðið að leggja 3.600 milljónir króna í þennan rekstur. Við gerum okkur grein fyrir því að þessi ákvörðun felur í sér nokkra áhættu en við teljum okkur ráða við hana, ekki síst vegna þess að afkoma af starfsemi okkar erlendis hefur verið ágæt að undanförnu. Í ljósi yfirlýsinga stjórnvalda gerum við ráð fyrir að geta haldið áfram þeirri starfsemi sem nú er hjá fyrirtækinu og tryggt afkomu starfsfólks okkar,“ segir Þorsteinn. Samherji rekur öfluga útgerðarstarfsemi, landvinnslu og fiskeldi á Íslandi og er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Fyrir á Samherji viðamikla landvinnslu í Dalvíkurbyggð. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. - shá
Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira