Lífið

Reykti gras

Natalie Portman viðurkennir að hafa reykt gras á háskólaárum sínum.
nordicphotos/getty
Natalie Portman viðurkennir að hafa reykt gras á háskólaárum sínum. nordicphotos/getty
Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman fer með hlutverk í gamanmyndinni Your Highness sem leikstýrt er af David Gordon Green, þeim sama og leikstýrði Pineapple Express.

Í nýlegu viðtali viðurkennir Portman að hún hafi sérstakt dálæti á „stoner“ kvikmyndum, sem hægt væri að þýða sem hasshausa-myndir.

 

„Ég reykti gras á háskólaárum mínum en ég hef ekki reykt í mörg ár núna. Ég er líklega orðin of gömul. Ég vildi óska að ég væri enn svöl en í raun er ég eins og gömul kona og er oftast komin í háttinn um klukkan tíu öll kvöld,“ sagði leikkonan í viðtali við Entertainment Weekly.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.