30 milljónir til atvinnumála kvenna Guðbjartur Hanneson skrifar 29. apríl 2011 06:00 Árið 1991 var í fyrsta sinn úthlutað sérstökum styrkjum til atvinnumála kvenna að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra. Síðan þá hafa þessir styrkir verið veittir árlega af hálfu félagsmálaráðuneytisins, nú velferðarráðuneytisins. Upphaflega var markmið styrkveitinganna að draga úr atvinnuleysi í röðum kvenna sem þá var töluvert, jafnframt því að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Þessi markmið eiga við enn í dag. Sú staðreynd blasir við að konur eiga einungis fjórðung fyrirtækja í landinu og því er styrkjunum einnig ætlað að auka hlut þeirra í fyrirtækjarekstri. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt að konur fá aðeins fimmtung styrkja sem í boði eru og því er nauðsynlegt að vega upp á móti þeim mun með sértækum styrkveitingum sem þessum. Styrkir til atvinnumála kvenna eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum. Unnt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar og hönnunar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar. Verkefni sem hlotið hafa styrki í gegnum tíðina eru afar fjölbreytt á sviði framleiðslu, hönnunar og þjónustu af ýmsu tagi. Sem dæmi um styrkveitingar síðustu ára má nefna styrki til þróunar á morgunkorni, barnamat og heilsusamlegum birkisafa, markaðssetningar á blásturshljóðfæraviðgerðum, vöruþróunar á heimagerðum ís, baðhúss í Stykkishólmi auk verkefna á sviði hönnunar af ýmsu tagi. Af þessari upptalningu má sjá að fjölbreytnin er mikil enda kraftur í nýsköpun kvenna um þessar mundir. Í þarfagreiningu sem gerð var í fyrra meðal styrkhafa síðustu ára voru konurnar beðnar um að meta þýðingu styrkjanna fyrir sig. Fyrir utan þann augljósa ávinning að fá fjármuni til að koma verkefnum sínum áfram bar öllum saman um að viðurkenningin sem fólst í styrkveitingu væri þeim afar mikilvæg og hvatning til að halda áfram og vinna enn harðari höndum að því að gera verkefnin að veruleika. Með styrkjum sem þessum er tvímælalaust stuðlað að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hagsbóta. Í ár bárust 338 umsóknir hvaðanæva af landinu og hafa aldrei borist fleiri. 30 milljónir króna eru til úthlutunar og hefur ráðgjafarnefnd metið umsóknir á undanförnum vikum. Að þessu sinni hljóta 42 konur styrki og mun afhendingin fara fram í Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík kl. 13.00 í dag. Listi yfir styrkhafa er á heimasíðu verkefnisins, www.atvinnumalkvenna.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Árið 1991 var í fyrsta sinn úthlutað sérstökum styrkjum til atvinnumála kvenna að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra. Síðan þá hafa þessir styrkir verið veittir árlega af hálfu félagsmálaráðuneytisins, nú velferðarráðuneytisins. Upphaflega var markmið styrkveitinganna að draga úr atvinnuleysi í röðum kvenna sem þá var töluvert, jafnframt því að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Þessi markmið eiga við enn í dag. Sú staðreynd blasir við að konur eiga einungis fjórðung fyrirtækja í landinu og því er styrkjunum einnig ætlað að auka hlut þeirra í fyrirtækjarekstri. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt að konur fá aðeins fimmtung styrkja sem í boði eru og því er nauðsynlegt að vega upp á móti þeim mun með sértækum styrkveitingum sem þessum. Styrkir til atvinnumála kvenna eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum. Unnt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar og hönnunar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar. Verkefni sem hlotið hafa styrki í gegnum tíðina eru afar fjölbreytt á sviði framleiðslu, hönnunar og þjónustu af ýmsu tagi. Sem dæmi um styrkveitingar síðustu ára má nefna styrki til þróunar á morgunkorni, barnamat og heilsusamlegum birkisafa, markaðssetningar á blásturshljóðfæraviðgerðum, vöruþróunar á heimagerðum ís, baðhúss í Stykkishólmi auk verkefna á sviði hönnunar af ýmsu tagi. Af þessari upptalningu má sjá að fjölbreytnin er mikil enda kraftur í nýsköpun kvenna um þessar mundir. Í þarfagreiningu sem gerð var í fyrra meðal styrkhafa síðustu ára voru konurnar beðnar um að meta þýðingu styrkjanna fyrir sig. Fyrir utan þann augljósa ávinning að fá fjármuni til að koma verkefnum sínum áfram bar öllum saman um að viðurkenningin sem fólst í styrkveitingu væri þeim afar mikilvæg og hvatning til að halda áfram og vinna enn harðari höndum að því að gera verkefnin að veruleika. Með styrkjum sem þessum er tvímælalaust stuðlað að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hagsbóta. Í ár bárust 338 umsóknir hvaðanæva af landinu og hafa aldrei borist fleiri. 30 milljónir króna eru til úthlutunar og hefur ráðgjafarnefnd metið umsóknir á undanförnum vikum. Að þessu sinni hljóta 42 konur styrki og mun afhendingin fara fram í Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík kl. 13.00 í dag. Listi yfir styrkhafa er á heimasíðu verkefnisins, www.atvinnumalkvenna.is.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar