Lífið

Hangover 2 auðveld

Todd Phillips, maðurinn á bak við The Hangover, segir í samtali við vefsíðuna comingsoon.net að framhaldsmyndin hafi verið ótrúlega auðveld í tökum, allir leikararnir hafi smollið í karakter strax.

„Alltaf þegar maður er að byrja á kvikmynd spyrja leikararnir sig hvert persónan þeirra er að fara og hvaðan hún sé. En strákarnir þurftu ekkert að hugsa um það núna, þeir bara runnu inn í persónurnar sínar og byrjuðu að leika," útskýrir Phillips en þeir Zach Galifianakis, Bradley Cooper og Ed Helms endurtaka allir leikinn frá fyrri myndinni.

The Hangover 2 gerist í Bangkok og að venju lenda þeir félagar í miklum vandræðum eftir heljarinnar veislu og þurfa að púsla saman kvöldinu í kollinum á sér. Að sögn Phillips voru einu vandræðin þau að Bangkok er ekkert sérstaklega kvikmyndavæn borg og þeim gekk erfiðlega að eiga í samskiptum við þarlent tökulið. „Að öðru leyti gekk allt eins og í sögu, allir voru meðvitaðir um hvernig kvikmynd við ætluðum að gera og það auðveldaði hlutina til muna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.